Nær hundrað milljónir árlega til þingflokka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. desember 2018 08:29 Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að aukið fjármagn muni nýtast flokkum til reksturs skrifstofu. Vísir/Vilhelm Árlegur leyfilegur styrkur einstaklinga til stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjöri hækkar samkvæmt nýju frumvarpi til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka þeirra. Þá munu greiðslur til smærri flokka á þingi hækka. Frumvarpið er lagt fram af formönnum allra flokka að Flokki fólksins og formannslausum Pírötum undanskildum. Þar eru varaformaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á lista. Markmið frumvarpsins er að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálaflokka auk þess að efla lýðræði og gagnsæi í stjórnmálum. Í þeim felst að stjórnmálasamtök sem fá minnst einn mann kjörinn á þing eiga rétt á tólf milljóna króna grunnframlagi úr ríkissjóði ár hvert. Þá munu stjórnmálasamtök sem bjóða fram í minnst þremur kjördæmum geta sótt um 750 þúsund króna styrk, sem greiðist úr fyrir hvert og eitt kjördæmi, vegna kosningabaráttunnar. Skilyrði úthlutunarinnar er að samtökin uppfylli upplýsingaskyldu sína gagnvart Ríkisendurskoðun. Þá er kveðið á um að leyfileg árleg heildarfjárframlög frá lögaðilum eða einstaklingum hækki úr 400 þúsund krónum í 550 þúsund krónur. Kveðið er á um auknar skyldur á stjórnmálaflokka til að upplýsa um uppruna fjármunanna í ársreikningum. Þó er kveðið á um að styrkir undir 300 þúsundum frá einstaklingum skuli háðir nafnleynd. Hingað til hefur þröskuldurinn miðast við 200 þúsund krónur. Skylt er að birta upplýsingar um alla styrki frá lögaðilum. Miðað við núverandi forsendur mun kostnaður ríkissjóðs aukast um 96 milljónir króna ár hvert vegna tólf milljóna króna greiðslunnar til hvers þingflokks. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að sá kostnaður muni nýtast flokkunum til reksturs skrifstofu. Að auki má gera ráð fyrir útgjaldaaukningu á hverju kosningaári. Hefðu lögin til að mynda verið í gildi í fyrra hefði þurft að greiða 27 milljónir króna til þeirra níu stjórnmálasamtaka sem buðu fram í öllum kjördæmum. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að tölurnar komi til með að hækka í samræmi við breytingar á vísitölum verðlags og launa. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að formenn þingflokka muni eftir helgi funda vegna fjölgunar aðstoðarmanna um áramótin. Þeirri lendingu virtist hafa verið náð en fækkun í Flokki fólksins getur haft áhrif á það. Samkomulagið hljóðaði upp á að sautján nýir aðstoðarmenn tækju til starfa á kjörtímabilinu og skyldi þeim úthlutað samkvæmt hlutfallslegum styrk flokkanna. Miðað við nýjan fjölda í Flokki fólksins myndi styrkur þingflokksins ekki nægja til að fá aðstoðarmann úthlutaðan. Hann myndi skiptast að jöfnu milli Samfylkingarinnar og Miðflokksins. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, nú óháðir þingmenn, eiga ekki rétt á aðstoð. Breytingar urðu á nefndarsetu þeirra í gær. Ólafur Ísleifsson er nú í atvinnuveganefnd en Inga Sæland í fjárlaganefnd í hans stað. Þá eru Ólafur og Karl ekki lengur í Norðurlandaráði eða Vestnorræna ráðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Árlegur leyfilegur styrkur einstaklinga til stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjöri hækkar samkvæmt nýju frumvarpi til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka þeirra. Þá munu greiðslur til smærri flokka á þingi hækka. Frumvarpið er lagt fram af formönnum allra flokka að Flokki fólksins og formannslausum Pírötum undanskildum. Þar eru varaformaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á lista. Markmið frumvarpsins er að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálaflokka auk þess að efla lýðræði og gagnsæi í stjórnmálum. Í þeim felst að stjórnmálasamtök sem fá minnst einn mann kjörinn á þing eiga rétt á tólf milljóna króna grunnframlagi úr ríkissjóði ár hvert. Þá munu stjórnmálasamtök sem bjóða fram í minnst þremur kjördæmum geta sótt um 750 þúsund króna styrk, sem greiðist úr fyrir hvert og eitt kjördæmi, vegna kosningabaráttunnar. Skilyrði úthlutunarinnar er að samtökin uppfylli upplýsingaskyldu sína gagnvart Ríkisendurskoðun. Þá er kveðið á um að leyfileg árleg heildarfjárframlög frá lögaðilum eða einstaklingum hækki úr 400 þúsund krónum í 550 þúsund krónur. Kveðið er á um auknar skyldur á stjórnmálaflokka til að upplýsa um uppruna fjármunanna í ársreikningum. Þó er kveðið á um að styrkir undir 300 þúsundum frá einstaklingum skuli háðir nafnleynd. Hingað til hefur þröskuldurinn miðast við 200 þúsund krónur. Skylt er að birta upplýsingar um alla styrki frá lögaðilum. Miðað við núverandi forsendur mun kostnaður ríkissjóðs aukast um 96 milljónir króna ár hvert vegna tólf milljóna króna greiðslunnar til hvers þingflokks. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að sá kostnaður muni nýtast flokkunum til reksturs skrifstofu. Að auki má gera ráð fyrir útgjaldaaukningu á hverju kosningaári. Hefðu lögin til að mynda verið í gildi í fyrra hefði þurft að greiða 27 milljónir króna til þeirra níu stjórnmálasamtaka sem buðu fram í öllum kjördæmum. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að tölurnar komi til með að hækka í samræmi við breytingar á vísitölum verðlags og launa. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að formenn þingflokka muni eftir helgi funda vegna fjölgunar aðstoðarmanna um áramótin. Þeirri lendingu virtist hafa verið náð en fækkun í Flokki fólksins getur haft áhrif á það. Samkomulagið hljóðaði upp á að sautján nýir aðstoðarmenn tækju til starfa á kjörtímabilinu og skyldi þeim úthlutað samkvæmt hlutfallslegum styrk flokkanna. Miðað við nýjan fjölda í Flokki fólksins myndi styrkur þingflokksins ekki nægja til að fá aðstoðarmann úthlutaðan. Hann myndi skiptast að jöfnu milli Samfylkingarinnar og Miðflokksins. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, nú óháðir þingmenn, eiga ekki rétt á aðstoð. Breytingar urðu á nefndarsetu þeirra í gær. Ólafur Ísleifsson er nú í atvinnuveganefnd en Inga Sæland í fjárlaganefnd í hans stað. Þá eru Ólafur og Karl ekki lengur í Norðurlandaráði eða Vestnorræna ráðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira