Borgin skeri niður stjórnsýslu og borgi auka 140 milljónir til SÁÁ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. nóvember 2018 08:00 Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins MYND/HÅKON BRODER LUND Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt til að Reykjavíkurborg auki fjárveitingar til SÁÁ um 140 milljónir króna. Lagt er til að veitingin verði fjármögnuð með því að skera niður um 2,4 prósent í miðlægri stjórnsýslu borgarinnar en rekstrarkostnaður hennar nemur rúmum 5,8 milljörðum króna samkvæmt fjárhagsáætlun 2019. Gert er ráð fyrir að stærstum hluta fjármunanna, um 65 milljónum, verði varið í að koma á fót búsetu- og meðferðarúrræði fyrir tíu konur með alvarlega fíknisjúkdóma. Því sem eftir stendur verði varið í stuðning og sálfræðiþjónustu fyrir börn sem eru aðstandendur einstaklinga með fíknisjúkdóma, þjónustu fyrir fólk yngra en 25 ára sem glímir við fíkn og sérhæfða þjónustu til stuðnings einstaklingum eldri en fimmtíu ára með langvarandi fíknivanda. Núverandi þjónustusamningur borgarinnar við SÁÁ hljóðar upp á 19 milljóna króna fjárveitingu. Tillögurnar gera ráð fyrir tíu milljóna króna stofnkostnaði vegna búsetuúrræðisins fyrsta árið og 130 milljónum vegna annarra þátta. Kostnaður á öðru samningsári yrði því 130 milljónir króna og yrði samningurinn endurskoðaður árlega. „Mikilvægt er að hlúa betur að einstaklingum með fíknivanda vegna breytinga á samfélagsmynstri síðustu ár. Sóknarfærin felast meðal annars í snemmíhlutunum og forvirkum aðgerðum fyrir einstaklinga í áhættuhóp, sem sagt koma í veg fyrir að fólk lendi í neyslu,“ segir Egill Þór. Tillagan verður rædd á fundi borgarstjórnar í dag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira
Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt til að Reykjavíkurborg auki fjárveitingar til SÁÁ um 140 milljónir króna. Lagt er til að veitingin verði fjármögnuð með því að skera niður um 2,4 prósent í miðlægri stjórnsýslu borgarinnar en rekstrarkostnaður hennar nemur rúmum 5,8 milljörðum króna samkvæmt fjárhagsáætlun 2019. Gert er ráð fyrir að stærstum hluta fjármunanna, um 65 milljónum, verði varið í að koma á fót búsetu- og meðferðarúrræði fyrir tíu konur með alvarlega fíknisjúkdóma. Því sem eftir stendur verði varið í stuðning og sálfræðiþjónustu fyrir börn sem eru aðstandendur einstaklinga með fíknisjúkdóma, þjónustu fyrir fólk yngra en 25 ára sem glímir við fíkn og sérhæfða þjónustu til stuðnings einstaklingum eldri en fimmtíu ára með langvarandi fíknivanda. Núverandi þjónustusamningur borgarinnar við SÁÁ hljóðar upp á 19 milljóna króna fjárveitingu. Tillögurnar gera ráð fyrir tíu milljóna króna stofnkostnaði vegna búsetuúrræðisins fyrsta árið og 130 milljónum vegna annarra þátta. Kostnaður á öðru samningsári yrði því 130 milljónir króna og yrði samningurinn endurskoðaður árlega. „Mikilvægt er að hlúa betur að einstaklingum með fíknivanda vegna breytinga á samfélagsmynstri síðustu ár. Sóknarfærin felast meðal annars í snemmíhlutunum og forvirkum aðgerðum fyrir einstaklinga í áhættuhóp, sem sagt koma í veg fyrir að fólk lendi í neyslu,“ segir Egill Þór. Tillagan verður rædd á fundi borgarstjórnar í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira