Origo hækkar eftir söluna á Tempo Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 10:29 Finnur Oddsson, forstjóri Origo. Origo Hlutabréfaverð upplýsingatæknifyrirtækisins Origo hf. hefur hækkað um næstum 5 prósent það sem af er morgni í rúmlega 120 milljón króna viðskiptum. Hækkunina má líklega rekja til fregna þess efnis að fyrirtækið hafi selt um 55% hlut í dótturfélagi sínu Tempo ehf. til bandaríska fjárfestingafélagsins Diversis Capital.Í tilkynningu sem send var út vegna sölunnar í gær kom fram að áætlaður söluhagnaður Origo af viðskiptunum er um þrír milljarðar króna. Auk þess segir þar að áætlað sé að tveir milljarðar króna færist til tekna, sem gangvirðisbreyting á 45% eignarhlut Origo í Tempo, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Heildaráhrif viðskiptanna á afkomu Origo í rekstrarreikningi í fjórða ársfjórðungi eiga því að vera jákvæð um fimm milljarða króna. Haft var eftir Finni Oddsynni, forstjóra Origo, að kaup Diversis á Origo verði að teljast góðar fréttir fyrir alla hlutaðeigandi. Þá hafi rekstur Tempo gengið vel undanfarin ár. Árstekjur félagsins nema ríflega 20 milljónum bandaríkjadala og viðskiptavinir eru ríflega 12.000 í yfir 120 löndum, þjónað af 100 starfsmönnum í Reykjavík og Montreal. „Með stuðningi Diversis og Origo gerum við ráð fyrir að nú fari í hönd nýr kafli þróunar og tekjuvaxtar hjá Tempo og að virði félagsins geti aukist verulega á næstu misserum. Við höfum því lagt sérstaka áherslu á að Origo haldi áfram verulegum eignarhlut í félaginu og teljum það reyndar eitt af mikilvægari hagsmunamálum hluthafa Origo,” er haft eftir Finni í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að heildarvirði Tempo í samningum er 62,5 milljónir dala. Diversis greiði Origo 34,5 milljónir dala en félögin muni sameiginlega leggja Tempo til handbært fé, 2 milljónir dala, sem greiðist í hlutfalli við eignarhlut. Jafnframt eiga báðir eigendur að hafa lýst yfir vilja til að styðja við innri og ytri vöxt félagsins á næstu árum, eftir því sem tækifæri gefast. Tækni Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Hlutabréfaverð upplýsingatæknifyrirtækisins Origo hf. hefur hækkað um næstum 5 prósent það sem af er morgni í rúmlega 120 milljón króna viðskiptum. Hækkunina má líklega rekja til fregna þess efnis að fyrirtækið hafi selt um 55% hlut í dótturfélagi sínu Tempo ehf. til bandaríska fjárfestingafélagsins Diversis Capital.Í tilkynningu sem send var út vegna sölunnar í gær kom fram að áætlaður söluhagnaður Origo af viðskiptunum er um þrír milljarðar króna. Auk þess segir þar að áætlað sé að tveir milljarðar króna færist til tekna, sem gangvirðisbreyting á 45% eignarhlut Origo í Tempo, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Heildaráhrif viðskiptanna á afkomu Origo í rekstrarreikningi í fjórða ársfjórðungi eiga því að vera jákvæð um fimm milljarða króna. Haft var eftir Finni Oddsynni, forstjóra Origo, að kaup Diversis á Origo verði að teljast góðar fréttir fyrir alla hlutaðeigandi. Þá hafi rekstur Tempo gengið vel undanfarin ár. Árstekjur félagsins nema ríflega 20 milljónum bandaríkjadala og viðskiptavinir eru ríflega 12.000 í yfir 120 löndum, þjónað af 100 starfsmönnum í Reykjavík og Montreal. „Með stuðningi Diversis og Origo gerum við ráð fyrir að nú fari í hönd nýr kafli þróunar og tekjuvaxtar hjá Tempo og að virði félagsins geti aukist verulega á næstu misserum. Við höfum því lagt sérstaka áherslu á að Origo haldi áfram verulegum eignarhlut í félaginu og teljum það reyndar eitt af mikilvægari hagsmunamálum hluthafa Origo,” er haft eftir Finni í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að heildarvirði Tempo í samningum er 62,5 milljónir dala. Diversis greiði Origo 34,5 milljónir dala en félögin muni sameiginlega leggja Tempo til handbært fé, 2 milljónir dala, sem greiðist í hlutfalli við eignarhlut. Jafnframt eiga báðir eigendur að hafa lýst yfir vilja til að styðja við innri og ytri vöxt félagsins á næstu árum, eftir því sem tækifæri gefast.
Tækni Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira