Tvöhundruð manns gengu í ljósagöngu UN Women Sylvía Hall skrifar 25. nóvember 2018 21:33 Dagurinn markar upphaf alþjóðlegs sextán daga átaks sem miðar að því að útrýma ofbeldi gegn konum og stúlkum. Birta Rán Björgvinsdóttir Ljósaganga UN Women fór fram í dag á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf alþjóðlegs sextán daga átaks sem miðar að því að útrýma ofbeldi gegn konum og stúlkum. Í fréttatilkynningu frá UN Women segir að um það bil tvöhundruð manns hafi tekið þátt í göngunni í dag sem var gengin frá Arnarhóli. Yfirskrift göngunnar í ár var #hearmetoo sem er tilvísun í byltingar á borð við #MeToo og #TimesUp en #HearMeToo er tileinkuð þeim konum sem búa ekki við frelsi til þess að tjá sig um það misrétti sem þær eru beittar.Birta Rán BjörgvinsdóttirKyndilberar ljósagöngu UN Women í ár voru Sigrún Sif Jóelsdóttir, Olga Ólafsdóttir, Hjördís Svan og Hildur Björk Hörpudóttir en það var Sigrún Sif sem flutti hugvekju fyrir þeirra hönd. Sigrún Sif tók þátt í herferðinni Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur sem UN Women á Íslandi stóð fyrir fyrr á árinu. Sjá einnig: Herferð UN Women sett af stað með áhrifamiklu myndbandi Aðalmyndband herferðarinnar byggði að stórum hluta á sögu Sigrúnar en þar kaus hún að koma ekki fram undir nafni. Stuttu síðar steig hún fram til að undirstrika þau skilaboð að kynbundið ofbeldi er nær en fólk heldur. Hugvekju Sigrúnar má lesa í fullri lengd hér að neðan:„Ég stend hérna í dag með þessum sterku konum sem eiga það allar sameiginlegt að hafa barist gegn ofbeldi á konum og börnum. Ég veit þú ert að hlusta. Samt ætla ég að biðja þig að setja allt sem þú heldur að þú vitir um mig og hvað ég ætla að segja til hliðar. Geymdu það í smá stund. Þegar ég greini frá því ofbeldi sem ég varð fyrir af hendi barnsföður míns, í þeim tilgangi að verja mig og barnið mitt, bregst hið opinbera við með því að saka mig um að beita barnið ranglæti með því að greina frá lífsreynslu okkar.Heimilisofbeldismálið sem er enn í rannsókn lögreglu kallar löglærður fulltrúi sýslumanns „tilhæfulausar ásakanir“. Sýslumaður telur að áhyggjur mínar af ofbeldi séu vanvirðandi háttsemi og hún hafi valdið vanlíðan barnsins. Sýslumaður hafði áður sektað mig um milljón í dagsektir eftir gerðarbeiðni föður og tilkynnti mig þess vegna samdægurs til barnaverndar vegna gruns um ofbeldi og vanviðrandi háttsemi mína gagnvart barninu. Án þess að aðstæður væru kannaðar eða talað væri við barnið. Sýslumannsfulltrúinn með umboð ríkisvaldsins er talsmaður þess að löggjafarvaldið ætti að heimila að setja konur eins og mig í fangelsi í allt að fimm ár og að forsjá færist sjálfkrafa til föður. Fimm ár eru langur tími í lífi barns.Á Íslandi árið 2018 er ekki litið á konur sem jafningja karla þegar á reynir. Móðir og barn eru svipt réttinum til að verjast ofbeldi, móðirin er skömmuð og réttarákvörðun um líf þeirra flækir þau fastar í ofbeldið. Eða hvar er réttlætið í því að föður er staðfastlega ætlað gerræði í lífi móður og barns á kostnað grundvallarmannréttinda þeirra.Mæður og börn eru stödd í samfélagslegri martröð þar sem yfirvöld senda þolendum ofbeldis þau skilaboð að þeim sé ekki trúað. Þeirra sjónarmið og þeirra líf hafi ekki vægi til móts við kröfur yfirvalda. Konur og börn fá þau skilaboð að kerfið, þetta ókunnuga fullorðna fólk, muni ekki koma þeim til hjálpar, muni ekki vernda þau, vilji þvinga þau aftur inn í ofbeldið.„Til hvers vorum við eiginlega að segja frá?“ spyr kona sem fimm ára gömul sagði móður sinni frá því að faðir hennar hefði misnotað hana kynferðislega. Móðirin flúði á endanum með börnin úr landi, en sneri aftur stuttu síðar vegna hótana um að hún yrði beitt dagsektum. Í þvingaðri umgengni braut faðirinn kynferðislega á yngri systur þessarar konu. Árið 2018 situr móðir í húsi sýslumanns með lokaskýrslu úr Barnahúsi í höndunum sem staðfestir framburð barna hennar um að faðir hafi brotið gegn þeim báðum kynferðislega. Löglærður fulltrúi segir við hana “það er alltaf reynt að koma á umgengni alveg sama hvað”. Samkvæmt úrskurði á móðir að „gæta þess að börnin finni einungis fyrir jákvæðu viðhorfi til föður og fái hvatningu frá henni til að umgangast föður“ og dómsmálaráðuneytið telur þurfa „komast að því hver raunverulegur vilji barnanna sé og hvort það kunni að vera að hann sé litaður af neikvæðum viðhorfum móður í garð föður“. Er þetta samfélagið sem okkur dreymir um? Er þetta arfleifðin okkar? Erum við að gleyma einhverju?Afneitun og þöggun á ofbeldi stríðir gegn lífinu sjálfu. Mannveran komst ekki af vegna þess að hún hleypur hraðast dýra, er með beittustu tennurnar eða aflmesta skrokkinn. Manneskjan lifir af vegna hæfni sinnar til samvinnu og samkenndar. Forystu úlfynjan gengur aftast í úlfahópnum til að gæta þess að þeir smærri og veikbyggðari komist leiðar sinnar. Það eru ekki þeir sem eru með stærsta egóið og eigingjörnustu genin sem lifa af og byggja farsælt samfélag. Þeir lifa af sem standa vörð um lífið. Kynbundið ofbeldi er nær þér en þú heldur og kemur okkur öllum við. Þú þarft ekkert að gera, annað en bara það sem varst að gera núna. Hlusta og kannski segja; mér þykir leitt að þú þurftir að ganga í gegnum þetta. Þetta er ekki í lagi. Við viljum ekki hafa þetta svona.“ MeToo Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Ljósaganga UN Women fór fram í dag á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf alþjóðlegs sextán daga átaks sem miðar að því að útrýma ofbeldi gegn konum og stúlkum. Í fréttatilkynningu frá UN Women segir að um það bil tvöhundruð manns hafi tekið þátt í göngunni í dag sem var gengin frá Arnarhóli. Yfirskrift göngunnar í ár var #hearmetoo sem er tilvísun í byltingar á borð við #MeToo og #TimesUp en #HearMeToo er tileinkuð þeim konum sem búa ekki við frelsi til þess að tjá sig um það misrétti sem þær eru beittar.Birta Rán BjörgvinsdóttirKyndilberar ljósagöngu UN Women í ár voru Sigrún Sif Jóelsdóttir, Olga Ólafsdóttir, Hjördís Svan og Hildur Björk Hörpudóttir en það var Sigrún Sif sem flutti hugvekju fyrir þeirra hönd. Sigrún Sif tók þátt í herferðinni Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur sem UN Women á Íslandi stóð fyrir fyrr á árinu. Sjá einnig: Herferð UN Women sett af stað með áhrifamiklu myndbandi Aðalmyndband herferðarinnar byggði að stórum hluta á sögu Sigrúnar en þar kaus hún að koma ekki fram undir nafni. Stuttu síðar steig hún fram til að undirstrika þau skilaboð að kynbundið ofbeldi er nær en fólk heldur. Hugvekju Sigrúnar má lesa í fullri lengd hér að neðan:„Ég stend hérna í dag með þessum sterku konum sem eiga það allar sameiginlegt að hafa barist gegn ofbeldi á konum og börnum. Ég veit þú ert að hlusta. Samt ætla ég að biðja þig að setja allt sem þú heldur að þú vitir um mig og hvað ég ætla að segja til hliðar. Geymdu það í smá stund. Þegar ég greini frá því ofbeldi sem ég varð fyrir af hendi barnsföður míns, í þeim tilgangi að verja mig og barnið mitt, bregst hið opinbera við með því að saka mig um að beita barnið ranglæti með því að greina frá lífsreynslu okkar.Heimilisofbeldismálið sem er enn í rannsókn lögreglu kallar löglærður fulltrúi sýslumanns „tilhæfulausar ásakanir“. Sýslumaður telur að áhyggjur mínar af ofbeldi séu vanvirðandi háttsemi og hún hafi valdið vanlíðan barnsins. Sýslumaður hafði áður sektað mig um milljón í dagsektir eftir gerðarbeiðni föður og tilkynnti mig þess vegna samdægurs til barnaverndar vegna gruns um ofbeldi og vanviðrandi háttsemi mína gagnvart barninu. Án þess að aðstæður væru kannaðar eða talað væri við barnið. Sýslumannsfulltrúinn með umboð ríkisvaldsins er talsmaður þess að löggjafarvaldið ætti að heimila að setja konur eins og mig í fangelsi í allt að fimm ár og að forsjá færist sjálfkrafa til föður. Fimm ár eru langur tími í lífi barns.Á Íslandi árið 2018 er ekki litið á konur sem jafningja karla þegar á reynir. Móðir og barn eru svipt réttinum til að verjast ofbeldi, móðirin er skömmuð og réttarákvörðun um líf þeirra flækir þau fastar í ofbeldið. Eða hvar er réttlætið í því að föður er staðfastlega ætlað gerræði í lífi móður og barns á kostnað grundvallarmannréttinda þeirra.Mæður og börn eru stödd í samfélagslegri martröð þar sem yfirvöld senda þolendum ofbeldis þau skilaboð að þeim sé ekki trúað. Þeirra sjónarmið og þeirra líf hafi ekki vægi til móts við kröfur yfirvalda. Konur og börn fá þau skilaboð að kerfið, þetta ókunnuga fullorðna fólk, muni ekki koma þeim til hjálpar, muni ekki vernda þau, vilji þvinga þau aftur inn í ofbeldið.„Til hvers vorum við eiginlega að segja frá?“ spyr kona sem fimm ára gömul sagði móður sinni frá því að faðir hennar hefði misnotað hana kynferðislega. Móðirin flúði á endanum með börnin úr landi, en sneri aftur stuttu síðar vegna hótana um að hún yrði beitt dagsektum. Í þvingaðri umgengni braut faðirinn kynferðislega á yngri systur þessarar konu. Árið 2018 situr móðir í húsi sýslumanns með lokaskýrslu úr Barnahúsi í höndunum sem staðfestir framburð barna hennar um að faðir hafi brotið gegn þeim báðum kynferðislega. Löglærður fulltrúi segir við hana “það er alltaf reynt að koma á umgengni alveg sama hvað”. Samkvæmt úrskurði á móðir að „gæta þess að börnin finni einungis fyrir jákvæðu viðhorfi til föður og fái hvatningu frá henni til að umgangast föður“ og dómsmálaráðuneytið telur þurfa „komast að því hver raunverulegur vilji barnanna sé og hvort það kunni að vera að hann sé litaður af neikvæðum viðhorfum móður í garð föður“. Er þetta samfélagið sem okkur dreymir um? Er þetta arfleifðin okkar? Erum við að gleyma einhverju?Afneitun og þöggun á ofbeldi stríðir gegn lífinu sjálfu. Mannveran komst ekki af vegna þess að hún hleypur hraðast dýra, er með beittustu tennurnar eða aflmesta skrokkinn. Manneskjan lifir af vegna hæfni sinnar til samvinnu og samkenndar. Forystu úlfynjan gengur aftast í úlfahópnum til að gæta þess að þeir smærri og veikbyggðari komist leiðar sinnar. Það eru ekki þeir sem eru með stærsta egóið og eigingjörnustu genin sem lifa af og byggja farsælt samfélag. Þeir lifa af sem standa vörð um lífið. Kynbundið ofbeldi er nær þér en þú heldur og kemur okkur öllum við. Þú þarft ekkert að gera, annað en bara það sem varst að gera núna. Hlusta og kannski segja; mér þykir leitt að þú þurftir að ganga í gegnum þetta. Þetta er ekki í lagi. Við viljum ekki hafa þetta svona.“
MeToo Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira