Telur Icelandair undirverðlagt um 34% Helgi Vífill Júlíusson skrifar 21. nóvember 2018 08:00 Capacent segir að rekstraráætlanir Icelandair hafi verið út og suður síðustu ár og að flugfélagið hafi kerfisbundið ofspáð um rekstrarafkomu sína síðustu tvö ár. Vísir/Vilhelm Capacent metur gengi Icelandair Group á 16,3 eða 34 prósentum hærra en markaðsgengi félagsins í gær. Verðmatið, sem birtist á föstudaginn, hækkaði um 25 prósent frá síðasta mati sem birt var 20. ágúst. Hækkunina má einkum rekja til þess að krónan hefur veikst um 15 prósent gagnvart dollar. Það leiðir til lægri launakostnaðar sem hlutfalls af tekjum sem hækkar verðmatið mikið. Reiknað er með að hlutfallið verði 27 prósent á spátímabilinu samanborið við 32 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Meðaltal síðustu fimm ára er 26 prósent. Capacent reynir hvorki að spá fyrir um gengisþróun krónu né olíuverð heldur byggir á olíukostnaði og meðaltali af tekjum af flugfargjöldum síðustu fimm ára. Capacent segir að rekstraráætlanir Icelandair hafi verið út og suður síðustu ár og að flugfélagið hafi kerfisbundið ofspáð um rekstrarafkomu sína síðustu tvö ár. Það komi svo sem ekki á óvart. Þegar spáð sé um afkomu Icelandair þurfi að spá fyrir með nákvæmum hætti um þróun krónunnar og olíuverðs. „Það er því ákveðin tegund skopskyns að ætla að spá fyrir um rekstrarafkomu Icelandair. Sveiflur í rekstraráætlun félagsins sjálfs hafa verið yfir 50 prósent það sem af er ári en ætla mætti að stjórnendur hefðu bestu mögulegar upplýsingar,“ segir í greiningunni. „Flugmarkaður er sveiflukenndur og fjárfestingafrekur og getur lítið frávík í forsendum t.d. er varðar olíuverð haft mikil áhrif á rekstrarafkomu og verðmat. Þessu til viðbótar bætist við áhættan af mjög sveiflukenndri smámynd hjá íslenskum flugfélögum.“ Fram kemur í greiningunni að mikil tækifæri felist í sameiningu við WOW fyrir Icelandair ef samruninn verður samþykktur af Samkeppniseftirlitinu. „Jafnljóst er að tíma mun taka að samþætta fyrirtækin og er dýr sameining í vændum.“ Óvarlegt sé að gera verðmat á sameinuðu félagi að svo stöddu. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Capacent metur gengi Icelandair Group á 16,3 eða 34 prósentum hærra en markaðsgengi félagsins í gær. Verðmatið, sem birtist á föstudaginn, hækkaði um 25 prósent frá síðasta mati sem birt var 20. ágúst. Hækkunina má einkum rekja til þess að krónan hefur veikst um 15 prósent gagnvart dollar. Það leiðir til lægri launakostnaðar sem hlutfalls af tekjum sem hækkar verðmatið mikið. Reiknað er með að hlutfallið verði 27 prósent á spátímabilinu samanborið við 32 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Meðaltal síðustu fimm ára er 26 prósent. Capacent reynir hvorki að spá fyrir um gengisþróun krónu né olíuverð heldur byggir á olíukostnaði og meðaltali af tekjum af flugfargjöldum síðustu fimm ára. Capacent segir að rekstraráætlanir Icelandair hafi verið út og suður síðustu ár og að flugfélagið hafi kerfisbundið ofspáð um rekstrarafkomu sína síðustu tvö ár. Það komi svo sem ekki á óvart. Þegar spáð sé um afkomu Icelandair þurfi að spá fyrir með nákvæmum hætti um þróun krónunnar og olíuverðs. „Það er því ákveðin tegund skopskyns að ætla að spá fyrir um rekstrarafkomu Icelandair. Sveiflur í rekstraráætlun félagsins sjálfs hafa verið yfir 50 prósent það sem af er ári en ætla mætti að stjórnendur hefðu bestu mögulegar upplýsingar,“ segir í greiningunni. „Flugmarkaður er sveiflukenndur og fjárfestingafrekur og getur lítið frávík í forsendum t.d. er varðar olíuverð haft mikil áhrif á rekstrarafkomu og verðmat. Þessu til viðbótar bætist við áhættan af mjög sveiflukenndri smámynd hjá íslenskum flugfélögum.“ Fram kemur í greiningunni að mikil tækifæri felist í sameiningu við WOW fyrir Icelandair ef samruninn verður samþykktur af Samkeppniseftirlitinu. „Jafnljóst er að tíma mun taka að samþætta fyrirtækin og er dýr sameining í vændum.“ Óvarlegt sé að gera verðmat á sameinuðu félagi að svo stöddu.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira