Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2018 12:02 Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. visir/vilhelm Nú fyrir stundu sendu þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkonur frá sér yfirlýsingu í kjölfar fundar þeirra. Þær lásu yfirlýsinguna líka upp á Alþingi og má sjá upptöku frá því hér að neðan. Þar fordæma þær þau orð sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla á frægum Klaustur bar fundi 20. nóvember. Þær segja ummælin lýsa skammarlegum viðhorfum og þingmennirnir sem um ræðir hafi gerst sig seka um stæka kvenfyrirlitningu. Þingkonurnar gera þá kröfu að málið verði tekið upp í forsætisnefnd.Í samtali við Vísi sagðist Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, vera í áfalli vegna téðra ummæla og sagðist gera ráð fyrir því að þetta yrði til umfjöllunar í forsætisnefnd þegar á mánudag komandi, sem og á fundi þingflokksformanna. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Ummæli þau sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla 20. nóvember á Klaustri lýsa skammarlegum viðhorfum til kvenna og við lítum þau verulega alvarlegum augum. Það er algjörlega ólíðandi að karlar í valdastöðum sýni slíka kvenfyrirlitningu og tjái sig á jafn niðrandi hátt um konur og samkynhneigða. Þá skiptir einu hvort um er að ræða pólitíska andstæðinga eða samherja. Ummæli þessi opinbera viðkomandi þingmenn og dæma sig sjálf. Hegðun þeirra er ekki til þess fallin að auka virðingu almennings á Alþingi eða á stjórnmálamönnum og setur samstarf og trúnað í uppnám.Við fordæmum ummælin og munum óska eftir því að málið verði tekið upp í forsætisnefnd. Að lokum viljum við minna á eftirfarandi siðareglur sem við þingmenn höfum öll undirgengist: Meginreglur um hátterni. 5. gr. Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: a. rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika, b. taka ákvarðanir í almannaþágu, c. ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, d. nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, e. ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra, f. greina frá öllum hagsmunum sem máli skipta og varða opinbert starf þeirra og leggja sig fram um að leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almannahag að leiðarljósi, g. efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi. Hátternisskyldur. 7. gr. Þingmenn skulu í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stemmningin á Alþingi í morgun Þingmenn komu saman á Alþingi í morgun í skugga Klaustursupptakanna. 29. nóvember 2018 11:51 „Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Nú fyrir stundu sendu þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkonur frá sér yfirlýsingu í kjölfar fundar þeirra. Þær lásu yfirlýsinguna líka upp á Alþingi og má sjá upptöku frá því hér að neðan. Þar fordæma þær þau orð sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla á frægum Klaustur bar fundi 20. nóvember. Þær segja ummælin lýsa skammarlegum viðhorfum og þingmennirnir sem um ræðir hafi gerst sig seka um stæka kvenfyrirlitningu. Þingkonurnar gera þá kröfu að málið verði tekið upp í forsætisnefnd.Í samtali við Vísi sagðist Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, vera í áfalli vegna téðra ummæla og sagðist gera ráð fyrir því að þetta yrði til umfjöllunar í forsætisnefnd þegar á mánudag komandi, sem og á fundi þingflokksformanna. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Ummæli þau sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla 20. nóvember á Klaustri lýsa skammarlegum viðhorfum til kvenna og við lítum þau verulega alvarlegum augum. Það er algjörlega ólíðandi að karlar í valdastöðum sýni slíka kvenfyrirlitningu og tjái sig á jafn niðrandi hátt um konur og samkynhneigða. Þá skiptir einu hvort um er að ræða pólitíska andstæðinga eða samherja. Ummæli þessi opinbera viðkomandi þingmenn og dæma sig sjálf. Hegðun þeirra er ekki til þess fallin að auka virðingu almennings á Alþingi eða á stjórnmálamönnum og setur samstarf og trúnað í uppnám.Við fordæmum ummælin og munum óska eftir því að málið verði tekið upp í forsætisnefnd. Að lokum viljum við minna á eftirfarandi siðareglur sem við þingmenn höfum öll undirgengist: Meginreglur um hátterni. 5. gr. Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: a. rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika, b. taka ákvarðanir í almannaþágu, c. ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, d. nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, e. ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra, f. greina frá öllum hagsmunum sem máli skipta og varða opinbert starf þeirra og leggja sig fram um að leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almannahag að leiðarljósi, g. efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi. Hátternisskyldur. 7. gr. Þingmenn skulu í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stemmningin á Alþingi í morgun Þingmenn komu saman á Alþingi í morgun í skugga Klaustursupptakanna. 29. nóvember 2018 11:51 „Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Stemmningin á Alþingi í morgun Þingmenn komu saman á Alþingi í morgun í skugga Klaustursupptakanna. 29. nóvember 2018 11:51
„Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42
Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56