„Þetta er til háborinnar skammar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2018 10:15 Ökumaðurinn spændi upp mosann. Mynd/Skjáskot. „Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. Ef marka má myndir á samfélagsmiðlum var hópurinn sem sést í myndbandinu á ferð hér á landi í lok september. Lesandi sendi inn ábendingu um utanvegaaksturinn eftir að myndband af honum var hlaðið upp á Instagram. Segir í ábendingunni að ferðamaðurinn hafi fyrst birt myndbandið á Instagram-reikningi sínum en síðar eytt því. Sjá má hluta af myndbandinu hér að neðan.Eins og sjá má er utanvegaaksturinn einstaklega grófur en ökumaður bílsins spólar fram og til baka í mosa, líklega á Suðurlandi ef marka má myndir af ferðalagi hópsins.Bíllinn var sem fyrr segir tekinn á leigu hjá City Car Rental og þar á bæ eru menn miður sín yfir framferði ferðamannsins.„Þetta er til háborinnar skammmar og mér þótti þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður í samtali við Vísi en hann hafði þá séð fréttir af utanvegaakstrinum. Hann segir að fyrirtækið leggi mikla áherslu á að fræða þá sem taki bíla á leigu hjá þeim að utanvegaakstur sé stranglega bannaður hér á landi.„Við reynum að gera allt sem við getum. Við höfum mjög strangar reglur að fólk keyri ekki utan vegar,“ segir Sigurður sem bætir við að allir þeir sem taki bíl á leigu hjá fyrirtækinu fái upplýsingar þess efnis.Ógerlegt er þó fyrir bílaleigur að hafa stjórn á þeim sem leigja bíla eftir að út á vegi er komið.„Ég veit ekki hvað er í höfðinu á þessu fólki þegar það er komið land. Ef ég sæi þessi teikn á fólki þegar ég leigi þeim bíla fengi viðkomandi ekki að leigja bíl,“ segir Sigurður. „Það er bara eins og það grípi þá eitthvað æði.“Utanvegaakstur varðar sektum eða fangelsien á vef Umhverfisstofnunarsegir að svo virðist sem að slíkur akstur sé vaxandi vandamál hér á landi. Litið sé alvarlegum augum á hann enda geti gáleysislegur akstur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að ganga til baka.Í sumar báðust franskir ferðamenn afsökunar á utanvegaakstri í Kerlingarfjöllum. Þurftu ökumennirnir að greiða 200 þúsund krónur í sekt hvor, samtals 400 þúsund. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 300 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur frönsku ferðamannanna Ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá um helgina. 13. ágúst 2018 14:06 Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51 Löguðu skemmdir frönsku ferðamannanna Ferðaklúbburinn 4x4 gerði sér ferð til Kerlingarfjalla í þeim tilgangi að laga skemmdir eftir utanvegaakstur franskra ferðamanna. 14. ágúst 2018 23:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. Ef marka má myndir á samfélagsmiðlum var hópurinn sem sést í myndbandinu á ferð hér á landi í lok september. Lesandi sendi inn ábendingu um utanvegaaksturinn eftir að myndband af honum var hlaðið upp á Instagram. Segir í ábendingunni að ferðamaðurinn hafi fyrst birt myndbandið á Instagram-reikningi sínum en síðar eytt því. Sjá má hluta af myndbandinu hér að neðan.Eins og sjá má er utanvegaaksturinn einstaklega grófur en ökumaður bílsins spólar fram og til baka í mosa, líklega á Suðurlandi ef marka má myndir af ferðalagi hópsins.Bíllinn var sem fyrr segir tekinn á leigu hjá City Car Rental og þar á bæ eru menn miður sín yfir framferði ferðamannsins.„Þetta er til háborinnar skammmar og mér þótti þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður í samtali við Vísi en hann hafði þá séð fréttir af utanvegaakstrinum. Hann segir að fyrirtækið leggi mikla áherslu á að fræða þá sem taki bíla á leigu hjá þeim að utanvegaakstur sé stranglega bannaður hér á landi.„Við reynum að gera allt sem við getum. Við höfum mjög strangar reglur að fólk keyri ekki utan vegar,“ segir Sigurður sem bætir við að allir þeir sem taki bíl á leigu hjá fyrirtækinu fái upplýsingar þess efnis.Ógerlegt er þó fyrir bílaleigur að hafa stjórn á þeim sem leigja bíla eftir að út á vegi er komið.„Ég veit ekki hvað er í höfðinu á þessu fólki þegar það er komið land. Ef ég sæi þessi teikn á fólki þegar ég leigi þeim bíla fengi viðkomandi ekki að leigja bíl,“ segir Sigurður. „Það er bara eins og það grípi þá eitthvað æði.“Utanvegaakstur varðar sektum eða fangelsien á vef Umhverfisstofnunarsegir að svo virðist sem að slíkur akstur sé vaxandi vandamál hér á landi. Litið sé alvarlegum augum á hann enda geti gáleysislegur akstur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að ganga til baka.Í sumar báðust franskir ferðamenn afsökunar á utanvegaakstri í Kerlingarfjöllum. Þurftu ökumennirnir að greiða 200 þúsund krónur í sekt hvor, samtals 400 þúsund.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 300 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur frönsku ferðamannanna Ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá um helgina. 13. ágúst 2018 14:06 Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51 Löguðu skemmdir frönsku ferðamannanna Ferðaklúbburinn 4x4 gerði sér ferð til Kerlingarfjalla í þeim tilgangi að laga skemmdir eftir utanvegaakstur franskra ferðamanna. 14. ágúst 2018 23:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
300 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur frönsku ferðamannanna Ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá um helgina. 13. ágúst 2018 14:06
Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51
Löguðu skemmdir frönsku ferðamannanna Ferðaklúbburinn 4x4 gerði sér ferð til Kerlingarfjalla í þeim tilgangi að laga skemmdir eftir utanvegaakstur franskra ferðamanna. 14. ágúst 2018 23:15