Mál Ágústar Ólafs kom þingmanni Miðflokksins ekki á óvart Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. desember 2018 16:36 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, á von á því að fleiri mál af svipuðum toga og Klaustursbarsmálið munu koma upp á yfirborðið. Fréttablaðið/Ernir Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að yfirlýsing Ágústar Ólafs Ágústssonar hafi ekki komið honum á óvart. Í gær tilkynnti Ágúst að hann hygðist fara í tveggja mánaða launalaust leyfi vegna framkomu sinnar í garð konu sem hann hitti á bar í byrjun sumars. Í stöðuuppfærslu á Facebook sagði Ágúst að hann hefði hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa tvívegis nálgast konu og spurt hana hvort þau ættu að kyssast. Þegar hún neitaði honum um koss lét Ágúst „mjög særandi orð falla um hana“ eins og Ágúst komst sjálfur að orði. Þorsteinn segir að burtséð frá persónu Ágústar – sem hann þekki sem ágætan mann – þá hafi það ekki komið honum á óvart að mál af svipuðum toga og Klaustursbarsmálið hafi komið fram í framhaldinu. Þetta sagði hann í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. „Ég er þess fullviss að við eigum eftir að sjá fleiri. Ég er alveg viss um það og það gerir okkur enn meira grein fyrir því hvað við eigum mikið verk fyrir höndum að endurvinna traust,“ segir Þorsteinn.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að mál Ágústs sé mikið áfall fyrir flokkinn.Mynd/AlþingiMál Ágústar Ólafs gríðarlegt áfall fyrir Samfylkinguna Guðjón Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að fréttirnar hefðu verið honum gríðarlegt áfall. „Við höfum gengið í gegnum á undanförnum misserum mikla umræðu um samskipti kynjanna, misrétti og kerfisbundið áreiti, Me too umræðuna sem Samfylkingin var auðvitað leiðandi afl í og lagði mikla áherslu á að við næðum einhverju fram þar og að við létum ekki bara orðin tóm gilda heldur létum verkin tala og sýndum það í rauninni. Þess vegna eru það auðvitað vonbrigði að við skulum ekki vera komin lengra, sérstaklega við karlarnir, eigum eitthvað dálítið í land.“ Guðjón segir að yfirlýsing Ágústar tala fyrir sig sjálfa en að málið allt sé áfall. Það verði engin fjöður dregin yfir það. „En við, auðvitað, erum miður okkar í okkar flokki. Það er engin spurning.“Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/eyþórÞurfi að ráðast í erfið mál í miðri byltingu Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir málið hafa komið sér á óvart. „Hann er minn ágæti sessunautur það hefur farið vel á með okkur og ég las þetta bara þarna eins og allir aðrir, ég vona að Ágústi gangi vel að vinna úr sínum málum og virði hans ákvörðun fullkomlega og styð hann í því og vona að það gangi allt vel hjá honum.“ Hún segir að nú sé bylting í samfélaginu og að í henni felist að taka á ýmsum málum. Það sé ekki alltaf auðvelt. „Þetta er þvert á flokka. Það er engin pólitík í þessu, ekki að því leytinu heldur er þetta mannlegi þátturinn og við þurfum öll að leggja okkar af mörkum.“Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Anton BrinkÆtlar að taka utan um Ágúst Ólaf Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þau mál sem komið hafa upp að undanförnu séu hörmungar. „Ég nef nú tilhneigingu - sérstaklega á þessum tíma ársins – til að fyrirgefa fólki og vona að hlutirnir batni. Ég mun sennilega bara taka utan um Ágúst Ólaf þegar hann kemur og aðra. Ég held það sé ágætt fyrir okkur en ég er ekki að draga úr ábyrgð þeirra og skömminni.“ Tengdar fréttir „Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48 Ákvörðun Ágústar Ólafs að fara í leyfi Fulltrúi í trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar segir það ákvörðun Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, að taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem kvartaði yfir honum til nefndarinnar. 8. desember 2018 12:00 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að yfirlýsing Ágústar Ólafs Ágústssonar hafi ekki komið honum á óvart. Í gær tilkynnti Ágúst að hann hygðist fara í tveggja mánaða launalaust leyfi vegna framkomu sinnar í garð konu sem hann hitti á bar í byrjun sumars. Í stöðuuppfærslu á Facebook sagði Ágúst að hann hefði hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa tvívegis nálgast konu og spurt hana hvort þau ættu að kyssast. Þegar hún neitaði honum um koss lét Ágúst „mjög særandi orð falla um hana“ eins og Ágúst komst sjálfur að orði. Þorsteinn segir að burtséð frá persónu Ágústar – sem hann þekki sem ágætan mann – þá hafi það ekki komið honum á óvart að mál af svipuðum toga og Klaustursbarsmálið hafi komið fram í framhaldinu. Þetta sagði hann í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. „Ég er þess fullviss að við eigum eftir að sjá fleiri. Ég er alveg viss um það og það gerir okkur enn meira grein fyrir því hvað við eigum mikið verk fyrir höndum að endurvinna traust,“ segir Þorsteinn.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að mál Ágústs sé mikið áfall fyrir flokkinn.Mynd/AlþingiMál Ágústar Ólafs gríðarlegt áfall fyrir Samfylkinguna Guðjón Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að fréttirnar hefðu verið honum gríðarlegt áfall. „Við höfum gengið í gegnum á undanförnum misserum mikla umræðu um samskipti kynjanna, misrétti og kerfisbundið áreiti, Me too umræðuna sem Samfylkingin var auðvitað leiðandi afl í og lagði mikla áherslu á að við næðum einhverju fram þar og að við létum ekki bara orðin tóm gilda heldur létum verkin tala og sýndum það í rauninni. Þess vegna eru það auðvitað vonbrigði að við skulum ekki vera komin lengra, sérstaklega við karlarnir, eigum eitthvað dálítið í land.“ Guðjón segir að yfirlýsing Ágústar tala fyrir sig sjálfa en að málið allt sé áfall. Það verði engin fjöður dregin yfir það. „En við, auðvitað, erum miður okkar í okkar flokki. Það er engin spurning.“Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/eyþórÞurfi að ráðast í erfið mál í miðri byltingu Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir málið hafa komið sér á óvart. „Hann er minn ágæti sessunautur það hefur farið vel á með okkur og ég las þetta bara þarna eins og allir aðrir, ég vona að Ágústi gangi vel að vinna úr sínum málum og virði hans ákvörðun fullkomlega og styð hann í því og vona að það gangi allt vel hjá honum.“ Hún segir að nú sé bylting í samfélaginu og að í henni felist að taka á ýmsum málum. Það sé ekki alltaf auðvelt. „Þetta er þvert á flokka. Það er engin pólitík í þessu, ekki að því leytinu heldur er þetta mannlegi þátturinn og við þurfum öll að leggja okkar af mörkum.“Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Anton BrinkÆtlar að taka utan um Ágúst Ólaf Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þau mál sem komið hafa upp að undanförnu séu hörmungar. „Ég nef nú tilhneigingu - sérstaklega á þessum tíma ársins – til að fyrirgefa fólki og vona að hlutirnir batni. Ég mun sennilega bara taka utan um Ágúst Ólaf þegar hann kemur og aðra. Ég held það sé ágætt fyrir okkur en ég er ekki að draga úr ábyrgð þeirra og skömminni.“
Tengdar fréttir „Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48 Ákvörðun Ágústar Ólafs að fara í leyfi Fulltrúi í trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar segir það ákvörðun Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, að taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem kvartaði yfir honum til nefndarinnar. 8. desember 2018 12:00 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
„Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48
Ákvörðun Ágústar Ólafs að fara í leyfi Fulltrúi í trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar segir það ákvörðun Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, að taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem kvartaði yfir honum til nefndarinnar. 8. desember 2018 12:00
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39