60 prósent verðmunur á bókum milli verslana Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. desember 2018 06:00 Jólin eru framundan en þá grípa margir Íslendingar í bækur. vísir/getty Það munar allt að 60 prósentum á verði metsölubóka í jólabókaflóðinu milli verslana samkvæmt árlegri verðkönnun blaðsins. Verðmunur aukist milli ára. Jólabækurnar sem fyrr ódýrastar í Bónus. Það er kannski ekki sama rómantík yfir því að stinga nýjustu bók Arnaldar í körfuna innan um kjötskrokka í Bónus og það er að rölta með kakó inn í bókabúð á Þorláksmessu. En fyrir neytendur getur munað mörg þúsund krónum að gera einmitt það. Blaðið kannaði verð á átta vinsælum titlum af metsölulista Eymundsson í fjórum verslunum í gær. Hafa ber í huga að á þessum árstíma geta verið sveiflur á verðlagningu. Ýmis tilboð og annað sífellt í gangi svo enn getur verð lækkað þegar nær dregur jólum. Sem dæmi var 25 prósent afsláttur af öllum vörum í Pennanum/Eymundsson í Hallarmúla í gær. Ein dýrasta bókin er bók Þórðar Snæs Júlíussonar, Kaupthinking. Hún er dýrust í verslun Pennans/ Eymundsson á 7.499 krónur en ódýrust í Bónus á 4.798 krónur. Verðmunurinn 56 prósent. Raunar munar líka rúmlega 20 prósentum á bókinni í Bónus og þar sem hún er næstódýrust, í Hagkaupum, á 5.799 krónur. Hvergi er meiri munur milli verslana en á bókum Yrsu og nýju Útkallsbókinni. Rúm 59 prósent. Sem dæmi um hversu mikið má spara við kaup á jólabókum má nefna að ef viðskiptavinur kaupir bækur Arnaldar og Yrsu og barnabók Ævars vísindamanns greiðir hann 12.194 krónur í Bónus. Fyrir sömu bækur greiðir hann 18.997 krónur í Pennanum/Eymundsson og 15.397 krónur í Hagkaupum, sem oftast var með næstlægsta verðið. Í könnun blaðsins í fyrra var mesti verðmunur milli verslana 52 prósent. Í könnuninni í ár er Costco fjarri góðu gamni. Í fyrra var meirihluti titlanna ekki til í versluninni en þá spilar inn í að blaðamaður endurnýjaði ekki aðild sína að versluninni. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Neytendur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Það munar allt að 60 prósentum á verði metsölubóka í jólabókaflóðinu milli verslana samkvæmt árlegri verðkönnun blaðsins. Verðmunur aukist milli ára. Jólabækurnar sem fyrr ódýrastar í Bónus. Það er kannski ekki sama rómantík yfir því að stinga nýjustu bók Arnaldar í körfuna innan um kjötskrokka í Bónus og það er að rölta með kakó inn í bókabúð á Þorláksmessu. En fyrir neytendur getur munað mörg þúsund krónum að gera einmitt það. Blaðið kannaði verð á átta vinsælum titlum af metsölulista Eymundsson í fjórum verslunum í gær. Hafa ber í huga að á þessum árstíma geta verið sveiflur á verðlagningu. Ýmis tilboð og annað sífellt í gangi svo enn getur verð lækkað þegar nær dregur jólum. Sem dæmi var 25 prósent afsláttur af öllum vörum í Pennanum/Eymundsson í Hallarmúla í gær. Ein dýrasta bókin er bók Þórðar Snæs Júlíussonar, Kaupthinking. Hún er dýrust í verslun Pennans/ Eymundsson á 7.499 krónur en ódýrust í Bónus á 4.798 krónur. Verðmunurinn 56 prósent. Raunar munar líka rúmlega 20 prósentum á bókinni í Bónus og þar sem hún er næstódýrust, í Hagkaupum, á 5.799 krónur. Hvergi er meiri munur milli verslana en á bókum Yrsu og nýju Útkallsbókinni. Rúm 59 prósent. Sem dæmi um hversu mikið má spara við kaup á jólabókum má nefna að ef viðskiptavinur kaupir bækur Arnaldar og Yrsu og barnabók Ævars vísindamanns greiðir hann 12.194 krónur í Bónus. Fyrir sömu bækur greiðir hann 18.997 krónur í Pennanum/Eymundsson og 15.397 krónur í Hagkaupum, sem oftast var með næstlægsta verðið. Í könnun blaðsins í fyrra var mesti verðmunur milli verslana 52 prósent. Í könnuninni í ár er Costco fjarri góðu gamni. Í fyrra var meirihluti titlanna ekki til í versluninni en þá spilar inn í að blaðamaður endurnýjaði ekki aðild sína að versluninni.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Neytendur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira