Biskup fólksins Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Enginn verður óbarinn biskup. Það mátti segja um Jón biskup Vídalín sem fæddist að Görðum á Álftanesi 1666 og samdi mest lesnu bók landsins á 18. og 19. öld; Vídalínspostillu sem í ár er 300 ára. Vinsældir þessa rits stöfuðu af því að þar voru sett orð á lifaðan veruleika landsmanna um leið og afstaða var tekin með fátækum gegn gírugu yfirvaldi. Barnungur hafði Jón misst Þorkel föður sinn sem var prestur að Görðum og hrakist í fátækt ásamt Margréti móður sinni og systkinum. Fyrir dugnað og afburða gáfur komst hann í Skálholtsskóla og lauk þar námi á þremur árum. Vann svo við sjósókn og önnur störf til að komast til guðfræðináms í Kaupmannahöfn. Fjárvana endaði hann í danska hernum og átti þar erfiða daga uns móður hans tókst að fá hann leystan heim. Hann var prestur að Görðum þegar hann var kjörinn biskup í Skálholti þrítugur að aldri. Við upphaf 18. aldar gengu hörmungatímar yfir landið með frostavetrum auk þess sem stórabóla lagðist á landslýð og felldi fjórðung þjóðarinnar. Lést þá m.a. dóttir Jóns og Sigríðar konu hans, en þau eignuðust tvær dætur sem báðar létust í bernsku. Jón var ekki bara orðsins maður, heldur var hann stórtækur búmaður og úrræðagóður. Voru þau Sigríður samhent og þekkt fyrir gestrisni sína, einkum gagnvart munaðarlausum börnum og fátækum. Kjarni Vídalínspostillu er vonin og réttlætið. Vonarljósið sem ekkert myrkur getur kæft í sál þess sem afhendir vilja sinn Guði og krafan um að menn iðki réttlæti og notfæri sér ekki náungann í gróðaskyni. Saga Jóns Vídalíns er saga af áfallaþroska. Erfið æska, basl og barnamissir gerði hann ekki bitran heldur vitran og umhyggjusaman svo hugarþel hans nærði þjóðina um langan aldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Enginn verður óbarinn biskup. Það mátti segja um Jón biskup Vídalín sem fæddist að Görðum á Álftanesi 1666 og samdi mest lesnu bók landsins á 18. og 19. öld; Vídalínspostillu sem í ár er 300 ára. Vinsældir þessa rits stöfuðu af því að þar voru sett orð á lifaðan veruleika landsmanna um leið og afstaða var tekin með fátækum gegn gírugu yfirvaldi. Barnungur hafði Jón misst Þorkel föður sinn sem var prestur að Görðum og hrakist í fátækt ásamt Margréti móður sinni og systkinum. Fyrir dugnað og afburða gáfur komst hann í Skálholtsskóla og lauk þar námi á þremur árum. Vann svo við sjósókn og önnur störf til að komast til guðfræðináms í Kaupmannahöfn. Fjárvana endaði hann í danska hernum og átti þar erfiða daga uns móður hans tókst að fá hann leystan heim. Hann var prestur að Görðum þegar hann var kjörinn biskup í Skálholti þrítugur að aldri. Við upphaf 18. aldar gengu hörmungatímar yfir landið með frostavetrum auk þess sem stórabóla lagðist á landslýð og felldi fjórðung þjóðarinnar. Lést þá m.a. dóttir Jóns og Sigríðar konu hans, en þau eignuðust tvær dætur sem báðar létust í bernsku. Jón var ekki bara orðsins maður, heldur var hann stórtækur búmaður og úrræðagóður. Voru þau Sigríður samhent og þekkt fyrir gestrisni sína, einkum gagnvart munaðarlausum börnum og fátækum. Kjarni Vídalínspostillu er vonin og réttlætið. Vonarljósið sem ekkert myrkur getur kæft í sál þess sem afhendir vilja sinn Guði og krafan um að menn iðki réttlæti og notfæri sér ekki náungann í gróðaskyni. Saga Jóns Vídalíns er saga af áfallaþroska. Erfið æska, basl og barnamissir gerði hann ekki bitran heldur vitran og umhyggjusaman svo hugarþel hans nærði þjóðina um langan aldur.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun