Telur Icelandair undirverðlagt um 34% Helgi Vífill Júlíusson skrifar 21. nóvember 2018 08:00 Capacent segir að rekstraráætlanir Icelandair hafi verið út og suður síðustu ár og að flugfélagið hafi kerfisbundið ofspáð um rekstrarafkomu sína síðustu tvö ár. Vísir/Vilhelm Capacent metur gengi Icelandair Group á 16,3 eða 34 prósentum hærra en markaðsgengi félagsins í gær. Verðmatið, sem birtist á föstudaginn, hækkaði um 25 prósent frá síðasta mati sem birt var 20. ágúst. Hækkunina má einkum rekja til þess að krónan hefur veikst um 15 prósent gagnvart dollar. Það leiðir til lægri launakostnaðar sem hlutfalls af tekjum sem hækkar verðmatið mikið. Reiknað er með að hlutfallið verði 27 prósent á spátímabilinu samanborið við 32 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Meðaltal síðustu fimm ára er 26 prósent. Capacent reynir hvorki að spá fyrir um gengisþróun krónu né olíuverð heldur byggir á olíukostnaði og meðaltali af tekjum af flugfargjöldum síðustu fimm ára. Capacent segir að rekstraráætlanir Icelandair hafi verið út og suður síðustu ár og að flugfélagið hafi kerfisbundið ofspáð um rekstrarafkomu sína síðustu tvö ár. Það komi svo sem ekki á óvart. Þegar spáð sé um afkomu Icelandair þurfi að spá fyrir með nákvæmum hætti um þróun krónunnar og olíuverðs. „Það er því ákveðin tegund skopskyns að ætla að spá fyrir um rekstrarafkomu Icelandair. Sveiflur í rekstraráætlun félagsins sjálfs hafa verið yfir 50 prósent það sem af er ári en ætla mætti að stjórnendur hefðu bestu mögulegar upplýsingar,“ segir í greiningunni. „Flugmarkaður er sveiflukenndur og fjárfestingafrekur og getur lítið frávík í forsendum t.d. er varðar olíuverð haft mikil áhrif á rekstrarafkomu og verðmat. Þessu til viðbótar bætist við áhættan af mjög sveiflukenndri smámynd hjá íslenskum flugfélögum.“ Fram kemur í greiningunni að mikil tækifæri felist í sameiningu við WOW fyrir Icelandair ef samruninn verður samþykktur af Samkeppniseftirlitinu. „Jafnljóst er að tíma mun taka að samþætta fyrirtækin og er dýr sameining í vændum.“ Óvarlegt sé að gera verðmat á sameinuðu félagi að svo stöddu. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Capacent metur gengi Icelandair Group á 16,3 eða 34 prósentum hærra en markaðsgengi félagsins í gær. Verðmatið, sem birtist á föstudaginn, hækkaði um 25 prósent frá síðasta mati sem birt var 20. ágúst. Hækkunina má einkum rekja til þess að krónan hefur veikst um 15 prósent gagnvart dollar. Það leiðir til lægri launakostnaðar sem hlutfalls af tekjum sem hækkar verðmatið mikið. Reiknað er með að hlutfallið verði 27 prósent á spátímabilinu samanborið við 32 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Meðaltal síðustu fimm ára er 26 prósent. Capacent reynir hvorki að spá fyrir um gengisþróun krónu né olíuverð heldur byggir á olíukostnaði og meðaltali af tekjum af flugfargjöldum síðustu fimm ára. Capacent segir að rekstraráætlanir Icelandair hafi verið út og suður síðustu ár og að flugfélagið hafi kerfisbundið ofspáð um rekstrarafkomu sína síðustu tvö ár. Það komi svo sem ekki á óvart. Þegar spáð sé um afkomu Icelandair þurfi að spá fyrir með nákvæmum hætti um þróun krónunnar og olíuverðs. „Það er því ákveðin tegund skopskyns að ætla að spá fyrir um rekstrarafkomu Icelandair. Sveiflur í rekstraráætlun félagsins sjálfs hafa verið yfir 50 prósent það sem af er ári en ætla mætti að stjórnendur hefðu bestu mögulegar upplýsingar,“ segir í greiningunni. „Flugmarkaður er sveiflukenndur og fjárfestingafrekur og getur lítið frávík í forsendum t.d. er varðar olíuverð haft mikil áhrif á rekstrarafkomu og verðmat. Þessu til viðbótar bætist við áhættan af mjög sveiflukenndri smámynd hjá íslenskum flugfélögum.“ Fram kemur í greiningunni að mikil tækifæri felist í sameiningu við WOW fyrir Icelandair ef samruninn verður samþykktur af Samkeppniseftirlitinu. „Jafnljóst er að tíma mun taka að samþætta fyrirtækin og er dýr sameining í vændum.“ Óvarlegt sé að gera verðmat á sameinuðu félagi að svo stöddu.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent