Sjá fram á betrí tíma eftir mögur ár Helgi Vífill Júlíusson skrifar 5. desember 2018 08:49 Dagný segir að um 25 prósent tekna fyrirtækisins megi rekja til ferðamanna Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við erum ákaflega bjartsýn á rekstur Cintamani á nýju ári. Vörulínan er glæsileg og mikil tiltekt hefur átt sér stað í rekstrinum,“ segir Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Reksturinn hefur ekki gengið sem skyldi síðustu tvö ár. Ég var því fengin til að taka við keflinu aftur í september en ég hafði stýrt félaginu á árunum 2010 til 2013 og þekkti því vel til. Það hefur verið lögð mikil vinna í að fara ofan í saumana á öllu sem við kemur rekstrinum og finna hvað mætti betur fara. Við höfum ráðist í umfangsmiklar breytingar á undanförnum tveimur mánuðum og það er strax orðinn töluverður viðsnúningur í rekstrinum. Hluthafar Cintamani lögðu fyrirtækinu til 300 milljónir króna í aukið hlutafé og því var hægt ljúka við vörulínuna fyrir jólin og panta vörur.“ Því miður hafa erfiðleikar í rekstrinum gert það að verkum að nýju vörurnar koma ekki í verslanir fyrr en 15. desember. „Það er ansi seint, það verður að viðurkennast, en vonandi sýna viðskiptavinir okkur þolinmæði,“ segir Dagný. Nóvember og desember eru að hennar sögn stærstu mánuðir ársins í sölunni. Það skipti því miklu máli að jólasalan gangi vel.Skáru niður fastan kostnað Dagný segir að á meðal umbóta sem farið var í hafi verið að skapa heildarútlit á vöruframboðið, skipulags- og ferlabreytingar, vörur séu nú pantaðar með öðrum hætti, önnur nálgun sé í markaðssetningu auk niðurskurðar. „Fáum starfsmönnum var sagt upp í niðurskurðinum. Hann laut einkum að því að skera niður fastan kostnað. Kostnaður við hönnun á það til að fara úr böndunum ef ekki er fylgst grannt með honum og er nú lögð áhersla á eftirlit með honum. Cintamani er ekki stórt fyrirtæki, á skrifstofunni vinna einungis níu starfsmenn, og því þarf að gæta þess að rekstrarkostnaður fari ekki úr böndum.“ Cintamani var rekið með 127 milljóna króna tapi í fyrra og drógust tekjur, sem námu 757 milljónum króna, saman um 20 prósent. Dagný segir að niðurstaðan í ár verði með svipuðum hætti. Tekjusamdráttinn rekur hún til vöruskorts því fyrirtækið hafi átt erfitt með að fjármagna pantanir – en eins og fram hefur komið hefur sá vandi verið leystur með auknu hlutafé – og vaxandi rekstrarkostnaður hafi átt sinn þátt í tapinu. „Það hefur einnig háð fyrirtækinu að það var sett í söluferli um síðustu jól og svo aftur nýverið en tilboði fjárfesta var hafnað. Á þeim tíma var eflaust ekki nægur fókus á rekstrinum,“ segir hún. Kristinn Már Gunnarsson, kaupsýslumaður í Þýskalandi, gekk í hluthafahóp Cintamani árið 2009 og á nú 70 prósenta hlut á móti framtakssjóðnum Frumtaki sem keypti í félaginu árið 2013. Krónan kallar á spákaupmennskuHefur krónan leikið ykkur grátt?„Það er erfitt að vera í innflutningi þegar kostnaðarverð vörunnar hækkar frá því að ákvörðunin um að framleiða hana er tekin og þangað til hún kemur í hús. Allir sem stunda viðskipti við útlönd stunda spákaupmennsku. Það er ekki eðlilegt.