Tyson rotaði þá heimsmeistarann Trevor Berbick í annarri lotu. Tyson var þá aðeins 20 ára, fjögurra mánaða og 22 daga gamall. Yngsti þungavigtarmeistarinn frá upphafi.
Yfirburðir Tyson í bardaganum voru miklir og hann náði að kýla Berbick niður strax í fyrstu lotu. Berbick gerði lítið annað en að reyna að lifa af eins lengi og hann gæti.
Bardaginn fór fram á Hilton-hótelinu í Las Vegas og bardaginn var auglýstur undir slagorðinu Dómsdagur.