„Góður Garðabær“ – Íbúalýðræði aukið Sigríður Hulda Jónsdóttir og Almar Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Garðabær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að setja sér lýðræðisstefnu árið 2010. Alla tíð síðan hefur íbúasamráð skipað veigamikinn sess í störfum bæjarins. Síðastliðin fjögur ár voru til dæmis haldnir 37 opnir íbúa-, samráðs- og kynningarfundir. Nýverið samþykkti bæjarstjórn tillögu undirritaðra sem miðar að því að efla enn frekar íbúasamráð með því að setja það í formfastari farveg og leita nýrra leiða í samtali við íbúa. Sterk tengsl við íbúa eru mikilvæg Grundvallarskylda sveitarstjórna er að taka ákvarðanir með hliðsjón af þörfum og hagsmunum íbúa og sveitarfélagsins í heild eins og fram kemur í nýútkominni handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Sterk tengsl við íbúa sem þekkja eigin nærumhverfi best skapar forsendur fyrir samráðsmenningu og farsælli ákvarðanatöku. Íbúasamráð á að vera fastur liður í stjórnkerfi sveitarfélaga. Rannsóknir bæði hérlendis og erlendis sýna að sveitarstjórnir sem koma sér upp samráðsmenningu njóta meira trausts meðal íbúa og þar ríkir meiri ánægja með stjórnun og þjónustu. Íbúasamráð og bæjarbragur Undir heitinu „Góður Garðabær“ mun Garðabær með markvissum hætti skilgreina leiðir til að auka enn frekar íbúasamráð, m.a. með því að íbúar skilgreini sjálfir verkefni og kjósi síðan um hvaða verkefni eiga að hljóta framgang. Þannig verður leitað til bæjarbúa varðandi hugmyndir að nýframkvæmdum og/eða viðhaldsverkefnum með áherslu á öryggi bæjarbúa, hreyfi- og leikmöguleika og aukin lífsgæði í nærumhverfi og hverfum. Einnig verður lögð áhersla á verkefni sem efla bæjarbraginn í heild sinni. Tillagan felur í sér að þegar á næsta ári verði stigið skref í þessa átt með því að verja ákveðinni fjárhæð í málið sem hægt verður að hækka þegar reynsla er komin á vinnulagið og árangur verklagsins verður sýnilegur. Markmiðið er að efla með markvissum hætti lýðræðisleg vinnubrögð í sveitarfélaginu og verja fé til framkvæmda eftir forgangsröðun íbúanna sjálfra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Garðabær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að setja sér lýðræðisstefnu árið 2010. Alla tíð síðan hefur íbúasamráð skipað veigamikinn sess í störfum bæjarins. Síðastliðin fjögur ár voru til dæmis haldnir 37 opnir íbúa-, samráðs- og kynningarfundir. Nýverið samþykkti bæjarstjórn tillögu undirritaðra sem miðar að því að efla enn frekar íbúasamráð með því að setja það í formfastari farveg og leita nýrra leiða í samtali við íbúa. Sterk tengsl við íbúa eru mikilvæg Grundvallarskylda sveitarstjórna er að taka ákvarðanir með hliðsjón af þörfum og hagsmunum íbúa og sveitarfélagsins í heild eins og fram kemur í nýútkominni handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Sterk tengsl við íbúa sem þekkja eigin nærumhverfi best skapar forsendur fyrir samráðsmenningu og farsælli ákvarðanatöku. Íbúasamráð á að vera fastur liður í stjórnkerfi sveitarfélaga. Rannsóknir bæði hérlendis og erlendis sýna að sveitarstjórnir sem koma sér upp samráðsmenningu njóta meira trausts meðal íbúa og þar ríkir meiri ánægja með stjórnun og þjónustu. Íbúasamráð og bæjarbragur Undir heitinu „Góður Garðabær“ mun Garðabær með markvissum hætti skilgreina leiðir til að auka enn frekar íbúasamráð, m.a. með því að íbúar skilgreini sjálfir verkefni og kjósi síðan um hvaða verkefni eiga að hljóta framgang. Þannig verður leitað til bæjarbúa varðandi hugmyndir að nýframkvæmdum og/eða viðhaldsverkefnum með áherslu á öryggi bæjarbúa, hreyfi- og leikmöguleika og aukin lífsgæði í nærumhverfi og hverfum. Einnig verður lögð áhersla á verkefni sem efla bæjarbraginn í heild sinni. Tillagan felur í sér að þegar á næsta ári verði stigið skref í þessa átt með því að verja ákveðinni fjárhæð í málið sem hægt verður að hækka þegar reynsla er komin á vinnulagið og árangur verklagsins verður sýnilegur. Markmiðið er að efla með markvissum hætti lýðræðisleg vinnubrögð í sveitarfélaginu og verja fé til framkvæmda eftir forgangsröðun íbúanna sjálfra.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar