Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2018 10:02 Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. Vísir/AP Tæplega 1.700 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. Í upphafi beindu mótmælendur, sem kenna sig við gul öryggisvesti sem þeir klæðast, spjótum sínum fyrst og fremst að Emmanuel Macron Frakklandsforseta og hækkuðum álögum á eldsneyti en síðan þá hafa kröfurnar breyst og þróast út í almenna óánægju með efnahagsstefnu ríkisstjórnar Macrons og þá hafa fleiri bæst í hópinn.Hátt í tvö þúsund manns voru handteknir í óeirðunum í gær.Vísir/APÓeirðir brutust út í nokkrum borgum í Frakklandi eins og Marseille, Bordeaux, Lyon og Toulouse en það var Parísarborg sem varð verst úti í óeirðunum en Anne Hidalgo borgarstjóri Parísar segir að skemmdarverkin hefðu verið mun meiri í gær en síðustu laugardaga. Mótmælendur hrópuðu í sífellu „Macron, segðu af þér“ á Champs-Elysees breiðgötunni í París en forsetinn er sagður hafa í hyggju að ávarpa mótmælendur á næstu dögum.Borgaryfirvöld ákváðu að girða af helstu ferðamannastaði borgarinnar til að koma í veg fyrir tjón.Vísir/apHidalgo borgarstjóri Parísar segir að margir veitingahúsa-og verslunareigendur hefðu orðið fyrir barðinu á óeirðarseggjum en hundruð verslana í borginni var skellt í lás og lokaðar með flekum. Þá ákváðu borgaryfirvöld að girða af helstu ferðamannastaði borgarinnar. Mótmælendurnir eru flestir íbúar á landsbyggðinni sem telja að Frakklandsforseti sé „fulltrúi borgarelítunnar“ og ekki í tengslum við almenning. Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30 Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Tæplega 1.700 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. Í upphafi beindu mótmælendur, sem kenna sig við gul öryggisvesti sem þeir klæðast, spjótum sínum fyrst og fremst að Emmanuel Macron Frakklandsforseta og hækkuðum álögum á eldsneyti en síðan þá hafa kröfurnar breyst og þróast út í almenna óánægju með efnahagsstefnu ríkisstjórnar Macrons og þá hafa fleiri bæst í hópinn.Hátt í tvö þúsund manns voru handteknir í óeirðunum í gær.Vísir/APÓeirðir brutust út í nokkrum borgum í Frakklandi eins og Marseille, Bordeaux, Lyon og Toulouse en það var Parísarborg sem varð verst úti í óeirðunum en Anne Hidalgo borgarstjóri Parísar segir að skemmdarverkin hefðu verið mun meiri í gær en síðustu laugardaga. Mótmælendur hrópuðu í sífellu „Macron, segðu af þér“ á Champs-Elysees breiðgötunni í París en forsetinn er sagður hafa í hyggju að ávarpa mótmælendur á næstu dögum.Borgaryfirvöld ákváðu að girða af helstu ferðamannastaði borgarinnar til að koma í veg fyrir tjón.Vísir/apHidalgo borgarstjóri Parísar segir að margir veitingahúsa-og verslunareigendur hefðu orðið fyrir barðinu á óeirðarseggjum en hundruð verslana í borginni var skellt í lás og lokaðar með flekum. Þá ákváðu borgaryfirvöld að girða af helstu ferðamannastaði borgarinnar. Mótmælendurnir eru flestir íbúar á landsbyggðinni sem telja að Frakklandsforseti sé „fulltrúi borgarelítunnar“ og ekki í tengslum við almenning.
Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30 Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38
Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30
Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17