Framsókn Afríku frá 1960 Þorvaldur Gylfason skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Reykjavík—Grikkland má heita vagga vestrænnar menningar, en Afríka er vagga mannsins eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Gana varð fyrst Afríkulanda til að taka sér sjálfstæði 1956. Richard Nixon varaforseti Bandaríkjanna sótti sjálfstæðishátíðina fyrir hönd lands síns. Þegar lúðrasveitin gerði hlé á leik sínum, vék Nixon sér að nærstöddum gesti og spurði hann glaðlega: Hvernig tilfinning er að vera nú loksins frjáls? Gesturinn svaraði um hæl: Ég hef ekki hugmynd, ég er frá Alabama. Afríka sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, stundum kölluð Svarta Afríka, telur nú um 50 lönd og 1.060 milljónir manna (2017). Fólksfjöldinn 1960 var aðeins röskur helmingur af fólksfjölda þeirra landa sem nú mynda ESB. Dæmið hefur snúizt við. Afríkubúar eru nú rösklega tvisvar sinnum fleiri en íbúar ESB. Afríkubúum hefur fjölgað um 2,7% á ári að jafnaði frá 1960. Mannfjöldafræðingar spá því að íbúar sunnan Sahara verði 2,2 milljarðar 2050 á móti 515 milljónum manns í ESB. Í spánni felst að fólksfjölgunin í Afríku hægi á sér og verði héðan í frá 2,2% á ári að jafnaði. Íslendingum fjölgaði til samanburðar um 1,2% á ári 1960-2017.Bergmál frá Íslandi Hægari fólksfjölgun í Afríku birtist í fækkun barnsfæðinga á hverja konu. Barnsfæðingum í álfunni fækkaði úr 6,6 á hverja konu 1960 í 4,8 fæðingar 2016. Þessi fækkun leynir miklum mun á einstökum löndum. Á eynni Máritíus í miðju Indlandshafi, einu ríkasta landi álfunnar, fækkaði fæðingum úr 6,2 í 1,4 frá 1960 til 2016. Í óspilltasta landi álfunnar, Botsvönu, sem hefur einnig vegnað vel, fækkaði fæðingum úr 6,6 á hverja konu í 2,7 á sama tíma. Fátækustu löndunum miðar hægar. Í Malaví þar sem tekjur á mann eru aðeins um tuttugasti partur af tekjum á mann á Máritíus fjölgaði barnsfæðingum úr 6,9 í 7,6 frá 1960 til 1980 áður en þeim fækkaði í 4,6 2016. Á Íslandi fækkaði fæðingum á hverja konu úr 4,3 1960 í 1,8 2016. Höldum áfram að ausa af talnasúpudiskinum. Um 1860 fæddu íslenzkar konur sex börn hver að jafnaði og stóðu þá að því leyti í sömu sporum og afrískar konur við sjálfstæðistökuna um og eftir 1960. Sextán Afríkulöndum af 50 tókst að fækka barnsfæðingum á hverja konu 2016 niður fyrir 4,3 sem var fjöldi fæðinga á hverja íslenzka konu 1960. Tölur um barnadauða segja svipaða sögu. Þegar Kenía tók sér sjálfstæði 1964, dó fimmta hvert barn þar fyrir fimm ára afmælið líkt og á Íslandi 1871-1890. Nú deyja innan við 5% kenískra barna svo snemma. Barnadauði í Keníu er nú eins og hann var á Íslandi 1931-1950. Afríka er eins og bergmál frá Íslandi.Lengri ævir Einn gleggsti vottur framsóknar Afríku frá 1960 er að íbúar álfunnar lifa nú miklu lengur en áður. Meðalævin í Afríku var 40 ár 1960 eins og á Íslandi 1881-1900. Nú er meðalævi Afríkubúa komin upp fyrir 60 ár eins og hún var hér heima 1931-1940. Afríka stefnir að sama marki og við hin. Markið er ekki bara rafmagn, rennandi vatn og önnur þægindi sem við teljum sjálfsögð, heldur einnig langar ævir í litlum fjölskyldum. Í Malí, landluktu eyðimerkurlandi í Vestur-Afríku, gat nýfætt barn vænzt þess að ná 28 ára aldri 1960 eins og á Íslandi 1861-1870. Meðalævin í Malí hefur meira en tvöfaldazt frá 1960 og er nú 58 ár eins og hún var hér heima um 1930. Jafnvel í Madagaskar, einu fátækasta landi álfunnar þar sem fólkið dregur fram lífið með tekjur sem nema nú um 500 kr. á mann á dag, er meðalævin komin upp í 66 ár eins og á Íslandi 1941-1950. Það er vel yfir meðallagi álfunnar. Ævirnar halda áfram að lengjast þrátt fyrir erfiðan efnahag. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 var aðeins um einn ellefti af tekjum á mann í ESB á móti einum tíunda 1990. Afríka hefur því dregizt aðeins aftur úr Evrópu frekar en að draga á til að þrengja bilið. Á sama kvarða nam kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 tæpum fjórðungi tekna á mann um heiminn allan en hafði verið sléttur fjórðungur 1990.Menntun í sókn Enn er því langt til lands. Um aldamótin síðustu sótti aðeins fimmti hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti röskum helmingi um allan heim. Nú sækir þriðji hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti tveim unglingum af hverjum þrem í heiminum öllum. Við sjáum þarna greinileg merki um framför. Menntun er í sókn um allan heim, einnig í Afríku. Fullorðinslæsi í Afríku hefur aukizt úr helmingi 1984 í tvo þriðju 2016 borið saman við aukningu á heimsvísu úr 72% 1984 í 86% 2016. Þetta mjakast. Meira næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík—Grikkland má heita vagga vestrænnar menningar, en Afríka er vagga mannsins eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Gana varð fyrst Afríkulanda til að taka sér sjálfstæði 1956. Richard Nixon varaforseti Bandaríkjanna sótti sjálfstæðishátíðina fyrir hönd lands síns. Þegar lúðrasveitin gerði hlé á leik sínum, vék Nixon sér að nærstöddum gesti og spurði hann glaðlega: Hvernig tilfinning er að vera nú loksins frjáls? Gesturinn svaraði um hæl: Ég hef ekki hugmynd, ég er frá Alabama. Afríka sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, stundum kölluð Svarta Afríka, telur nú um 50 lönd og 1.060 milljónir manna (2017). Fólksfjöldinn 1960 var aðeins röskur helmingur af fólksfjölda þeirra landa sem nú mynda ESB. Dæmið hefur snúizt við. Afríkubúar eru nú rösklega tvisvar sinnum fleiri en íbúar ESB. Afríkubúum hefur fjölgað um 2,7% á ári að jafnaði frá 1960. Mannfjöldafræðingar spá því að íbúar sunnan Sahara verði 2,2 milljarðar 2050 á móti 515 milljónum manns í ESB. Í spánni felst að fólksfjölgunin í Afríku hægi á sér og verði héðan í frá 2,2% á ári að jafnaði. Íslendingum fjölgaði til samanburðar um 1,2% á ári 1960-2017.Bergmál frá Íslandi Hægari fólksfjölgun í Afríku birtist í fækkun barnsfæðinga á hverja konu. Barnsfæðingum í álfunni fækkaði úr 6,6 á hverja konu 1960 í 4,8 fæðingar 2016. Þessi fækkun leynir miklum mun á einstökum löndum. Á eynni Máritíus í miðju Indlandshafi, einu ríkasta landi álfunnar, fækkaði fæðingum úr 6,2 í 1,4 frá 1960 til 2016. Í óspilltasta landi álfunnar, Botsvönu, sem hefur einnig vegnað vel, fækkaði fæðingum úr 6,6 á hverja konu í 2,7 á sama tíma. Fátækustu löndunum miðar hægar. Í Malaví þar sem tekjur á mann eru aðeins um tuttugasti partur af tekjum á mann á Máritíus fjölgaði barnsfæðingum úr 6,9 í 7,6 frá 1960 til 1980 áður en þeim fækkaði í 4,6 2016. Á Íslandi fækkaði fæðingum á hverja konu úr 4,3 1960 í 1,8 2016. Höldum áfram að ausa af talnasúpudiskinum. Um 1860 fæddu íslenzkar konur sex börn hver að jafnaði og stóðu þá að því leyti í sömu sporum og afrískar konur við sjálfstæðistökuna um og eftir 1960. Sextán Afríkulöndum af 50 tókst að fækka barnsfæðingum á hverja konu 2016 niður fyrir 4,3 sem var fjöldi fæðinga á hverja íslenzka konu 1960. Tölur um barnadauða segja svipaða sögu. Þegar Kenía tók sér sjálfstæði 1964, dó fimmta hvert barn þar fyrir fimm ára afmælið líkt og á Íslandi 1871-1890. Nú deyja innan við 5% kenískra barna svo snemma. Barnadauði í Keníu er nú eins og hann var á Íslandi 1931-1950. Afríka er eins og bergmál frá Íslandi.Lengri ævir Einn gleggsti vottur framsóknar Afríku frá 1960 er að íbúar álfunnar lifa nú miklu lengur en áður. Meðalævin í Afríku var 40 ár 1960 eins og á Íslandi 1881-1900. Nú er meðalævi Afríkubúa komin upp fyrir 60 ár eins og hún var hér heima 1931-1940. Afríka stefnir að sama marki og við hin. Markið er ekki bara rafmagn, rennandi vatn og önnur þægindi sem við teljum sjálfsögð, heldur einnig langar ævir í litlum fjölskyldum. Í Malí, landluktu eyðimerkurlandi í Vestur-Afríku, gat nýfætt barn vænzt þess að ná 28 ára aldri 1960 eins og á Íslandi 1861-1870. Meðalævin í Malí hefur meira en tvöfaldazt frá 1960 og er nú 58 ár eins og hún var hér heima um 1930. Jafnvel í Madagaskar, einu fátækasta landi álfunnar þar sem fólkið dregur fram lífið með tekjur sem nema nú um 500 kr. á mann á dag, er meðalævin komin upp í 66 ár eins og á Íslandi 1941-1950. Það er vel yfir meðallagi álfunnar. Ævirnar halda áfram að lengjast þrátt fyrir erfiðan efnahag. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 var aðeins um einn ellefti af tekjum á mann í ESB á móti einum tíunda 1990. Afríka hefur því dregizt aðeins aftur úr Evrópu frekar en að draga á til að þrengja bilið. Á sama kvarða nam kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 tæpum fjórðungi tekna á mann um heiminn allan en hafði verið sléttur fjórðungur 1990.Menntun í sókn Enn er því langt til lands. Um aldamótin síðustu sótti aðeins fimmti hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti röskum helmingi um allan heim. Nú sækir þriðji hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti tveim unglingum af hverjum þrem í heiminum öllum. Við sjáum þarna greinileg merki um framför. Menntun er í sókn um allan heim, einnig í Afríku. Fullorðinslæsi í Afríku hefur aukizt úr helmingi 1984 í tvo þriðju 2016 borið saman við aukningu á heimsvísu úr 72% 1984 í 86% 2016. Þetta mjakast. Meira næst.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun