Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2018 16:57 Halldóra Mogensen, formaður Velferðarnefndar og flutningsmaður þingsályktunartillögunnar. Skjáskot/Stöð 2 Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Halldóra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag.Í þingsályktunartillögunni er heilbrigðisráðherra falið að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps á Íslandi. Flutningsmenn tillögunnar eru auk Halldóru þau Björn Leví Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson Sara Elísa Þórðardóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.Hvers vegna vill Halldóra að þetta skref sé tekið? „Miklar breytingar að eiga sér stað út í heimi, fleiri og fleiri lönd sem eru að leyfa þetta. Rannsóknir og notendur hafa talað um hvað efnið er að hjálpa þeim,“ segir Halldóra. Með notendum á Halldóra við veikt fólk sem sækir í læknahamp og neyðist til að gera það ólöglega. Halldóra segir að ekki ætti að gera það fólk að glæpamönnum fyrir það að nýta sér lyf í veikindum sínum.Í greinargerð við þingsályktunartillöguna er lögð áhersla á að ræktendur lyfjahamps fái að gera það í friði, ef málið verður að frumvarpi, hver ætti að sjá um ræktun plöntunnar í lækningaskyni?„Ég veit það ekki. Hugmyndin var sú að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa þetta og leggja fram frumvarp. Í undirbúningi þarf að fara í rannsóknarvinnu, tala við sérfræðinga og fagaðila. Fá þá aðila að borðinu og komast að því hvernig er best að gera þetta á Íslandi,“ segir Halldóra.„Mismunandi er hvernig lönd gera þetta. Ef við ætlum að lögleiða kannabis til lyfjanotkunar, eða lyfjahamp eins og ég kalla þetta í tillögunni, þá er betra ef við getum ræktað þetta sjálf hér heima, í stað þess að flytja þetta inn. Þá er þetta bæði ódýrara og umhverfisvænna,“ sagði Halldóra enn fremur.En er þingsályktunartillagan dulin leið til að lögleiða kannabisefni fullkomlega? Það er ekki tilgangurinn með tillögunni, tilgangurinn er að vekja umræðu. Borist hafa mjög áhugaverðar umsagnir um málið, til dæmis frá Lyfjafræðingafélagi Íslands sem sagði að umræðan í þjóðfélaginu væri of skammt á veg komin til að fara í þessar aðgerðir núna. Halldóra segist geta tekið undir þessa gagnrýni en stefnir að því að velferðarnefnd taki málið fyrir eftir áramót. Halldóra sem er formaður Velferðarnefndar segist vonast eftir því að geta fengið til dæmis landlækni og erlenda sérfræðinga fyrir nefndina. Í þónokkrum ríkjum Bandaríkjanna og í Kanada í heild sinni hefur skrefið verið tekið til fulls. Er það eitthvað sem gæti gerst á Íslandi? Halldóra segir að það sé óhjákvæmileg þróun. Píratar hafi talað fyrir afglæpavæðingu sem snýr að því að ekki sé refsað fyrir vörslu neysluskammta. Halldóra segir Ísland eftir á í þessum efnum og ætti að fylgjast með öðrum löndum. Halldóra segir að í löndum þar sem kannabis er lögleitt er minna um neyslu barna og ópíóðanotkun sem minni í löndum sem leyfa notkun kannabis í lækningaskyni. Ekki forgangsmál Pírata á þinginu Halldóra segir að í þetta skipti sé málið ekki forgangsmál hjá þingflokki Pírata, umræðan sé ekki komin nógu langt. Tilgangur tillögunnar hafi eingöngu verið eins og áður segir að skapa umræður í þjóðfélaginu. Stj.mál Víglínan Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Halldóra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag.Í þingsályktunartillögunni er heilbrigðisráðherra falið að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps á Íslandi. Flutningsmenn tillögunnar eru auk Halldóru þau Björn Leví Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson Sara Elísa Þórðardóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.Hvers vegna vill Halldóra að þetta skref sé tekið? „Miklar breytingar að eiga sér stað út í heimi, fleiri og fleiri lönd sem eru að leyfa þetta. Rannsóknir og notendur hafa talað um hvað efnið er að hjálpa þeim,“ segir Halldóra. Með notendum á Halldóra við veikt fólk sem sækir í læknahamp og neyðist til að gera það ólöglega. Halldóra segir að ekki ætti að gera það fólk að glæpamönnum fyrir það að nýta sér lyf í veikindum sínum.Í greinargerð við þingsályktunartillöguna er lögð áhersla á að ræktendur lyfjahamps fái að gera það í friði, ef málið verður að frumvarpi, hver ætti að sjá um ræktun plöntunnar í lækningaskyni?„Ég veit það ekki. Hugmyndin var sú að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa þetta og leggja fram frumvarp. Í undirbúningi þarf að fara í rannsóknarvinnu, tala við sérfræðinga og fagaðila. Fá þá aðila að borðinu og komast að því hvernig er best að gera þetta á Íslandi,“ segir Halldóra.„Mismunandi er hvernig lönd gera þetta. Ef við ætlum að lögleiða kannabis til lyfjanotkunar, eða lyfjahamp eins og ég kalla þetta í tillögunni, þá er betra ef við getum ræktað þetta sjálf hér heima, í stað þess að flytja þetta inn. Þá er þetta bæði ódýrara og umhverfisvænna,“ sagði Halldóra enn fremur.En er þingsályktunartillagan dulin leið til að lögleiða kannabisefni fullkomlega? Það er ekki tilgangurinn með tillögunni, tilgangurinn er að vekja umræðu. Borist hafa mjög áhugaverðar umsagnir um málið, til dæmis frá Lyfjafræðingafélagi Íslands sem sagði að umræðan í þjóðfélaginu væri of skammt á veg komin til að fara í þessar aðgerðir núna. Halldóra segist geta tekið undir þessa gagnrýni en stefnir að því að velferðarnefnd taki málið fyrir eftir áramót. Halldóra sem er formaður Velferðarnefndar segist vonast eftir því að geta fengið til dæmis landlækni og erlenda sérfræðinga fyrir nefndina. Í þónokkrum ríkjum Bandaríkjanna og í Kanada í heild sinni hefur skrefið verið tekið til fulls. Er það eitthvað sem gæti gerst á Íslandi? Halldóra segir að það sé óhjákvæmileg þróun. Píratar hafi talað fyrir afglæpavæðingu sem snýr að því að ekki sé refsað fyrir vörslu neysluskammta. Halldóra segir Ísland eftir á í þessum efnum og ætti að fylgjast með öðrum löndum. Halldóra segir að í löndum þar sem kannabis er lögleitt er minna um neyslu barna og ópíóðanotkun sem minni í löndum sem leyfa notkun kannabis í lækningaskyni. Ekki forgangsmál Pírata á þinginu Halldóra segir að í þetta skipti sé málið ekki forgangsmál hjá þingflokki Pírata, umræðan sé ekki komin nógu langt. Tilgangur tillögunnar hafi eingöngu verið eins og áður segir að skapa umræður í þjóðfélaginu.
Stj.mál Víglínan Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira