Eiginkona Michael Schumacher í hjartnæmu bréfi: Hann neitar að gefast upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Michael Schumacher fagnar hér sigri með konu sína Corinnu á vinstri hönd. Vísir/Getty Michael Schumacher lenti í hryllilegu slysi í Ölpunum fyrir næstum því fimm árum og síðan þá hefur lítið heyrst í fjölskyldu formúlukappans. Nú hefur eiginkona hans óvænt sent frá sér hjartnæmt bréf. Michael Schumacher var að skíðum 29. desember 2013 þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var með hjálm en slasaðist samt mjög illa. Síðan þá hefur heimurinn lítið fengið að vita um bata hans. Corinna Schumacher, eiginkona Michael Schumacher, sendi bréfið til tónlistarmannsins Sascha Herchenbach, sem hafði áður samið lagið Born To Fight til heiðurs Michael. Herchenbach ákvað að leyfa þýska blaðinu Bunte að segja frá bréfinu. BT segir frá. „Ég vil þakka öllum frá innstu hjartarótum fyrir allar gjafirnar og öll hlýju orðin. Þau hjálpa okkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Það hjálpaði fjölskyldunni mikið að fá allan þennan stuðning,“ skrifaði Corinna meðal annars. „Við vitum öll að Michael er baráttumaður. Hann neitar að gefast upp,“ skrifaði Corinna. Sascha Herchenbach sagði að bréf Corinnu hafi verið handskrifað og það hafi verið miklu persónulegra en hann bjóst við. Það fylgir þó ekki sögunni hversu langt er síðan að hún skrifaði það. Fjölskyldan hefur haldið sig útaf fyrir sig frá slysinu og því er ekki vitað nákvæmlega um stöðuna á heilsu Michael. Michael Schumacher er sjöfaldur heimsmeistari í formúlu eitt en hann vann meðal annars fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Michael verður fimmtugur í byrjun næsta árs (3. janúar). Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Sjá meira
Michael Schumacher lenti í hryllilegu slysi í Ölpunum fyrir næstum því fimm árum og síðan þá hefur lítið heyrst í fjölskyldu formúlukappans. Nú hefur eiginkona hans óvænt sent frá sér hjartnæmt bréf. Michael Schumacher var að skíðum 29. desember 2013 þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var með hjálm en slasaðist samt mjög illa. Síðan þá hefur heimurinn lítið fengið að vita um bata hans. Corinna Schumacher, eiginkona Michael Schumacher, sendi bréfið til tónlistarmannsins Sascha Herchenbach, sem hafði áður samið lagið Born To Fight til heiðurs Michael. Herchenbach ákvað að leyfa þýska blaðinu Bunte að segja frá bréfinu. BT segir frá. „Ég vil þakka öllum frá innstu hjartarótum fyrir allar gjafirnar og öll hlýju orðin. Þau hjálpa okkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Það hjálpaði fjölskyldunni mikið að fá allan þennan stuðning,“ skrifaði Corinna meðal annars. „Við vitum öll að Michael er baráttumaður. Hann neitar að gefast upp,“ skrifaði Corinna. Sascha Herchenbach sagði að bréf Corinnu hafi verið handskrifað og það hafi verið miklu persónulegra en hann bjóst við. Það fylgir þó ekki sögunni hversu langt er síðan að hún skrifaði það. Fjölskyldan hefur haldið sig útaf fyrir sig frá slysinu og því er ekki vitað nákvæmlega um stöðuna á heilsu Michael. Michael Schumacher er sjöfaldur heimsmeistari í formúlu eitt en hann vann meðal annars fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Michael verður fimmtugur í byrjun næsta árs (3. janúar).
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Sjá meira