Fótbolti

Börn flóttamanna geta hjálpað ítalska landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Luciano Spalletti.
Luciano Spalletti. vísir/getty
Ítalska knattspyrnulandsliðið hefur verið í lægð og Luciano Spalletti, þjálfari Inter, hefur kallað eftir átaki í að koma börnum flóttamanna í fótbolta.

Margir sérfræðingar hafa reynt að greina vandann í ítalska boltanum og Spalletti er sammála þeirri leið sem núverandi landsliðsþjálfari, Roberto Mancini, er að fara.

„Mancini hefur kosið að fara þá leið að spila sóknarbolta. Treysta á gæði og tækni. Við þurfum á því að halda því við verðum undir í slag þar sem reynir á líkamlegan styrk,“ sagði Spalletti og talar svo um mikilvægi barna flóttamanna.

„Börn flóttamanna geta hjálpað ítölskum fótbolta. Sjáið bara Þýskaland og Frakkland sem unnu HM með mikilvægum leikmönnum sem eru börn flóttamanna. Það gæti verið lykilatriði fyrir okkur að hlúa að þessum hópi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×