“Hvers vegna var fyrirtækið sett í söluferli í ár?„Það er nú einu sinni þannig að flest er til sölu fyrir rétt verð. Cintamani er þekkt vörumerki á Íslandi og margir sem bera sterkar taugar til þess. Ég held að margir sjái möguleika í fyrirtækinu.“Hvað getur þú sagt okkur um Cintamani?„Við hönnum föt fyrir fólk sem vill koma út að leika. Við erum rótgróið íslenskt fyrirtæki, stofnað 1989 og verðum 30 ára á næsta ári. Við erum með mikið úrval af almennum útvistarfatnaði, til dæmis fyrir hlaupara, hjólreiðafólk og göngugarpa. Það er allra veðra von á Íslandi og við bjóðum því jafnframt upp á flíkur fyrir þá sem vilja vera smart á leið í og úr vinnu án þess að krókna úr kulda. Við bjóðum einnig upp á vörur fyrir þá sem taka útvistina alla leið og stefna á að klífa Mount Everest,“ segir hún og nefnir að nafnið Cintamani komi úr Himalajafjöllunum og merki óskasteinn. „Útivist er ört stækkandi á Íslandi, það virðist vera mun meiri vakning um heilsu og hreyfingu með hverju árinu, Cintamani-fatnaðurinn hentar í alla útivist og við fylgjumst vel með þróun og þörfum viðskiptavina okkar. Það er líka mikil meðvitund um gæði og endingu. Vaxtartækifærin liggja ekki síst í að höfða til fólks sem vill kaupa gæðaflíkur sem endast og vinna þannig gegn sóun.“Dagný segir að útivist sé ört stækkandi á Íslandi. Fréttablaðið/sigtryggur ari25 prósent tekna frá ferðamönnumHvernig er skipting tekna hjá Cintamani, þ.e. verslun, heildsala og netverslun?„Stærstur hluti tekna okkar kemur úr okkar eigin búðum. Sala til fyrirtækja er einnig mikilvæg stoð og einnig heildsalan,“ segir Dagný og nefnir að 25 prósent af tekjum fyrirtækisins megi rekja til ferðamanna.Horfið þið til útflutnings í meiri mæli?„Nei. Við erum ekki að stefna á erlendan markað á næstu tveimur árum, nema þá bara með netverslun. Á meðan tvær milljónir útlendinga koma til okkar erum við ekki að hugsa okkur til hreyfings,“ segir hún. Félagið er með endursöluaðila í Noregi, Þýskalandi og Austurríki.Hafið þið fundið fyrir breyttu neyslumynstri ferðamanna í kjölfar sterkara gengis krónu?„Já, við sjáum minnkandi verslun í hlutfalli við sterkari krónu. Er það ekki þannig með okkur þegar við förum til útlanda að við ætlum okkur að eyða ákveðið miklu. Ef við fáum minna fyrir peninginn þá kaupum við bara minna. Ákveðnir ferðamenn leita að ódýrari vöru og outlet-um. Að vísu hefur krónan veikst talsvert undanfarið þannig að við sjáum til hvernig jólin verða.“Hverjar eru helstu áskoranirnar núna í rekstrinum annars vegar og hins vegar í framleiðslu?„Það er mikil áskorun að vera í eigin framleiðslu, það tekur tíma að hanna, gæðaprófa og setja svo á markað. Svo það er vandasamt að velja vel. Það er líka geysileg fjárbinding í eigin framleiðslu. Það er áskorun að hafa gjaldmiðil sem flöktir mikið og mér finnst umræðan um kjaramálin ekki í góðum farvegi.“Þurfið þið að uppfæra vörulínuna oft?„Okkar fatnaður lifir sem betur fer mun lengur en hjá tískuverslunum sem eru alltaf að bjóða upp á ný og ný föt. Cintamani hefur til að mynda boðið upp á skel sem er klassísk flík frá árinu 2010. Um leið og jakkinn sem ber nafnið Tinna selst upp í einhverjum lit myndast biðlistar. Flíkin hefur að sjálfsögðu verið uppfærð efnislega og tæknilega á þessum tíma.“ Kallar á meiri útsjónarsemi í markaðsmálumÞú nefndir að þið breyttuð markaðssetningunni. Hvernig breyttuð þið henni?„Landslagið í fjölmiðlum og birtingum hefur tekið stakkaskiptum. Af þeim sökum höfum við grafið dýpra til ná til markhópanna. Árið 2010 hugsuðum við stórt og vildum ná til allra Íslendinga. Á þeim tíma var kannski keypt heilsíðuauglýsing í Fréttablaðinu og þá höfðum við staðið okkar plikt í markaðsmálum þá vikuna. Nú er landslagið gerbreytt og það þarf að sýna meiri útsjónarsemi. Það þarf til dæmis að vera áberandi á samfélagsmiðlum, meðal annars í samstarfi við áhrifavalda. Markaðskostnaðurinn verður ekki meiri fyrir vikið en hann verður með öðrum hætti.“Framleiða mest í LitháenHvar eru Cintamani-flíkurnar framleiddar?„Við framleiðum mest í Litháen, en einnig í Svíþjóð, Kína og Litháen og á Íslandi. Það er nefnilega misjafnt í hverju verksmiðjurnar eru bestar. Við höfum átt í samstarfi við þrjá stærstu framleiðendurna í meira en 15 ár og hittum þá reglulega. Það er gaman að sjá hvað þessar verksmiðjur eru orðnar tæknilegar og hvað mannshöndin kemur lítið að saumavinnunni sjálfri.“Í ljósi þess að þið eruð einungis með tvo fatahönnuði, er það stór ákvörðun að ráða hönnuð? Getur hann haft afdrifarík áhrif á hönnunina? „Það er vissulega stór ákvörðun. Fyrirtækið hefur hins vegar markað sér hönnunarstefnu sem hönnuðirnir vinna eftir. Sú stefna er mótuð út frá markhópum okkar, meðal annars með aðstoð frá rýnihópum. En hönnuðir koma með sína þekkingu og reynslu sem er virkilega verðmætt.“Netverslun veitir upplýsingarMun vefverslun verða meiri í framtíðinni í útivistarfatnaði?„Netverslun fer ört stækkandi alls staðar í heiminum. Á Íslandi hefur hún ekki stækkað jafn ört en það mun gerast. Netverslunin gegnir líka mikilvægu upplýsingahlutverki. Kauphegðun fólks er að breytast og nú skoðar fólk meira og ber saman gæði. Við eigum eftir að njóta góðs af því.”Ferðamenn geta leigt Cintamani-úlpur „Nú geta ferðamenn leigt Cintamani-úlpu af okkur í gegnum Share-A-Cintamani,“ segir Dagný. „Þeir sem búa á heitum stöðum eins og Flórída eiga eðli málsins samkvæmt yfirleitt ekki nægilega hlýjar úlpur til að heimsækja Ísland. Það er eitthvað skrítið við það að búa Flórída, eiga 100 þúsund króna parkaúlpu og nota hans einungis í fimm daga. Úlpan kæmist örugglega ekki fyrir í fataskápnum. Svo eru margir sem koma til landsins til að sækja ráðstefnur. Þeim er oft boðið í jöklaferðir en ráðstefnugestirnir gerðu ekki ráð fyrir því þegar þeir komu og þurfa því útivistarfatnað í einum grænum. Nú er ný kynslóð komin fram á sjónarsviðið, sem er 25 til 35 ára, með allt annað hugarfar en áður þekktist. Þau vilja nýta deilihagkerfið og þykir skynsamlegt að leigja stórar og miklar parkaúlpur í nokkra daga meðan á dvölinni stendur. Við buðum upp á þetta á Airwaves, þar sem mest hipp liðið er og þeim þótti þetta mjög kúl,“ segir hún. Share-A-Cintamani var hleypt af stokkunum í október.Kemur úr allt öðrum bransa „Ég kem úr allt öðrum bransa,“ segir Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani. „Ég var í sjö ár hjá Vodafone, lengst af sem forstöðumaður fyrirtækjasviðs og hef störf sem framkvæmdastjóri Cintamani árið 2010 og var til ársins 2013 þegar ég skellti mér út í ferðabransann. Sný aftur til Cintamani í september en hafði í nokkra mánuði áður starfað sem ráðgjafi fyrir félagið. Ætli það sé ekki tengingin við áhugamálin dregur mig að Cintamani. Ég er forfallinn hjólari, ákafur hundalabbari og svo hef ég verið efnileg í golfi allt of lengi.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
„Við erum ákaflega bjartsýn á rekstur Cintamani á nýju ári. Vörulínan er glæsileg og mikil tiltekt hefur átt sér stað í rekstrinum,“ segir Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Reksturinn hefur ekki gengið sem skyldi síðustu tvö ár. Ég var því fengin til að taka við keflinu aftur í september en ég hafði stýrt félaginu á árunum 2010 til 2013 og þekkti því vel til. Það hefur verið lögð mikil vinna í að fara ofan í saumana á öllu sem við kemur rekstrinum og finna hvað mætti betur fara. Við höfum ráðist í umfangsmiklar breytingar á undanförnum tveimur mánuðum og það er strax orðinn töluverður viðsnúningur í rekstrinum. Hluthafar Cintamani lögðu fyrirtækinu til 300 milljónir króna í aukið hlutafé og því var hægt ljúka við vörulínuna fyrir jólin og panta vörur.“ Því miður hafa erfiðleikar í rekstrinum gert það að verkum að nýju vörurnar koma ekki í verslanir fyrr en 15. desember. „Það er ansi seint, það verður að viðurkennast, en vonandi sýna viðskiptavinir okkur þolinmæði,“ segir Dagný. Nóvember og desember eru að hennar sögn stærstu mánuðir ársins í sölunni. Það skipti því miklu máli að jólasalan gangi vel.Skáru niður fastan kostnað Dagný segir að á meðal umbóta sem farið var í hafi verið að skapa heildarútlit á vöruframboðið, skipulags- og ferlabreytingar, vörur séu nú pantaðar með öðrum hætti, önnur nálgun sé í markaðssetningu auk niðurskurðar. „Fáum starfsmönnum var sagt upp í niðurskurðinum. Hann laut einkum að því að skera niður fastan kostnað. Kostnaður við hönnun á það til að fara úr böndunum ef ekki er fylgst grannt með honum og er nú lögð áhersla á eftirlit með honum. Cintamani er ekki stórt fyrirtæki, á skrifstofunni vinna einungis níu starfsmenn, og því þarf að gæta þess að rekstrarkostnaður fari ekki úr böndum.“ Cintamani var rekið með 127 milljóna króna tapi í fyrra og drógust tekjur, sem námu 757 milljónum króna, saman um 20 prósent. Dagný segir að niðurstaðan í ár verði með svipuðum hætti. Tekjusamdráttinn rekur hún til vöruskorts því fyrirtækið hafi átt erfitt með að fjármagna pantanir – en eins og fram hefur komið hefur sá vandi verið leystur með auknu hlutafé – og vaxandi rekstrarkostnaður hafi átt sinn þátt í tapinu. „Það hefur einnig háð fyrirtækinu að það var sett í söluferli um síðustu jól og svo aftur nýverið en tilboði fjárfesta var hafnað. Á þeim tíma var eflaust ekki nægur fókus á rekstrinum,“ segir hún. Kristinn Már Gunnarsson, kaupsýslumaður í Þýskalandi, gekk í hluthafahóp Cintamani árið 2009 og á nú 70 prósenta hlut á móti framtakssjóðnum Frumtaki sem keypti í félaginu árið 2013. Krónan kallar á spákaupmennskuHefur krónan leikið ykkur grátt?„Það er erfitt að vera í innflutningi þegar kostnaðarverð vörunnar hækkar frá því að ákvörðunin um að framleiða hana er tekin og þangað til hún kemur í hús. Allir sem stunda viðskipti við útlönd stunda spákaupmennsku. Það er ekki eðlilegt.“Hvers vegna var fyrirtækið sett í söluferli í ár?„Það er nú einu sinni þannig að flest er til sölu fyrir rétt verð. Cintamani er þekkt vörumerki á Íslandi og margir sem bera sterkar taugar til þess. Ég held að margir sjái möguleika í fyrirtækinu.“Hvað getur þú sagt okkur um Cintamani?„Við hönnum föt fyrir fólk sem vill koma út að leika. Við erum rótgróið íslenskt fyrirtæki, stofnað 1989 og verðum 30 ára á næsta ári. Við erum með mikið úrval af almennum útvistarfatnaði, til dæmis fyrir hlaupara, hjólreiðafólk og göngugarpa. Það er allra veðra von á Íslandi og við bjóðum því jafnframt upp á flíkur fyrir þá sem vilja vera smart á leið í og úr vinnu án þess að krókna úr kulda. Við bjóðum einnig upp á vörur fyrir þá sem taka útvistina alla leið og stefna á að klífa Mount Everest,“ segir hún og nefnir að nafnið Cintamani komi úr Himalajafjöllunum og merki óskasteinn. „Útivist er ört stækkandi á Íslandi, það virðist vera mun meiri vakning um heilsu og hreyfingu með hverju árinu, Cintamani-fatnaðurinn hentar í alla útivist og við fylgjumst vel með þróun og þörfum viðskiptavina okkar. Það er líka mikil meðvitund um gæði og endingu. Vaxtartækifærin liggja ekki síst í að höfða til fólks sem vill kaupa gæðaflíkur sem endast og vinna þannig gegn sóun.“Dagný segir að útivist sé ört stækkandi á Íslandi. Fréttablaðið/sigtryggur ari25 prósent tekna frá ferðamönnumHvernig er skipting tekna hjá Cintamani, þ.e. verslun, heildsala og netverslun?„Stærstur hluti tekna okkar kemur úr okkar eigin búðum. Sala til fyrirtækja er einnig mikilvæg stoð og einnig heildsalan,“ segir Dagný og nefnir að 25 prósent af tekjum fyrirtækisins megi rekja til ferðamanna.Horfið þið til útflutnings í meiri mæli?„Nei. Við erum ekki að stefna á erlendan markað á næstu tveimur árum, nema þá bara með netverslun. Á meðan tvær milljónir útlendinga koma til okkar erum við ekki að hugsa okkur til hreyfings,“ segir hún. Félagið er með endursöluaðila í Noregi, Þýskalandi og Austurríki.Hafið þið fundið fyrir breyttu neyslumynstri ferðamanna í kjölfar sterkara gengis krónu?„Já, við sjáum minnkandi verslun í hlutfalli við sterkari krónu. Er það ekki þannig með okkur þegar við förum til útlanda að við ætlum okkur að eyða ákveðið miklu. Ef við fáum minna fyrir peninginn þá kaupum við bara minna. Ákveðnir ferðamenn leita að ódýrari vöru og outlet-um. Að vísu hefur krónan veikst talsvert undanfarið þannig að við sjáum til hvernig jólin verða.“Hverjar eru helstu áskoranirnar núna í rekstrinum annars vegar og hins vegar í framleiðslu?