Leikskólastjórar ósáttir: „Borgin er að byggja gæsluvelli, ekki leikskóla“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 15:45 Í fjórum leikskólum borgarinnar eru engir leikskólakennarar starfandi á deildunum með börnunum Fréttablaðið/ANTON BRINK Á næstu fimm árum stefnir Reykjavíkurborg á að fjölga leikskólaplássum um 700 til 750 til að hægt verði að bjóða börnum 12 mánaða og eldri pláss fyrir lok árs 2023. Verja á rúmum fimm milljörðum í verkefnið og fer stærsti hlutinn í að byggja fimm nýja leikskóla, reisa viðbyggingar við leikskóla og opna leikskóladeildir í færanlegu húsnæði. Guðrún Jóna Thorarensen er leikskólastjóri og samráðsfulltrúi leikskólastjóra í Reykjavík. Hún segir tillögurnar ekki ganga upp vegna mönnunarvanda. Í dag reki borgin 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara sem starfa inn á deildum. Í fjórum leikskólum starfar enginn leikskólakennari inn á deildum. Aðeins 25 prósent starfsmanna leikskóla borgarinnar séu með fagmenntun sem sé miklu minna hlutfall en á landsvísu.Guðrún Jóna segir leikskólastjóra borgarinnar ósátta við nýjar tillögur borgarinnar„Það eru lög í landinu sem kveða á um að leikskólakennarar skuli vera að lágmarki tveir af hverjum þremur eða um það bil 70 prósent af starfsfólki leikskólans," segir Guðrún Jóna.Búið að ráða í færri stöður nú en í fyrra Vegna mönnunarvanda eru laus pláss á leikskólum. Í fyrravetur voru 200 laus pláss á leikskólum en nú í ár eru 370 laus pláss. Borgarstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að betur gengi að manna leikskóla nú en áður. „Við sjáum ekki að það hafi gengið mikið betur að manna núna. Í október í fyrra var búið að ráða í 1.430 stöður en núna ár í 1.423 stöður. Það eru færri stöður," segir Guðrún Jóna og bendir á að til að bæta stöðuna þurfi að byrja á réttum enda. Hækka og leiðrétta laun leikskólakennara og gera starfið eftirsóknarvert. „Ef við viljum leikskóla þá þurfum við leikskólakennara. Við getum auðvitað byggt og sagt: Við erum að opna gæsluvelli. Borgin er að byggja gæsluvelli, ekki leikskóla. Það eru ekki forsendur fyrir því að bjóða út frekari þjónustu fyrr en við erum búin að laga stöðuna eins og hún er núna. Það er mikilvægt." Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Á næstu fimm árum stefnir Reykjavíkurborg á að fjölga leikskólaplássum um 700 til 750 til að hægt verði að bjóða börnum 12 mánaða og eldri pláss fyrir lok árs 2023. Verja á rúmum fimm milljörðum í verkefnið og fer stærsti hlutinn í að byggja fimm nýja leikskóla, reisa viðbyggingar við leikskóla og opna leikskóladeildir í færanlegu húsnæði. Guðrún Jóna Thorarensen er leikskólastjóri og samráðsfulltrúi leikskólastjóra í Reykjavík. Hún segir tillögurnar ekki ganga upp vegna mönnunarvanda. Í dag reki borgin 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara sem starfa inn á deildum. Í fjórum leikskólum starfar enginn leikskólakennari inn á deildum. Aðeins 25 prósent starfsmanna leikskóla borgarinnar séu með fagmenntun sem sé miklu minna hlutfall en á landsvísu.Guðrún Jóna segir leikskólastjóra borgarinnar ósátta við nýjar tillögur borgarinnar„Það eru lög í landinu sem kveða á um að leikskólakennarar skuli vera að lágmarki tveir af hverjum þremur eða um það bil 70 prósent af starfsfólki leikskólans," segir Guðrún Jóna.Búið að ráða í færri stöður nú en í fyrra Vegna mönnunarvanda eru laus pláss á leikskólum. Í fyrravetur voru 200 laus pláss á leikskólum en nú í ár eru 370 laus pláss. Borgarstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að betur gengi að manna leikskóla nú en áður. „Við sjáum ekki að það hafi gengið mikið betur að manna núna. Í október í fyrra var búið að ráða í 1.430 stöður en núna ár í 1.423 stöður. Það eru færri stöður," segir Guðrún Jóna og bendir á að til að bæta stöðuna þurfi að byrja á réttum enda. Hækka og leiðrétta laun leikskólakennara og gera starfið eftirsóknarvert. „Ef við viljum leikskóla þá þurfum við leikskólakennara. Við getum auðvitað byggt og sagt: Við erum að opna gæsluvelli. Borgin er að byggja gæsluvelli, ekki leikskóla. Það eru ekki forsendur fyrir því að bjóða út frekari þjónustu fyrr en við erum búin að laga stöðuna eins og hún er núna. Það er mikilvægt."
Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira