Fær ekki að yfirgefa landið sjálfviljugur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. nóvember 2018 19:30 Guðmundur Einarsson er formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. Vísir Flóttamaður hér á landi getur ekki nýtt lagalegan rétt sinn til að yfirgefa landið sjálfviljugur þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í vörslu sinni. Þess í stað verður hann fluttur úr landi nauðugur á morgun til lands þar sem hann segist vera ofsóttur. Um er að ræða flóttamann frá Azerbaijan. Hann kom hingað til lands og sótti um hæli en umsókn hans var synjað. Við komuna til landsins var vegabréfið tekið af honum og er það enn í vörslu stjórnvalda samkvæmt formanni sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. „Í Azerbaijan eru 97 prósent þjóðarinnar múslimar. Þrjú prósent þjóðarinnar eru kristnir og hann er í þeim hópi og þeir eru ofsóttir af meirihlutanum,“ segir Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. Þegar ljóst var að hann yrði sendur úr landi lýsti hann yfir vilja til að yfirgefa landið sjálfviljugur og fara til Rússlands þar sem hann telur sig öruggan. En í 2.mgr 104.gr. laga um útlendinga kemur fram að Útlendingastofnun skuli veita útlendingi frest í 7-30 daga til að yfirgefa landið sjálfviljugur. Hann getur þó ekki nýtt þennan lagalega rétt sinn þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í sinni vörslu. Þess í stað verður hann fluttur aftur til Azerbaijan í fyrramálið þar sem hann á von á frekari ofsóknum. Guðmundur segir það skjóta skökku við að slíkur lagalegur réttur sé fyrir hendi þegar einstaklingum er gert það ókleift að nýta hann. „Það er spurning hvernig farið er með mannréttindi manna sem eiga erfitt með að verja sig. Mér þykir miður að eiga heima í svoleiðis landi,“ segir Guðmundur. Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Flóttamaður hér á landi getur ekki nýtt lagalegan rétt sinn til að yfirgefa landið sjálfviljugur þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í vörslu sinni. Þess í stað verður hann fluttur úr landi nauðugur á morgun til lands þar sem hann segist vera ofsóttur. Um er að ræða flóttamann frá Azerbaijan. Hann kom hingað til lands og sótti um hæli en umsókn hans var synjað. Við komuna til landsins var vegabréfið tekið af honum og er það enn í vörslu stjórnvalda samkvæmt formanni sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. „Í Azerbaijan eru 97 prósent þjóðarinnar múslimar. Þrjú prósent þjóðarinnar eru kristnir og hann er í þeim hópi og þeir eru ofsóttir af meirihlutanum,“ segir Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. Þegar ljóst var að hann yrði sendur úr landi lýsti hann yfir vilja til að yfirgefa landið sjálfviljugur og fara til Rússlands þar sem hann telur sig öruggan. En í 2.mgr 104.gr. laga um útlendinga kemur fram að Útlendingastofnun skuli veita útlendingi frest í 7-30 daga til að yfirgefa landið sjálfviljugur. Hann getur þó ekki nýtt þennan lagalega rétt sinn þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í sinni vörslu. Þess í stað verður hann fluttur aftur til Azerbaijan í fyrramálið þar sem hann á von á frekari ofsóknum. Guðmundur segir það skjóta skökku við að slíkur lagalegur réttur sé fyrir hendi þegar einstaklingum er gert það ókleift að nýta hann. „Það er spurning hvernig farið er með mannréttindi manna sem eiga erfitt með að verja sig. Mér þykir miður að eiga heima í svoleiðis landi,“ segir Guðmundur.
Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira