Flokkur fólksins vill Karl Gauta og Ólaf frá Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2018 19:01 Karl Gauti (t.v.) og Ólafur (t.h.) hreyfðu ekki mótmælum þegar þingmenn Miðflokksins jusu fúkyrðum yfir Ingu Sæland, formann flokks þeirra. Vísir/Vilhelm Stjórn Flokks fólksins skorar á Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson að segja af sér sem þingmenn flokksins og láta af öðrum trúnaðarstörfum. Báðir voru þeir viðstaddir umræður á bar þar sem þingmenn Miðflokksins höfðu uppi óviðeigandi orð um Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn flokksins sem formaðurinn Inga Sæland ritar undir. Inga segir að boltinn sé nú hjá þeim Karli Gauta og Ólafi og að næstu skref verði ákveðin á stjórnarfundi á morgun klukkan 14. Ekki hefur náðst í þá Karl Gauta og Ólaf. Karl Gauti og Ólafur viku af fundi stjórnarinnar nú síðdegis eftir að þeir höfðu gert grein fyrir máli sínu. Karl Gauti sagði Vísi síðdegis að fundurinn hefði verið harkalegur og einhverjir hefðu minnst á möguleikann á afsögnum. Sjálfur sagðist Karl Gauti ætla að sitja áfram sem þingmaður. Á upptöku sem Stundin og DV birtu fyrst fréttir upp úr í gær var haft eftir Karli Gauta að Inga væri ekki starfi sínu vaxin. Hvorki hann né Ólafur gerðu athugasemdir þegar þingmenn Miðflokksins höfðu uppi stór og á tíðum klámfengin orð um Ingu. Ólafur sagði við fréttamann Stöðvar 2 í dag að hann hefði ekki sagt neitt á upptökunum sem gæfi tilefni til að hann segði af sér. Gaf hann ekki skýr svör um hvers vegna hann hefði ekki gert athugasemdir við orð miðflokksmanna.Að neðan má lesa tilkynningu stjórnar Flokks fólksins í heild sinni:Stjórn Flokks fólksins samþykkir einróma að skora á alþingismennina Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason að segja af sér þingmennsku ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Stjórn flokksins kemur saman á ný á morgun, 30. nóvember klukkan 14:00, þar sem næstu skref verða tekin.Fyrir hönd stjórnar flokksins,Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason viku af fundi stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna eftir að hafa gert grein fyrir sínu máli. 29. nóvember 2018 18:32 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Stjórn Flokks fólksins skorar á Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson að segja af sér sem þingmenn flokksins og láta af öðrum trúnaðarstörfum. Báðir voru þeir viðstaddir umræður á bar þar sem þingmenn Miðflokksins höfðu uppi óviðeigandi orð um Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn flokksins sem formaðurinn Inga Sæland ritar undir. Inga segir að boltinn sé nú hjá þeim Karli Gauta og Ólafi og að næstu skref verði ákveðin á stjórnarfundi á morgun klukkan 14. Ekki hefur náðst í þá Karl Gauta og Ólaf. Karl Gauti og Ólafur viku af fundi stjórnarinnar nú síðdegis eftir að þeir höfðu gert grein fyrir máli sínu. Karl Gauti sagði Vísi síðdegis að fundurinn hefði verið harkalegur og einhverjir hefðu minnst á möguleikann á afsögnum. Sjálfur sagðist Karl Gauti ætla að sitja áfram sem þingmaður. Á upptöku sem Stundin og DV birtu fyrst fréttir upp úr í gær var haft eftir Karli Gauta að Inga væri ekki starfi sínu vaxin. Hvorki hann né Ólafur gerðu athugasemdir þegar þingmenn Miðflokksins höfðu uppi stór og á tíðum klámfengin orð um Ingu. Ólafur sagði við fréttamann Stöðvar 2 í dag að hann hefði ekki sagt neitt á upptökunum sem gæfi tilefni til að hann segði af sér. Gaf hann ekki skýr svör um hvers vegna hann hefði ekki gert athugasemdir við orð miðflokksmanna.Að neðan má lesa tilkynningu stjórnar Flokks fólksins í heild sinni:Stjórn Flokks fólksins samþykkir einróma að skora á alþingismennina Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason að segja af sér þingmennsku ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Stjórn flokksins kemur saman á ný á morgun, 30. nóvember klukkan 14:00, þar sem næstu skref verða tekin.Fyrir hönd stjórnar flokksins,Inga Sæland formaður Flokks fólksins.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason viku af fundi stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna eftir að hafa gert grein fyrir sínu máli. 29. nóvember 2018 18:32 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason viku af fundi stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins vegna Klaustursupptakanna eftir að hafa gert grein fyrir sínu máli. 29. nóvember 2018 18:32