Norðsnjáldri í fjörunni í Höfðavík á Heimaey Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Hausinn á norðsjáldranum var sagaður af. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson Tarfur af hinni sjaldséðu norðsnjáldrategund fannst á sunnudag rekinn á land í Höfðavík við Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Gísli Á. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir sýni hafa verið tekið úr norðsnjáldranum til greiningar. Ekki sé algengt að hvali þessarar tegundar reki á fjörur hérlendis. Vitað sé um nærri tíu tilvik. „Fyrsta viðurkennda dæmið um norðsnjáldra var 1992,“ segir hann. Aðalútbreiðslusvæði norðsnjáldra er djúpt í úthafinu sunnan við Ísland. Hann leitar sjaldan inn á lundgrunnið að sögn Gísla. Dýrið í Höfðavík sé fjögurra metra langur tarfur sem sennilega sé fullvaxinn. „Svínhvalir almennt er mjög illa þekkt ætt hvala. Þeir halda til í úthafinu og kafa mjög djúpt og lengi þannig að þetta er sennilega einna verst rannskaða tegund hvala,“ segir Gísli. Þessir hvalir lifi mest á smokkfiski ýmiss konar og ef til vill kolkröbbum. „Upplýsingar eru mjög takmarkaðar vegna þess að það er sjaldgæft að norðsnjáldra reki á land.“ Þá segir Gísli að hvalatalningar nái mjög ógjarnan út á úthafið. „Og þar að auki kafa þeir það lengi að þeir koma illa fram í talningum,“ útskýrir hann. Ekki sé því vitað um stofnstærðina. Tekin voru magasýni og sýni af spiki og kjöti til efnagreiningar. Einnig af æxlunarfærum. „Hvert nýtt sýni af þessari tegund er hlutfallslega meira virði en af öðrum tegundum,“ undirstrikar Gísli. Þannig má segja að um sannkallaðan hvalreka sé að ræða í vísindalegu tilliti. Sýnin verði einnig aðgengileg erlendum vísindamönnum sem eru að skoða tegundina. „Þetta endar oft í stærra samstarfsverkefni við erlenda vísindamenn.“ Uppstoppari í Vestmannaeyjum sagaði hausinn af skepnunni með samþykki Hafrannsóknastofnunar til að verka hauskúpuna. Á tveimur tönnum sem tarfar norðsnjáldra hafa í neðri gómi voru sníkjudýr sem bíða stofnunarinnar hjá uppstopparanum sem baðst undan að vera nefndur. Gísli segir Hafrannsóknastofnun sjálfa eiga beinagrind úr norðsnjáldra. Hún hafi verið lánuð til Hvalasafnsins á Húsavík. Að sögn Gísla er það Umhverfisstofnunar og Vestmannaeyjabæjar að ákveða hvað verður um hræið. Það gæti verið grafið á staðnum eða ýtt út í sjó til að sökkva þar. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Tarfur af hinni sjaldséðu norðsnjáldrategund fannst á sunnudag rekinn á land í Höfðavík við Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Gísli Á. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir sýni hafa verið tekið úr norðsnjáldranum til greiningar. Ekki sé algengt að hvali þessarar tegundar reki á fjörur hérlendis. Vitað sé um nærri tíu tilvik. „Fyrsta viðurkennda dæmið um norðsnjáldra var 1992,“ segir hann. Aðalútbreiðslusvæði norðsnjáldra er djúpt í úthafinu sunnan við Ísland. Hann leitar sjaldan inn á lundgrunnið að sögn Gísla. Dýrið í Höfðavík sé fjögurra metra langur tarfur sem sennilega sé fullvaxinn. „Svínhvalir almennt er mjög illa þekkt ætt hvala. Þeir halda til í úthafinu og kafa mjög djúpt og lengi þannig að þetta er sennilega einna verst rannskaða tegund hvala,“ segir Gísli. Þessir hvalir lifi mest á smokkfiski ýmiss konar og ef til vill kolkröbbum. „Upplýsingar eru mjög takmarkaðar vegna þess að það er sjaldgæft að norðsnjáldra reki á land.“ Þá segir Gísli að hvalatalningar nái mjög ógjarnan út á úthafið. „Og þar að auki kafa þeir það lengi að þeir koma illa fram í talningum,“ útskýrir hann. Ekki sé því vitað um stofnstærðina. Tekin voru magasýni og sýni af spiki og kjöti til efnagreiningar. Einnig af æxlunarfærum. „Hvert nýtt sýni af þessari tegund er hlutfallslega meira virði en af öðrum tegundum,“ undirstrikar Gísli. Þannig má segja að um sannkallaðan hvalreka sé að ræða í vísindalegu tilliti. Sýnin verði einnig aðgengileg erlendum vísindamönnum sem eru að skoða tegundina. „Þetta endar oft í stærra samstarfsverkefni við erlenda vísindamenn.“ Uppstoppari í Vestmannaeyjum sagaði hausinn af skepnunni með samþykki Hafrannsóknastofnunar til að verka hauskúpuna. Á tveimur tönnum sem tarfar norðsnjáldra hafa í neðri gómi voru sníkjudýr sem bíða stofnunarinnar hjá uppstopparanum sem baðst undan að vera nefndur. Gísli segir Hafrannsóknastofnun sjálfa eiga beinagrind úr norðsnjáldra. Hún hafi verið lánuð til Hvalasafnsins á Húsavík. Að sögn Gísla er það Umhverfisstofnunar og Vestmannaeyjabæjar að ákveða hvað verður um hræið. Það gæti verið grafið á staðnum eða ýtt út í sjó til að sökkva þar.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira