Yfirvofandi uppsagnir á vinnumarkaði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 13:37 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Anton Brink Samkvæmt könnun Samtaka Atvinnulífsins má eiga von á að tæplega þrjú þúsund manns verði sagt upp á næstu þremur mánuðum, en síðustu 90 daga hefur 3100 starfsmönnum verði sagt upp störfum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur áhyggjur af þróuninni. Undanfarnar vikur hefur borið á uppsögnum fyrirtækja í fjölmiðlum en niðurstaða könnunar sem Samtök atvinnulífsins lét gera á meðal aðildarfyrirtækja sinna gefur til kynna að 3100 manns hafi verið sagt upp á síðustu þremur mánuðum. Þar af 2600 síðustu þrjátíu daga. Í tilkynningu frá Samtökum Atvinnulífsins kom meðal annars fram að fyrirtækin áætluðu að 2800 manns verði sagt upp á næstu þremur mánuðum. „Við vitum að það er mikil eftirspurn eftir fólki í flestum atvinnugreinum í landinu. Hins vegar heyrum við það, bæði á félagsmönnum SA og annarra í atvinnulífinu, að hagræðingarferli hefur verið í gangi í talsverðan tíma og þetta virðist renna stoðum undir það,“ segir Halldór Benjamín. Niðurstöðurnar eru settar fram með fyrirvara um að ekki er spurt um nýráðningar né áform fyrirtækja um ráðningar næstu mánuði. „Ég hygg að svona að sviptingar í efnahagslífinu ríma ágætlega við það sem við heyrum í fjölmiðlum og samtölum við okkar félagsmenn. Ég get ekki sagt við ykkur á þessum tímapunkti hvort það séu frekari uppsagnir í farvatninu. En sú þróun sem að birtist okkur í þessari könnun er eitthvað sem enginn við sjá, hvorki Verkalýðshreyfingin né atvinnurekendur,“ segir hann. Komu þessar niðurstöður þér á óvart? „Já, þær koma mér á óvart að hluta til. Kannski sér í lagi þar sem við Íslendingar eru einfaldlega þannig gerðir að við viljum allir sem vilja vinna geti undið. Atvinnuleysi er eitur í beinum okkar og þess vegna vona ég að framvindan verði öðruvísi en þarna er dregin upp,“ segir hann. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Samkvæmt könnun Samtaka Atvinnulífsins má eiga von á að tæplega þrjú þúsund manns verði sagt upp á næstu þremur mánuðum, en síðustu 90 daga hefur 3100 starfsmönnum verði sagt upp störfum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur áhyggjur af þróuninni. Undanfarnar vikur hefur borið á uppsögnum fyrirtækja í fjölmiðlum en niðurstaða könnunar sem Samtök atvinnulífsins lét gera á meðal aðildarfyrirtækja sinna gefur til kynna að 3100 manns hafi verið sagt upp á síðustu þremur mánuðum. Þar af 2600 síðustu þrjátíu daga. Í tilkynningu frá Samtökum Atvinnulífsins kom meðal annars fram að fyrirtækin áætluðu að 2800 manns verði sagt upp á næstu þremur mánuðum. „Við vitum að það er mikil eftirspurn eftir fólki í flestum atvinnugreinum í landinu. Hins vegar heyrum við það, bæði á félagsmönnum SA og annarra í atvinnulífinu, að hagræðingarferli hefur verið í gangi í talsverðan tíma og þetta virðist renna stoðum undir það,“ segir Halldór Benjamín. Niðurstöðurnar eru settar fram með fyrirvara um að ekki er spurt um nýráðningar né áform fyrirtækja um ráðningar næstu mánuði. „Ég hygg að svona að sviptingar í efnahagslífinu ríma ágætlega við það sem við heyrum í fjölmiðlum og samtölum við okkar félagsmenn. Ég get ekki sagt við ykkur á þessum tímapunkti hvort það séu frekari uppsagnir í farvatninu. En sú þróun sem að birtist okkur í þessari könnun er eitthvað sem enginn við sjá, hvorki Verkalýðshreyfingin né atvinnurekendur,“ segir hann. Komu þessar niðurstöður þér á óvart? „Já, þær koma mér á óvart að hluta til. Kannski sér í lagi þar sem við Íslendingar eru einfaldlega þannig gerðir að við viljum allir sem vilja vinna geti undið. Atvinnuleysi er eitur í beinum okkar og þess vegna vona ég að framvindan verði öðruvísi en þarna er dregin upp,“ segir hann.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira