Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. desember 2018 19:00 Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. Ávanabindandi lyf eru sterk verkjalyf á borð við Parkodín forte, Oxýcódon og morfín, Róandi og kvíðastillandi lyf eins og Alprazólam, svefnlyf eins og Imovane, og örvandi lyf eins og amfetamín. Það sem af er ári hafa 97.606 einstaklingar fengið ávísað ávanabindandi lyfjum á Íslandi, árið 2017 voru þeir samanlagt 103.910.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis„Það er að draga verulega úr ávísunum ópíóða og eins með róandi lyfin það dregur aðeins úr því fyrir sum lyfin. svefnlyf og örvandi lyf standa í stað,“ segir Ólafur Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis. Hann segir þennan árangur hafa náðst meðal annars með auknu aðgengi lækna að upplýsingum og nýrri reglugerð með hertari reglum um ávísanir. Í tölfræðilegum samanburði nota Íslendingar enn mun meira af ávanabindandi lyfjum en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Til að mynda nota Íslendingar helmingi meiri svefnlyf en Norðmenn. Ólafur segir að svokallað læknaráp sé hluti af vandamálinu. Þegar einn læknir reynir að takmarka ávísun áávanabindandi lyf getur fólk hæglega leitað til annarra lækna. „Ráp milli lækna en ennþá vandamál þó svo að læknar séu komnir með aðgang að lyfjagagnagrunni. Við sjáum að það sem af er árinu hafa yfir tvö hundruð einstaklingar fengið ávísað ávanabindandi lyf hjá tíu eða fleiri læknum ,“ segir Ólafur og bætir við að embættið líti þessi mál alvarlegum augum og reyni að bregast við. Ólafur áréttar þó að meirihluti lækna sé meðþessi mál í góðu lagi. „Tiltölulega lítill hópur sem við sjáum að eru að ávísa mun meira en aðrir læknar. Á þessu ári höfum við verið að senda bréf til fjörutíu lækna,“ segir Ólafur. Lokaúrræðið er að svipta lækna leyfi til aðávísa lyfjum en eins og staðan er í dag eru nokkrir læknar án leyfis til að ávísa ávanabindandi lyf. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. Ávanabindandi lyf eru sterk verkjalyf á borð við Parkodín forte, Oxýcódon og morfín, Róandi og kvíðastillandi lyf eins og Alprazólam, svefnlyf eins og Imovane, og örvandi lyf eins og amfetamín. Það sem af er ári hafa 97.606 einstaklingar fengið ávísað ávanabindandi lyfjum á Íslandi, árið 2017 voru þeir samanlagt 103.910.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis„Það er að draga verulega úr ávísunum ópíóða og eins með róandi lyfin það dregur aðeins úr því fyrir sum lyfin. svefnlyf og örvandi lyf standa í stað,“ segir Ólafur Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis. Hann segir þennan árangur hafa náðst meðal annars með auknu aðgengi lækna að upplýsingum og nýrri reglugerð með hertari reglum um ávísanir. Í tölfræðilegum samanburði nota Íslendingar enn mun meira af ávanabindandi lyfjum en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Til að mynda nota Íslendingar helmingi meiri svefnlyf en Norðmenn. Ólafur segir að svokallað læknaráp sé hluti af vandamálinu. Þegar einn læknir reynir að takmarka ávísun áávanabindandi lyf getur fólk hæglega leitað til annarra lækna. „Ráp milli lækna en ennþá vandamál þó svo að læknar séu komnir með aðgang að lyfjagagnagrunni. Við sjáum að það sem af er árinu hafa yfir tvö hundruð einstaklingar fengið ávísað ávanabindandi lyf hjá tíu eða fleiri læknum ,“ segir Ólafur og bætir við að embættið líti þessi mál alvarlegum augum og reyni að bregast við. Ólafur áréttar þó að meirihluti lækna sé meðþessi mál í góðu lagi. „Tiltölulega lítill hópur sem við sjáum að eru að ávísa mun meira en aðrir læknar. Á þessu ári höfum við verið að senda bréf til fjörutíu lækna,“ segir Ólafur. Lokaúrræðið er að svipta lækna leyfi til aðávísa lyfjum en eins og staðan er í dag eru nokkrir læknar án leyfis til að ávísa ávanabindandi lyf.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent