Langar að koma mér aftur í landsliðið Hjörvar Ólafsson skrifar 8. desember 2018 11:00 Arnór reyndist Lilleström afar dýrmætur á lokasprettinum. Lilleström Knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason náði ferli sínum á gott flug á nýjan leik þegar hann gekk til liðs við norska liðið Lilleström frá sænska liðinu Hammarby um mánaðamótin júlí og ágúst. Á þeim tíma var Lilleström að ganga í gegnum þjálfaraskipti, en við liðinu tók Jörgen Lennartsson sem þekkti til Arnórs eftir að hafa leikið gegn honum í Svíþjóð. „Ég hafði verið að glíma við meiðsli hjá Hammarby og var dottinn út úr liðinu og það hentað mér bara vel að gera stuttan samning við Lilleström til þess að fá meiri spiltíma. Jörgen mundi eftir mér eftir að við mættumst fjölmörgum sinnum í Svíþjóð og hann lagði áherslu á að fá mig til liðsins. Það var þægileg tilfinning að vera kominn aftur í lið þar sem ég var í lykilhlutverki eftir erfiða tíma hjá Hammarby,“ segir Arnór í samtali við Fréttablaðið. Hann var settur í nýja stöðu. „Þarna var ég settur í hlutverk falskrar níu fyrir aftan framherja og var í nokkuð frjálsu hlutverki. Mér gekk vel persónulega og liðinu tókst að bjarga sér frá falli þannig að þetta gat bara ekki farið betur. Ég skoraði sjö mörk í 13 deildarleikjum og lagði upp nokkur mörk fyrir samherja mína og ég var bara mjög sáttur við eigin frammistöðu,“ segir hann enn fremur um tíma sinn hjá Lilleström. „Eftir tímabilið hef ég fundið fyrir þó nokkrum áhuga frá liðum á kröftum mínum. Það er góð tilfinning að vera kominn aftur á flug og að geta valið úr tilboðum. Ég verð samningslaus í desember og býst við að taka ákvörðun öðrum hvorum megin við næstu áramót um hvar ég mun spila í framhaldinu. Lilleström er búið að bjóða mér nýjan samning og svo er ég kominn með tilboð frá tveimur öðrum norskum liðum. Það eru svo einhverjar fyrirspurnir frá liðum annars staðar í Skandinavíu og einnig annars staðar en í Evrópu,“ segir hann um framtíðina hjá sér. „Nú er bara að vega og meta það sem mér býðst og taka góða ákvörðun fyrir mig. Ég þarf líka að passa upp á það að finna lið þar sem mér er ætlað stórt hlutverk. Mig langar mjög mikið að koma mér inn í landsliðshópinn á komandi ári og til þess að svo geti farið verð ég að spila reglulega og standa mig vel áfram. Ég býst við því að verða valinn í landsliðsverkefnið sem verður í janúar og er staðráðinn í að sýna mig og sanna þar,“ segir Skagamaðurinn enn fremur. – hó Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason náði ferli sínum á gott flug á nýjan leik þegar hann gekk til liðs við norska liðið Lilleström frá sænska liðinu Hammarby um mánaðamótin júlí og ágúst. Á þeim tíma var Lilleström að ganga í gegnum þjálfaraskipti, en við liðinu tók Jörgen Lennartsson sem þekkti til Arnórs eftir að hafa leikið gegn honum í Svíþjóð. „Ég hafði verið að glíma við meiðsli hjá Hammarby og var dottinn út úr liðinu og það hentað mér bara vel að gera stuttan samning við Lilleström til þess að fá meiri spiltíma. Jörgen mundi eftir mér eftir að við mættumst fjölmörgum sinnum í Svíþjóð og hann lagði áherslu á að fá mig til liðsins. Það var þægileg tilfinning að vera kominn aftur í lið þar sem ég var í lykilhlutverki eftir erfiða tíma hjá Hammarby,“ segir Arnór í samtali við Fréttablaðið. Hann var settur í nýja stöðu. „Þarna var ég settur í hlutverk falskrar níu fyrir aftan framherja og var í nokkuð frjálsu hlutverki. Mér gekk vel persónulega og liðinu tókst að bjarga sér frá falli þannig að þetta gat bara ekki farið betur. Ég skoraði sjö mörk í 13 deildarleikjum og lagði upp nokkur mörk fyrir samherja mína og ég var bara mjög sáttur við eigin frammistöðu,“ segir hann enn fremur um tíma sinn hjá Lilleström. „Eftir tímabilið hef ég fundið fyrir þó nokkrum áhuga frá liðum á kröftum mínum. Það er góð tilfinning að vera kominn aftur á flug og að geta valið úr tilboðum. Ég verð samningslaus í desember og býst við að taka ákvörðun öðrum hvorum megin við næstu áramót um hvar ég mun spila í framhaldinu. Lilleström er búið að bjóða mér nýjan samning og svo er ég kominn með tilboð frá tveimur öðrum norskum liðum. Það eru svo einhverjar fyrirspurnir frá liðum annars staðar í Skandinavíu og einnig annars staðar en í Evrópu,“ segir hann um framtíðina hjá sér. „Nú er bara að vega og meta það sem mér býðst og taka góða ákvörðun fyrir mig. Ég þarf líka að passa upp á það að finna lið þar sem mér er ætlað stórt hlutverk. Mig langar mjög mikið að koma mér inn í landsliðshópinn á komandi ári og til þess að svo geti farið verð ég að spila reglulega og standa mig vel áfram. Ég býst við því að verða valinn í landsliðsverkefnið sem verður í janúar og er staðráðinn í að sýna mig og sanna þar,“ segir Skagamaðurinn enn fremur. – hó
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira