Blöskraði kynjaskipting í barnafataverslunum Regnboginn kynnir 30. nóvember 2018 13:45 Hildigunnur Borga Gunnarsdóttir og Sandra Gunnarsdóttir taka þátt í jólamarkaði netverslana um helgina. Regnboginn Hildigunni Borgu Gunnarsdóttur og Söndru Gunnarsdóttur blöskraði hversu staðlaðar kynjaímyndir birtast í barnafatadeildum margra verslana. Þær opnuðu því netverslunina Regnboginnverslun.is og bjóða upp á fatnað og leikföng óháð kyni.„Flestar barnafataverslanir sem við þekkjum eru kynjaskiptar og deildirnar oft beinlínis merktar „fyrir stráka" og „fyrir stelpur." Við eigum báðar drengi og tókum eftir því hversu erfitt gat verið að finna fallegan og litríkan fatnað í svokölluðum „strákadeildum“ hér á landi. Þar eru gjarnan dökkir litir og gráir og bláir tónar afgerandi, meðan mun fleiri litir og bjartari einkenna fatnað í „stelpudeildum“. Þar sem við leggjum áherslu á að klæða drengina okkar í alla liti höfum við oftar en ekki verslað á þá í „stelpudeildum“ til þess að finna litríkan fatnað. Út frá þessu kviknaði hugmyndin að Regnboganum, barnaverslun með litríkan „unisex" fatnað. Á bak við verslunina er sterk hugsjón sem við vonumst til að fái fólk til að endurhugsa hlutina,“ útskýrir Hildigunnur. Hún segir svo afgerandi skiptingu takmarka valkosti barna og stýra þeim í fastmótuð hólf.„Í strákadeildum eru myndir af ofurhetjum, bílum, vinnuvélum algengar en í stelpudeildunum er lögð áhersla á glimmer, blóm, fiðrildi, og prinsessur. Með þessu er verið að ákveða fyrirfram hvaða áhuga er ætlast til að börnin hafi eftir kyni. Þetta finnst okkur mjög sorglegt því að það síðasta sem við viljum gera er að takmarka möguleika barnanna okkar,“ segir Hildigunnur og Sandra tekur undir. „Okkar draumur er sá að börn geti valið það hverju þau klæðast og hvað þau leika sér með. Að möguleikar barna séu endalausir en ekki fyrirfram ákveðnir út frá því hvaða kyni þau fengu úthlutað við fæðingu. Við hvetjum fólk til þess að viðhalda ekki þessum staðalímyndum.“Snýst um jafnréttiFlest þeirra merkja sem fást í Regnboganum eru sænsk en þær Hildigunnur og Sandra segjast hafa leitað í smiðju svía þar sem þeir standi framarlega í jafnréttismálum. „Það er akkúrat það sem þetta snýst allt um í grunninn, jafnrétti. Í Svíþjóð hefur orðið mikil vitundarvakning í þessum málum og mörg sænsk merki framleiða litríkan „unisex" fatnað. Við leggjum einnig mikla áherslu á að flytja inn fatnað sem er framleiddur með sjálfbærni að sjónarmiði, þar sem er hugað að náttúrunni og sanngjörnum vinnuskilyrðum. Allur okkar fatnaður er GOTS vottaður og úr lífrænni bómull,“ útskýrir Sandra.Leikföng sem örva sköpunarkraft„Í versluninni okkar bjóðum við líka upp á vönduð viðarleikföng og leggjum áherslu á leikföng úr opnum efnivið þar sem það ýtir undir sköpunarkraft og ímyndunarafl barna. Það hefur nú þegar orðið einhver hugarfarsbreyting á Íslandi og við teljum að fólk sé opið fyrir þessari breytingu. Við finnum mikinn meðbyr og viljum að sem flestir taki þátt í litagleðinni með okkur.“Jólamarkaður netverslana Þær Hildigunnur og Sandra taka þátt í jólamarkaði netverslana sem hefst á morgun, í Víkingsheimilinu í Fossvogi. Markaðurinn er opinn laugardag og sunnudag milli klukkan 11 og 18. Nánar á Regnboginnverslun.is. Þá er Regnboginn verslun einnig á facebook og Instagram.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Regnbogann verslun. Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira
Hildigunni Borgu Gunnarsdóttur og Söndru Gunnarsdóttur blöskraði hversu staðlaðar kynjaímyndir birtast í barnafatadeildum margra verslana. Þær opnuðu því netverslunina Regnboginnverslun.is og bjóða upp á fatnað og leikföng óháð kyni.„Flestar barnafataverslanir sem við þekkjum eru kynjaskiptar og deildirnar oft beinlínis merktar „fyrir stráka" og „fyrir stelpur." Við eigum báðar drengi og tókum eftir því hversu erfitt gat verið að finna fallegan og litríkan fatnað í svokölluðum „strákadeildum“ hér á landi. Þar eru gjarnan dökkir litir og gráir og bláir tónar afgerandi, meðan mun fleiri litir og bjartari einkenna fatnað í „stelpudeildum“. Þar sem við leggjum áherslu á að klæða drengina okkar í alla liti höfum við oftar en ekki verslað á þá í „stelpudeildum“ til þess að finna litríkan fatnað. Út frá þessu kviknaði hugmyndin að Regnboganum, barnaverslun með litríkan „unisex" fatnað. Á bak við verslunina er sterk hugsjón sem við vonumst til að fái fólk til að endurhugsa hlutina,“ útskýrir Hildigunnur. Hún segir svo afgerandi skiptingu takmarka valkosti barna og stýra þeim í fastmótuð hólf.„Í strákadeildum eru myndir af ofurhetjum, bílum, vinnuvélum algengar en í stelpudeildunum er lögð áhersla á glimmer, blóm, fiðrildi, og prinsessur. Með þessu er verið að ákveða fyrirfram hvaða áhuga er ætlast til að börnin hafi eftir kyni. Þetta finnst okkur mjög sorglegt því að það síðasta sem við viljum gera er að takmarka möguleika barnanna okkar,“ segir Hildigunnur og Sandra tekur undir. „Okkar draumur er sá að börn geti valið það hverju þau klæðast og hvað þau leika sér með. Að möguleikar barna séu endalausir en ekki fyrirfram ákveðnir út frá því hvaða kyni þau fengu úthlutað við fæðingu. Við hvetjum fólk til þess að viðhalda ekki þessum staðalímyndum.“Snýst um jafnréttiFlest þeirra merkja sem fást í Regnboganum eru sænsk en þær Hildigunnur og Sandra segjast hafa leitað í smiðju svía þar sem þeir standi framarlega í jafnréttismálum. „Það er akkúrat það sem þetta snýst allt um í grunninn, jafnrétti. Í Svíþjóð hefur orðið mikil vitundarvakning í þessum málum og mörg sænsk merki framleiða litríkan „unisex" fatnað. Við leggjum einnig mikla áherslu á að flytja inn fatnað sem er framleiddur með sjálfbærni að sjónarmiði, þar sem er hugað að náttúrunni og sanngjörnum vinnuskilyrðum. Allur okkar fatnaður er GOTS vottaður og úr lífrænni bómull,“ útskýrir Sandra.Leikföng sem örva sköpunarkraft„Í versluninni okkar bjóðum við líka upp á vönduð viðarleikföng og leggjum áherslu á leikföng úr opnum efnivið þar sem það ýtir undir sköpunarkraft og ímyndunarafl barna. Það hefur nú þegar orðið einhver hugarfarsbreyting á Íslandi og við teljum að fólk sé opið fyrir þessari breytingu. Við finnum mikinn meðbyr og viljum að sem flestir taki þátt í litagleðinni með okkur.“Jólamarkaður netverslana Þær Hildigunnur og Sandra taka þátt í jólamarkaði netverslana sem hefst á morgun, í Víkingsheimilinu í Fossvogi. Markaðurinn er opinn laugardag og sunnudag milli klukkan 11 og 18. Nánar á Regnboginnverslun.is. Þá er Regnboginn verslun einnig á facebook og Instagram.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Regnbogann verslun.
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira