Durant með þrefalda tvennu í tapi Golden State Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 07:30 Durant í leiknum í nótt vísir/getty Los Angeles Clippers unnu meistarana í Golden State Warriors í framlengdum leik í Los Angeles í nótt. Lou Williams skoraði 10 af 15 stigum Clippers í framlengingunni og hjálpaði liði sínu til 121-116 sigurs eftir að þeir höfðu glutrað niður 14 stiga forskoti í fjórða leikhluta. Williams setti 25 stig fyrir Clippers í leiknum og Montrezl Harrell var með 23. Þetta var í fyrsta skipti í nærri fjögur ár sem Clippers vinnur Golden State á heimavelli sínum. Kevin Durant náði í þrefalda tvennu fyrir Golden State með 33 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar en fékk sína fimmtu villu í framlengingunni og gat ekki klárað leikinn. Stephen Curry er enn fjarverandi vegna meiðsla og Golden State tapaði þriðja leiknum af 14 á tímabilinu. Kevin Durant (33 PTS, 11 REBS, 10 ASTS) records his first triple-double of the season. #DubNationpic.twitter.com/4EPpRXjy63 — NBA (@NBA) November 13, 2018 Sacramento Kings hafði ekki unnið gegn San Antonio Spurs í 14 leikjum fyrir gærkvöldið en þar var breyting á í nótt. Iman Shumpert kom Kings yfir þegar rétt 4 mínútur voru eftir af leiknum áður en De'Aron Fox og Nemanja Bjelica settu sitt hvorn þristinn og komu Sacramento í nógu mikla forystu til að halda út leikinn. Fox skoraði 19 stig fyrir Sacramento og Willie Cauley-Stein 13. Bogdan Bogdanovic finishes with 22 PTS off the bench for the @SacramentoKings! #SacramentoProudpic.twitter.com/Yr4lfhfE1m — NBA (@NBA) November 13, 2018Anthony Davis átti stórleik fyrir New Orleans Pelicans í sigri á Toronto Raptors. Hann setti 25 stig og tók 20 fráköst í leiknum sem Pelicans vann 126-110. E'Twaun Moore átti sinn besta leik á tímabilinu og setti niður 30 stig til þess að binda enda á sex leikja sigurgöngu Raptors. Hann skoraði úr 13 af 18 skotum sínum og var því með rúmlega 70 prósenta nýtingu. Anthony Davis powers the @PelicansNBA to victory with 25 PTS & a season-high 20 REBS! #DoItBigpic.twitter.com/X2SHSOSleT — NBA (@NBA) November 13, 2018Úrslit næturinnar: Washington Wizards - Orlandon Magic 117-109 Miami Heat - Philadelphia 76ers 114-124 Toronto Raptors - New Orleans Pelicans 110-126 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 98-103 Memphis Grizzlies - Utah Jazz 88-96 Minnesota Timberwolves - Brooklyn Nets 120-113 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 118-101 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 104-99 LA Clippers - Golden State Warriors 121-116 NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Los Angeles Clippers unnu meistarana í Golden State Warriors í framlengdum leik í Los Angeles í nótt. Lou Williams skoraði 10 af 15 stigum Clippers í framlengingunni og hjálpaði liði sínu til 121-116 sigurs eftir að þeir höfðu glutrað niður 14 stiga forskoti í fjórða leikhluta. Williams setti 25 stig fyrir Clippers í leiknum og Montrezl Harrell var með 23. Þetta var í fyrsta skipti í nærri fjögur ár sem Clippers vinnur Golden State á heimavelli sínum. Kevin Durant náði í þrefalda tvennu fyrir Golden State með 33 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar en fékk sína fimmtu villu í framlengingunni og gat ekki klárað leikinn. Stephen Curry er enn fjarverandi vegna meiðsla og Golden State tapaði þriðja leiknum af 14 á tímabilinu. Kevin Durant (33 PTS, 11 REBS, 10 ASTS) records his first triple-double of the season. #DubNationpic.twitter.com/4EPpRXjy63 — NBA (@NBA) November 13, 2018 Sacramento Kings hafði ekki unnið gegn San Antonio Spurs í 14 leikjum fyrir gærkvöldið en þar var breyting á í nótt. Iman Shumpert kom Kings yfir þegar rétt 4 mínútur voru eftir af leiknum áður en De'Aron Fox og Nemanja Bjelica settu sitt hvorn þristinn og komu Sacramento í nógu mikla forystu til að halda út leikinn. Fox skoraði 19 stig fyrir Sacramento og Willie Cauley-Stein 13. Bogdan Bogdanovic finishes with 22 PTS off the bench for the @SacramentoKings! #SacramentoProudpic.twitter.com/Yr4lfhfE1m — NBA (@NBA) November 13, 2018Anthony Davis átti stórleik fyrir New Orleans Pelicans í sigri á Toronto Raptors. Hann setti 25 stig og tók 20 fráköst í leiknum sem Pelicans vann 126-110. E'Twaun Moore átti sinn besta leik á tímabilinu og setti niður 30 stig til þess að binda enda á sex leikja sigurgöngu Raptors. Hann skoraði úr 13 af 18 skotum sínum og var því með rúmlega 70 prósenta nýtingu. Anthony Davis powers the @PelicansNBA to victory with 25 PTS & a season-high 20 REBS! #DoItBigpic.twitter.com/X2SHSOSleT — NBA (@NBA) November 13, 2018Úrslit næturinnar: Washington Wizards - Orlandon Magic 117-109 Miami Heat - Philadelphia 76ers 114-124 Toronto Raptors - New Orleans Pelicans 110-126 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 98-103 Memphis Grizzlies - Utah Jazz 88-96 Minnesota Timberwolves - Brooklyn Nets 120-113 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 118-101 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 104-99 LA Clippers - Golden State Warriors 121-116
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira