Allar bækurnar lætur Bjarni prenta í útlöndum og segir hann að bækurnar séu af fjölbreyttum toga. Skáldsögur, ljóðabækur, ævisögur, örsögur og stærri fræðiverk eru á meðal þess sem er gefið út fyrir þessu jól. Hann er stoltur af afrakstrinum og þykir starfið afar skemmtilegt.
En staða bókarinnar, hvernig er hún að mati Bjarna?
„Hún er auðvitað erfið eins og bóka um allan heim en fréttir af andláti bókarinnar eru nú mjög orðum auknar“.
En hvar lætur Bjarni prenta bækurnar sínar?
„Langmest er þetta prentað núna í Norður Þýskalandi en það eru líka prentstaðir eins og Bosnía, Lettland þó við höfum ekki bundið okkur við neitt sérstakt land. Ég verð auðvitað að játa það að ég prenta þetta allt erlendis eins og greinin í heild sinni en það er afleiðing af þessari ofhitnun samfélagsins, þá gerist þetta“.
Bjarni segist eiga von á þokkalegum bókajólum þó hann segist ekki gera ráð fyrir að bóksalir séu að rétta strax úr kútnum eftir kreppu síðustu ára.
