Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2018 08:00 Facebook lenti illa í Cambridge Analytica-hneykslinu. Nordicphotos/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. Sektin nemur 500 þúsund pundum, andvirði um áttatíu milljóna króna, og mat stofnunin það svo að fyrirtækið hefði með markvissum hætti sankað að sér persónulegum upplýsingum notenda. Frá því The New York Times, The Guardian og The Observer komu upp um hneykslið fyrr á árinu, sem tengist notkun greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á téðum gögnum í pólitískum tilgangi, hefur Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, komið fyrir bandaríska þingið en hafnað því að koma fyrir það breska. Breska stofnunin er þó sú eina sem hefur beitt refsiaðgerðum gegn fyrirtæki Zuckerbergs vegna málsins. Stofnunin komst að því að Facebook hafi „á ósanngjarnan hátt“ safnað gögnum milljónar Breta og mistekist að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir. Í tilkynningu sem Facebook sendi frá sér sagði að fyrirtækið hefði viljað gera meira til að fyrirbyggja málið en breska stofnunin hefði ekki sýnt fram á að persónulegar upplýsingar Breta hafi verið sendar Cambridge Analytica og notaðar í pólitískum tilgangi. „Þannig byggist rökstuðningurinn ekki lengur á Cambridge Analytica-málinu heldur grundvallarhugmyndum um það hvernig eigi að deila upplýsingum á netinu. Það er mun stærra mál og höfum við því ákveðið að áfrýja. Samkvæmt kenningum stofnunarinnar mætti fólk til dæmis ekki áframsenda tölvupóst eða skilaboð án samþykkis allra annarra sem sendu eða áframsendu téð skilaboð.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. Sektin nemur 500 þúsund pundum, andvirði um áttatíu milljóna króna, og mat stofnunin það svo að fyrirtækið hefði með markvissum hætti sankað að sér persónulegum upplýsingum notenda. Frá því The New York Times, The Guardian og The Observer komu upp um hneykslið fyrr á árinu, sem tengist notkun greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á téðum gögnum í pólitískum tilgangi, hefur Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, komið fyrir bandaríska þingið en hafnað því að koma fyrir það breska. Breska stofnunin er þó sú eina sem hefur beitt refsiaðgerðum gegn fyrirtæki Zuckerbergs vegna málsins. Stofnunin komst að því að Facebook hafi „á ósanngjarnan hátt“ safnað gögnum milljónar Breta og mistekist að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir. Í tilkynningu sem Facebook sendi frá sér sagði að fyrirtækið hefði viljað gera meira til að fyrirbyggja málið en breska stofnunin hefði ekki sýnt fram á að persónulegar upplýsingar Breta hafi verið sendar Cambridge Analytica og notaðar í pólitískum tilgangi. „Þannig byggist rökstuðningurinn ekki lengur á Cambridge Analytica-málinu heldur grundvallarhugmyndum um það hvernig eigi að deila upplýsingum á netinu. Það er mun stærra mál og höfum við því ákveðið að áfrýja. Samkvæmt kenningum stofnunarinnar mætti fólk til dæmis ekki áframsenda tölvupóst eða skilaboð án samþykkis allra annarra sem sendu eða áframsendu téð skilaboð.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira