Magnaðir loftfimleikar hjá leikmanni Seattle Seahawks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2018 11:00 Chris Carson á flugi. Vísir/Getty Chris Carson, hlaupari hjá Seattle Seahawks, átti örugglega tilþrif helgarinnar í NFL-deildinni en hann sýndi þá mögnuð fimleikatilþrif í einu hlaupa sinna upp völlinn. Seattle Seahawks vann mikilvægan 30-27 sigur á Carolina Panthers á útivelli en bæði lið þurfa á hverjum sigri að halda í baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninni. Sebastian Janikowski tryggði Seattle sigurinn með því að skora vallarmark um leið og tíminn rann út. Skömmu áður hafði sparkari Carolina Panthers klikkað á því að koma sínu liði þremur stigum yfir. En aftur að tilþrifum Chris Carson. Það var ekki nóg með að hann spilar stöðu þar sem menn verða að sameina sprengikraft, hraða og styrk til að komast áfram upp völlinn þá sýndi þessi karftmikli leikmaður mikinn liðleika og stjórn á líkamanum. Chris Carson ætlaði að hoppa yfir einn varnarmann Carolina Panthers en sá hinn sami snéri honum í loftinu. Flestir hefðu búist við því að þá biði Carson slæmur skellur á jörðinni en aldeilis ekki. Chris Carson snérist í heilan hring en lenti aftur á fótunum og hélt för sinni áfram. Hann hélt líka á boltanum allan tímann. Það má sjá þessa mögnuðu loftfimleika hér fyrir neðan. Chris Carson var spurður út í þetta eftir leik. Hann svaraði: „Ég veit bara ekkert hvað ég var að hugsa þarna.“Chris Carson just hurdled a defender, did a front flip, then stuck the landing #SEAvsCARpic.twitter.com/90cYbSpEaH — FOX Sports (@FOXSports) November 25, 2018 NFL Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Chris Carson, hlaupari hjá Seattle Seahawks, átti örugglega tilþrif helgarinnar í NFL-deildinni en hann sýndi þá mögnuð fimleikatilþrif í einu hlaupa sinna upp völlinn. Seattle Seahawks vann mikilvægan 30-27 sigur á Carolina Panthers á útivelli en bæði lið þurfa á hverjum sigri að halda í baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninni. Sebastian Janikowski tryggði Seattle sigurinn með því að skora vallarmark um leið og tíminn rann út. Skömmu áður hafði sparkari Carolina Panthers klikkað á því að koma sínu liði þremur stigum yfir. En aftur að tilþrifum Chris Carson. Það var ekki nóg með að hann spilar stöðu þar sem menn verða að sameina sprengikraft, hraða og styrk til að komast áfram upp völlinn þá sýndi þessi karftmikli leikmaður mikinn liðleika og stjórn á líkamanum. Chris Carson ætlaði að hoppa yfir einn varnarmann Carolina Panthers en sá hinn sami snéri honum í loftinu. Flestir hefðu búist við því að þá biði Carson slæmur skellur á jörðinni en aldeilis ekki. Chris Carson snérist í heilan hring en lenti aftur á fótunum og hélt för sinni áfram. Hann hélt líka á boltanum allan tímann. Það má sjá þessa mögnuðu loftfimleika hér fyrir neðan. Chris Carson var spurður út í þetta eftir leik. Hann svaraði: „Ég veit bara ekkert hvað ég var að hugsa þarna.“Chris Carson just hurdled a defender, did a front flip, then stuck the landing #SEAvsCARpic.twitter.com/90cYbSpEaH — FOX Sports (@FOXSports) November 25, 2018
NFL Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira