„Síðan vaknaði ég eina nóttina og gat hvorki hreyft legg né lið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2018 10:30 Þórunn og Harry eiga í dag eina stúlku. Þeir sem fylgjast með lífstílsbloggurum þekkja eflaust Þórunni Ívarsdóttur flugfreyju en hún hefur í gegnum tíðina verið óhrædd að segja frá sjúkdómi sínum sem kallast endómetríósa, þeim áhrifum sem hann hefur og erfileikunum við það að eignast barn. Sindri Sindrason ræddi við Þórunni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er 29 ára í dag og þegar ég var 25 ára var ég greind með endómetríósu og var ég búin að finna fyrir einkennum síðan ég var svona 21 árs,“ segir Þórunn. „Ég var eitthvað búin að google því ég var svo sárþjáð þegar ég var með þessi einkenni. Ég endaði oft á heimasíðu samtaka um endómetríósu en síðan vaknaði ég eina nóttina og gat hvorki hreyft legg né lið og það eina sem ég hugsaði er að núna hringi ég á sjúkrabíl.“Mikið áfall Legslímuflakk eða endómetríósa (e. endometriosis) er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegur kringumstæðum fara þessar frumur út úr líkamanum við blæðingar. Frumurnar sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærunum og mynda þar legslímuflakk sem síðan veldur bólgum og blöðrumyndun. Frumurnar í legslímuflakki bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkt og þær gera á sínum eðlilega stað í leginu og blæðingar eiga sér stað. Í staðinn fyrir að fara út úr líkamanum kemst blóðið ekki í burtu og myndast oft blöðrur á þessum stöðum.Þórunn opnar sig um sjúkdóminn.„Fyrsta aðgerðin var gerð 2015 og hún er bara gerð til að greina sjúkdóminn og þá er bara rétt verið að skoða því læknar vilja sjá sjúkdóminn. Þarna fer ég í aðgerð til að greina sjúkdóminn og er aðeins verið að brenna fyrir einhverja samgróninga. Maður er eiginlega bara á getnaðarvörn til að halda þessu niðri þangað til maður fer í aðgerð. Læknirinn segir við mig að ég ætti strax að fara huga að barneignum því það gæti orðið vandamál. Þarna fer ég í algjört áfall og aldrei vitað að þetta yrði eitthvað vandamál.“ Hún segir að þarna hafi hún verið í sambandi með Harry Sampsted í um eitt ár. „Þetta var rosalega snemmt í okkar sambandi en ég verð ólétt strax en ég missi þá fóstur. Þó að þetta hafi verið ógeðslega leiðinlegt þá var alltaf smá vonarglæta að þetta myndi ganga.“Hefur hjálpað fjölmörgum konum Þarna var Þórunn búin að fara í eina aðgerð og fór síðan í aðra árið 2017. „Legið mitt var eiginlega samgróið við ristilinn og þar er verið að losa allt í sundur. Þar er farið inn í eggjastokk, blaðra tekin og allt gert og ég hef eiginlega verið einkennalaus síðan,“ segir Þórunn og bætir við að þarna hafi þau aftur reynt að verða ólétt. Þeim var bent á það að reyna í þrjá mánuði en síðan væri sniðugt að athuga með aðra möguleika eins og glasa frjóvgun. Eftir tæplega þrjá mánuði varð Þórunn síðan ólétt og gleðin því mikil. Þórunn vill opna umræðuna um þennan nýviðurkennda sjúkdóm. „Fyrir konur sem eru kannski yngri en ég og vita ekki hvað er að hrjá þær. Ég veit það nú þegar að ég er búin að hjálpa ótrúlega mörgum konum eftir að ég opnaði mig með þetta. Það er ekkert eðlilegt að vera með brjálæðislega mikla túrverki svo þú getir ekki stundað vinnu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Þórunni. Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Þeir sem fylgjast með lífstílsbloggurum þekkja eflaust Þórunni Ívarsdóttur flugfreyju en hún hefur í gegnum tíðina verið óhrædd að segja frá sjúkdómi sínum sem kallast endómetríósa, þeim áhrifum sem hann hefur og erfileikunum við það að eignast barn. Sindri Sindrason ræddi við Þórunni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er 29 ára í dag og þegar ég var 25 ára var ég greind með endómetríósu og var ég búin að finna fyrir einkennum síðan ég var svona 21 árs,“ segir Þórunn. „Ég var eitthvað búin að google því ég var svo sárþjáð þegar ég var með þessi einkenni. Ég endaði oft á heimasíðu samtaka um endómetríósu en síðan vaknaði ég eina nóttina og gat hvorki hreyft legg né lið og það eina sem ég hugsaði er að núna hringi ég á sjúkrabíl.“Mikið áfall Legslímuflakk eða endómetríósa (e. endometriosis) er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegur kringumstæðum fara þessar frumur út úr líkamanum við blæðingar. Frumurnar sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærunum og mynda þar legslímuflakk sem síðan veldur bólgum og blöðrumyndun. Frumurnar í legslímuflakki bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkt og þær gera á sínum eðlilega stað í leginu og blæðingar eiga sér stað. Í staðinn fyrir að fara út úr líkamanum kemst blóðið ekki í burtu og myndast oft blöðrur á þessum stöðum.Þórunn opnar sig um sjúkdóminn.„Fyrsta aðgerðin var gerð 2015 og hún er bara gerð til að greina sjúkdóminn og þá er bara rétt verið að skoða því læknar vilja sjá sjúkdóminn. Þarna fer ég í aðgerð til að greina sjúkdóminn og er aðeins verið að brenna fyrir einhverja samgróninga. Maður er eiginlega bara á getnaðarvörn til að halda þessu niðri þangað til maður fer í aðgerð. Læknirinn segir við mig að ég ætti strax að fara huga að barneignum því það gæti orðið vandamál. Þarna fer ég í algjört áfall og aldrei vitað að þetta yrði eitthvað vandamál.“ Hún segir að þarna hafi hún verið í sambandi með Harry Sampsted í um eitt ár. „Þetta var rosalega snemmt í okkar sambandi en ég verð ólétt strax en ég missi þá fóstur. Þó að þetta hafi verið ógeðslega leiðinlegt þá var alltaf smá vonarglæta að þetta myndi ganga.“Hefur hjálpað fjölmörgum konum Þarna var Þórunn búin að fara í eina aðgerð og fór síðan í aðra árið 2017. „Legið mitt var eiginlega samgróið við ristilinn og þar er verið að losa allt í sundur. Þar er farið inn í eggjastokk, blaðra tekin og allt gert og ég hef eiginlega verið einkennalaus síðan,“ segir Þórunn og bætir við að þarna hafi þau aftur reynt að verða ólétt. Þeim var bent á það að reyna í þrjá mánuði en síðan væri sniðugt að athuga með aðra möguleika eins og glasa frjóvgun. Eftir tæplega þrjá mánuði varð Þórunn síðan ólétt og gleðin því mikil. Þórunn vill opna umræðuna um þennan nýviðurkennda sjúkdóm. „Fyrir konur sem eru kannski yngri en ég og vita ekki hvað er að hrjá þær. Ég veit það nú þegar að ég er búin að hjálpa ótrúlega mörgum konum eftir að ég opnaði mig með þetta. Það er ekkert eðlilegt að vera með brjálæðislega mikla túrverki svo þú getir ekki stundað vinnu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Þórunni.
Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“