Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2018 09:15 Simone Biles. Vísir/Getty Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. Þetta er nýjasta útspil bandaríska fimleikasambandsins til að reyna að halda sér á floti en sambandið er að drukna í lögsóknum frá fórnarlömbum læknisins Larry Nassar. USA Gymnastics has filed for bankruptcy so it can resolve claims by athletes sexually abused by a former team doctor. More: https://t.co/pGpOT0giQIpic.twitter.com/t65CsNWkat — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2018 Hundrað mál eru nú í gangi þar sem 350 fórnarlömb sækjast eftir bótum frá bandaríska sambandinu sem „leyfði“ Larry Nassar að komast upp með áratugalanga kynferðislega misnotkun á fimleikastelpum. Meðal fórnarlamba hans voru bestu fimleikakonur heims eins og þær Aly Raisman og Simone Biles en Larry Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. Larry Nassar var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi (175 ár) og fimleikasambandið þurfti einnig að breyta um forystu. Nýir forrráðamenn bandaríska fimleikasambandsins þurfa nú að finna leið til að borga allar bæturnar sem munu safnast upp vegna málaferlanna í Larry Nassar málunum. USA Gymnastics files for bankruptcy in wake of Larry Nassar scandal https://t.co/VBP298iKGi — Guardian sport (@guardian_sport) December 5, 2018 Það er ljóst að sambandið ræður ekki við slík útgjöld og eina leiðin til að hafa einhverja stjórn á stöðunni var að láta taka sambandið til gjaldþrotaskipta. Bandaríska sambandið sótti um að komast í var í gegnum svokallaðan ellefta kafla í skiptarétti þrotabúa. Í tilkynningu frá sambandinu segir að þetta skref gefi sambandinu tækifæri á að styðja áfram við fimleikafólk sitt sem og að gera upp við þolendur Larry Nassar. Þar kom einnig fram að tryggingar sambandsins munu sjá um að gera upp við fórnarlömbin og með því að lýsa sig gjaldþrota hafi sambandið fundið bestu leiðina til að beina kröfunum þangað. Fimleikar Mál Larry Nassar Bandaríkin Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. Þetta er nýjasta útspil bandaríska fimleikasambandsins til að reyna að halda sér á floti en sambandið er að drukna í lögsóknum frá fórnarlömbum læknisins Larry Nassar. USA Gymnastics has filed for bankruptcy so it can resolve claims by athletes sexually abused by a former team doctor. More: https://t.co/pGpOT0giQIpic.twitter.com/t65CsNWkat — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2018 Hundrað mál eru nú í gangi þar sem 350 fórnarlömb sækjast eftir bótum frá bandaríska sambandinu sem „leyfði“ Larry Nassar að komast upp með áratugalanga kynferðislega misnotkun á fimleikastelpum. Meðal fórnarlamba hans voru bestu fimleikakonur heims eins og þær Aly Raisman og Simone Biles en Larry Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. Larry Nassar var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi (175 ár) og fimleikasambandið þurfti einnig að breyta um forystu. Nýir forrráðamenn bandaríska fimleikasambandsins þurfa nú að finna leið til að borga allar bæturnar sem munu safnast upp vegna málaferlanna í Larry Nassar málunum. USA Gymnastics files for bankruptcy in wake of Larry Nassar scandal https://t.co/VBP298iKGi — Guardian sport (@guardian_sport) December 5, 2018 Það er ljóst að sambandið ræður ekki við slík útgjöld og eina leiðin til að hafa einhverja stjórn á stöðunni var að láta taka sambandið til gjaldþrotaskipta. Bandaríska sambandið sótti um að komast í var í gegnum svokallaðan ellefta kafla í skiptarétti þrotabúa. Í tilkynningu frá sambandinu segir að þetta skref gefi sambandinu tækifæri á að styðja áfram við fimleikafólk sitt sem og að gera upp við þolendur Larry Nassar. Þar kom einnig fram að tryggingar sambandsins munu sjá um að gera upp við fórnarlömbin og með því að lýsa sig gjaldþrota hafi sambandið fundið bestu leiðina til að beina kröfunum þangað.
Fimleikar Mál Larry Nassar Bandaríkin Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira