Ekki talað um gerendur og þolendur Lovísa Arnardóttir skrifar 22. nóvember 2018 09:00 Margrét Júlía Rafnsdóttir. Vinátta hófst sem tilraunaverkefni í sex leikskólum en er nú í um helmingi allra leikskóla. Auk þess hefur það verið þróað fyrir yngri bekki grunnskóla. Á næsta ári verður svo kynnt viðbót fyrir allra yngstu börnin á aldrinum 0-3 ára. Margrét Júlía Rafnsdóttir er verkefnisstjóri verkefnisins hjá Barnaheillum og segir í samtali við Fréttablaðið að henni hafi fundist verkefnið spennandi því það er byrjað snemma þegar börnin eru ung og að verkefnið og árangur þess hafi verið vel rannsakað, bæði í Danmörku þaðan sem það er upprunnið og hér á Íslandi eftir að því var komið á fót. „Þangað til þetta efni kemur þá er aðallega verið að vinna með inngrip og hvað eigi að gera til að bregðast við. Þannig hafa verkefnin gjarnan verið. En þá er skaðinn skeður og jafnvel búinn að vera að magnast upp í langan tíma, jafnvel mánuði eða ár, og fengið að þróast óáreitt því enginn hefur tekið eftir eða verið að fylgjast með hópnum í heild,“ segir Margrét. Hún útskýrir að öll umræða um gerendur og þolendur hafi verið tekin úr umræðu í verkefninu. „Vegna þess að það er engin sérstök týpa sem er gerandi eða þolandi. Það er engin ein týpa sem gæti lent í einelti. Það er kannski einhver sem er fórnarlamb eineltis í einhverju ákveðnum aðstæðum en í öðrum aðstæðum er hann það kannski ekki,“ segir Margrét. Hún segir að það sé þó alls ekki þannig að það sé ekki verið að vinna með hegðun barnanna. Í stað þess að líta einungis á slæma hegðun er einnig lögð áhersla á styrkleika þeirra. „Auðvitað þarf að vinna með hegðun hjá börnunum. Þau eiga ekkert að komast upp með hvað sem er. Við leggjum því áherslu á, alltaf þegar upp koma einhverjar aðstæður meðal barna sem þarf að hjálpa þeim að leysa, þá eiga allir að koma út með reisn. Ekki búa til sökudólg og fórnarlamb,“ segir Margrét. Eins er ekki endilega lögð áhersla á að komast að því hver hafi byrjað og hver eigi að biðja hvern afsökunar. „Þá erum við að velta okkur upp úr stöðunni. Börn lenda í alls konar árekstrum og það stoðar ekkert endilega alltaf að kafa ofan í hvert mál fyrir sig , heldur er mikilvægt að halda áfram,“ segir Margrét. Hún segir að þess vegna fyrst og fremst lögð áhersla á góðan skólabrag í verkefninu. Hver skóli fær tösku með verkfærum auk þess sem kennarar og aðrir starfsmenn skólanna eru beðnir að setja upp ákveðin gleraugu um hvernig þau horfa á samskipti krakkanna og hvernig þau geti komið í veg fyrir að samskipti verði slæm. Í hverri tösku er síðan að finna bangsann Blæ, sem er táknmynd verkefnisins og vináttunnar. Blær getur verið af hvaða kyni sem er. Auk þess fá börnin öll sinn eigin bangsa. „Það hefur hjálpað þeim mikið. Þau treysta bangsa fyrir alls konar hlutum og svo er bangsinn notaður í alls konar verkefnum. Það verða hugrenningatengsl. Ef eitthvert barn er að skilja út undan þá fer það barn sem er skilið út undan að sækja bangsann sinn. Þá horfir hitt barnið og skilur: O, já, nei, þú mátt vera með,“ segir Margrét. Hún segir að leikskólarnir séu búnir að hjálpa þeim hvað mest við að koma verkefninu á framfæri. „Það er svo gaman fyrir okkur sem erum að halda námskeiðið. Það er svo mikil gleði og ánægja. Við erum svo þakklátar fyrir hversu vel leikskólinn hefur tekið þessu og leggur sitt á vogarskálarnar til að koma í veg fyrir einelti og bæta samskipti barna. Það er nú heila málið,“ segir Margrét. Hún segir að börnin séu farin að þekkja verkefnið og þegar þau skipta yfir í grunnskóla séu þau jafnvel farin að biðja um það og segir að margir kennarar tali um að það hjálpi með yfirfærsluna úr leik- í grunnskóla. „Í einum skóla í Kópavogi sagði einn kennarinn að hún hefði aldrei fengið annan eins árgang. Svo mikil samhygð og þau hjálpast að og þau þökkuðu það því að þau hefðu komið úr þessi verkefni,“ segir hún. Margrét segir að verkefnið sé öllum opið sem hafi áhuga og að næsta námskeið verði haldið þann 29. nóvember. Enn sé hægt að skrá sig á heimasíðu Barnaheilla. „Þetta er algert ævintýri þetta verkefni. Ég vona að sem flestir leikskólar verði komnir með þetta innan fárra ára, það verður enginn svikinn af því,“ segir Margrét að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Vinátta hófst sem tilraunaverkefni í sex leikskólum en er nú í um helmingi allra leikskóla. Auk þess hefur það verið þróað fyrir yngri bekki grunnskóla. Á næsta ári verður svo kynnt viðbót fyrir allra yngstu börnin á aldrinum 0-3 ára. Margrét Júlía Rafnsdóttir er verkefnisstjóri verkefnisins hjá Barnaheillum og segir í samtali við Fréttablaðið að henni hafi fundist verkefnið spennandi því það er byrjað snemma þegar börnin eru ung og að verkefnið og árangur þess hafi verið vel rannsakað, bæði í Danmörku þaðan sem það er upprunnið og hér á Íslandi eftir að því var komið á fót. „Þangað til þetta efni kemur þá er aðallega verið að vinna með inngrip og hvað eigi að gera til að bregðast við. Þannig hafa verkefnin gjarnan verið. En þá er skaðinn skeður og jafnvel búinn að vera að magnast upp í langan tíma, jafnvel mánuði eða ár, og fengið að þróast óáreitt því enginn hefur tekið eftir eða verið að fylgjast með hópnum í heild,“ segir Margrét. Hún útskýrir að öll umræða um gerendur og þolendur hafi verið tekin úr umræðu í verkefninu. „Vegna þess að það er engin sérstök týpa sem er gerandi eða þolandi. Það er engin ein týpa sem gæti lent í einelti. Það er kannski einhver sem er fórnarlamb eineltis í einhverju ákveðnum aðstæðum en í öðrum aðstæðum er hann það kannski ekki,“ segir Margrét. Hún segir að það sé þó alls ekki þannig að það sé ekki verið að vinna með hegðun barnanna. Í stað þess að líta einungis á slæma hegðun er einnig lögð áhersla á styrkleika þeirra. „Auðvitað þarf að vinna með hegðun hjá börnunum. Þau eiga ekkert að komast upp með hvað sem er. Við leggjum því áherslu á, alltaf þegar upp koma einhverjar aðstæður meðal barna sem þarf að hjálpa þeim að leysa, þá eiga allir að koma út með reisn. Ekki búa til sökudólg og fórnarlamb,“ segir Margrét. Eins er ekki endilega lögð áhersla á að komast að því hver hafi byrjað og hver eigi að biðja hvern afsökunar. „Þá erum við að velta okkur upp úr stöðunni. Börn lenda í alls konar árekstrum og það stoðar ekkert endilega alltaf að kafa ofan í hvert mál fyrir sig , heldur er mikilvægt að halda áfram,“ segir Margrét. Hún segir að þess vegna fyrst og fremst lögð áhersla á góðan skólabrag í verkefninu. Hver skóli fær tösku með verkfærum auk þess sem kennarar og aðrir starfsmenn skólanna eru beðnir að setja upp ákveðin gleraugu um hvernig þau horfa á samskipti krakkanna og hvernig þau geti komið í veg fyrir að samskipti verði slæm. Í hverri tösku er síðan að finna bangsann Blæ, sem er táknmynd verkefnisins og vináttunnar. Blær getur verið af hvaða kyni sem er. Auk þess fá börnin öll sinn eigin bangsa. „Það hefur hjálpað þeim mikið. Þau treysta bangsa fyrir alls konar hlutum og svo er bangsinn notaður í alls konar verkefnum. Það verða hugrenningatengsl. Ef eitthvert barn er að skilja út undan þá fer það barn sem er skilið út undan að sækja bangsann sinn. Þá horfir hitt barnið og skilur: O, já, nei, þú mátt vera með,“ segir Margrét. Hún segir að leikskólarnir séu búnir að hjálpa þeim hvað mest við að koma verkefninu á framfæri. „Það er svo gaman fyrir okkur sem erum að halda námskeiðið. Það er svo mikil gleði og ánægja. Við erum svo þakklátar fyrir hversu vel leikskólinn hefur tekið þessu og leggur sitt á vogarskálarnar til að koma í veg fyrir einelti og bæta samskipti barna. Það er nú heila málið,“ segir Margrét. Hún segir að börnin séu farin að þekkja verkefnið og þegar þau skipta yfir í grunnskóla séu þau jafnvel farin að biðja um það og segir að margir kennarar tali um að það hjálpi með yfirfærsluna úr leik- í grunnskóla. „Í einum skóla í Kópavogi sagði einn kennarinn að hún hefði aldrei fengið annan eins árgang. Svo mikil samhygð og þau hjálpast að og þau þökkuðu það því að þau hefðu komið úr þessi verkefni,“ segir hún. Margrét segir að verkefnið sé öllum opið sem hafi áhuga og að næsta námskeið verði haldið þann 29. nóvember. Enn sé hægt að skrá sig á heimasíðu Barnaheilla. „Þetta er algert ævintýri þetta verkefni. Ég vona að sem flestir leikskólar verði komnir með þetta innan fárra ára, það verður enginn svikinn af því,“ segir Margrét að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira