„Þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 18:22 Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. vísir/vilhelm Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 starfsmönnum Airport Associates var sagt störfum í dag og er fjöldi þeirra þeirra í Verslunarmannafélaginu. Fyrirtækið er stærsti þjónustuaðili WOW air. „Það var nú eiginlega fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða fyrir einhverjum vikum síðan. En tíðindi morgunsins þegar það lá ljóst fyrir að Icelandair myndi ekki kaupa WOW gerði það að verkum að þetta fyrirtæki varð að grípa til einhverra varúðarráðstafana. Þær því miður fólust í því að 237 einstaklingum var sagt upp störfum núna áðan,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Hann segir að ef allt færi á versta veg með gjaldþroti WOW air þá er þetta niðurstaðan. „Já, ef allt færi á versta veg þá er þetta niðurstaðan. En ef eiganda WOW air gengur eitthvað að selja fyrirtækið eins og hann er að lýsa yfir að komi til greina þá mun einhver hópur af þessum 237 verða endurráðinn. Hversu stóran vitum við ekki núna en vonandi tekst mönnum eitthvað í þessu.“Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.Mynd/Bein leiðStarfsmenn Airport Associates eru með mislangan uppsagnarfrest að sögn Guðbrands. Það fari eftir því í hvaða stéttarfélagi starfsfólk er í og hversu lengi það hefur starfað hjá fyrirtækinu. Hann segir að allir séu nú að leita leita til að láta höggið verða eins dempað og hægt er, eins og hann orðar það. „Þó að þetta sé auðvitað bara skelfileg staða að fá þetta í andlitið svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðbrandur. Hann segir að mikið af erlendum starfsmönnum sem séu búsettir í Reykjanesbæ hafi misst vinnuna. Aðspurður hvort að það hafi komið á óvart að svo mikill fjöldi hafi misst vinnuna segir hann svo vera. „Fyrirtækið var búið að segja við okkur að hugsanlega væri hægt að halda ráðningarsamningi við alla með ýmsum aðgerðum ef þetta færi þannig að Icelandair myndi kaupa WOW air. Þrátt fyrir að það væri verið að fækka flugvélum um fjórar en þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða. Okkur datt ekki í hug að þetta yrði nánast helmingurinn af starfsmannafjölda fyrirtækisins. Það er auðvitað rosalegt högg.“ Icelandair Reykjanesbær WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 starfsmönnum Airport Associates var sagt störfum í dag og er fjöldi þeirra þeirra í Verslunarmannafélaginu. Fyrirtækið er stærsti þjónustuaðili WOW air. „Það var nú eiginlega fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða fyrir einhverjum vikum síðan. En tíðindi morgunsins þegar það lá ljóst fyrir að Icelandair myndi ekki kaupa WOW gerði það að verkum að þetta fyrirtæki varð að grípa til einhverra varúðarráðstafana. Þær því miður fólust í því að 237 einstaklingum var sagt upp störfum núna áðan,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Hann segir að ef allt færi á versta veg með gjaldþroti WOW air þá er þetta niðurstaðan. „Já, ef allt færi á versta veg þá er þetta niðurstaðan. En ef eiganda WOW air gengur eitthvað að selja fyrirtækið eins og hann er að lýsa yfir að komi til greina þá mun einhver hópur af þessum 237 verða endurráðinn. Hversu stóran vitum við ekki núna en vonandi tekst mönnum eitthvað í þessu.“Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.Mynd/Bein leiðStarfsmenn Airport Associates eru með mislangan uppsagnarfrest að sögn Guðbrands. Það fari eftir því í hvaða stéttarfélagi starfsfólk er í og hversu lengi það hefur starfað hjá fyrirtækinu. Hann segir að allir séu nú að leita leita til að láta höggið verða eins dempað og hægt er, eins og hann orðar það. „Þó að þetta sé auðvitað bara skelfileg staða að fá þetta í andlitið svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðbrandur. Hann segir að mikið af erlendum starfsmönnum sem séu búsettir í Reykjanesbæ hafi misst vinnuna. Aðspurður hvort að það hafi komið á óvart að svo mikill fjöldi hafi misst vinnuna segir hann svo vera. „Fyrirtækið var búið að segja við okkur að hugsanlega væri hægt að halda ráðningarsamningi við alla með ýmsum aðgerðum ef þetta færi þannig að Icelandair myndi kaupa WOW air. Þrátt fyrir að það væri verið að fækka flugvélum um fjórar en þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða. Okkur datt ekki í hug að þetta yrði nánast helmingurinn af starfsmannafjölda fyrirtækisins. Það er auðvitað rosalegt högg.“
Icelandair Reykjanesbær WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00
237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11