„Það er mikil áskorun að vera í eigin framleiðslu, það tekur tíma að hanna, gæðaprófa og setja svo á markað. Svo það er vandasamt að velja vel. Það er líka geysileg fjárbinding í eigin framleiðslu. Það er áskorun að hafa gjaldmiðil sem flöktir mikið og mér finnst umræðan um kjaramálin ekki í góðum farvegi.“Þurfið þið að uppfæra vörulínuna oft?„Okkar fatnaður lifir sem betur fer mun lengur en hjá tískuverslunum sem eru alltaf að bjóða upp á ný og ný föt. Cintamani hefur til að mynda boðið upp á skel sem er klassísk flík frá árinu 2010. Um leið og jakkinn sem ber nafnið Tinna selst upp í einhverjum lit myndast biðlistar. Flíkin hefur að sjálfsögðu verið uppfærð efnislega og tæknilega á þessum tíma.“ Kallar á meiri útsjónarsemi í markaðsmálumÞú nefndir að þið breyttuð markaðssetningunni. Hvernig breyttuð þið henni?„Landslagið í fjölmiðlum og birtingum hefur tekið stakkaskiptum. Af þeim sökum höfum við grafið dýpra til ná til markhópanna. Árið 2010 hugsuðum við stórt og vildum ná til allra Íslendinga. Á þeim tíma var kannski keypt heilsíðuauglýsing í Fréttablaðinu og þá höfðum við staðið okkar plikt í markaðsmálum þá vikuna. Nú er landslagið gerbreytt og það þarf að sýna meiri útsjónarsemi. Það þarf til dæmis að vera áberandi á samfélagsmiðlum, meðal annars í samstarfi við áhrifavalda. Markaðskostnaðurinn verður ekki meiri fyrir vikið en hann verður með öðrum hætti.“Framleiða mest í LitháenHvar eru Cintamani-flíkurnar framleiddar?„Við framleiðum mest í Litháen, en einnig í Svíþjóð, Kína og Litháen og á Íslandi. Það er nefnilega misjafnt í hverju verksmiðjurnar eru bestar. Við höfum átt í samstarfi við þrjá stærstu framleiðendurna í meira en 15 ár og hittum þá reglulega. Það er gaman að sjá hvað þessar verksmiðjur eru orðnar tæknilegar og hvað mannshöndin kemur lítið að saumavinnunni sjálfri.“Í ljósi þess að þið eruð einungis með tvo fatahönnuði, er það stór ákvörðun að ráða hönnuð? Getur hann haft afdrifarík áhrif á hönnunina? „Það er vissulega stór ákvörðun. Fyrirtækið hefur hins vegar markað sér hönnunarstefnu sem hönnuðirnir vinna eftir. Sú stefna er mótuð út frá markhópum okkar, meðal annars með aðstoð frá rýnihópum. En hönnuðir koma með sína þekkingu og reynslu sem er virkilega verðmætt.“Netverslun veitir upplýsingarMun vefverslun verða meiri í framtíðinni í útivistarfatnaði?„Netverslun fer ört stækkandi alls staðar í heiminum. Á Íslandi hefur hún ekki stækkað jafn ört en það mun gerast. Netverslunin gegnir líka mikilvægu upplýsingahlutverki. Kauphegðun fólks er að breytast og nú skoðar fólk meira og ber saman gæði. Við eigum eftir að njóta góðs af því.”Ferðamenn geta leigt Cintamani-úlpur „Nú geta ferðamenn leigt Cintamani-úlpu af okkur í gegnum Share-A-Cintamani,“ segir Dagný. „Þeir sem búa á heitum stöðum eins og Flórída eiga eðli málsins samkvæmt yfirleitt ekki nægilega hlýjar úlpur til að heimsækja Ísland. Það er eitthvað skrítið við það að búa Flórída, eiga 100 þúsund króna parkaúlpu og nota hans einungis í fimm daga. Úlpan kæmist örugglega ekki fyrir í fataskápnum. Svo eru margir sem koma til landsins til að sækja ráðstefnur. Þeim er oft boðið í jöklaferðir en ráðstefnugestirnir gerðu ekki ráð fyrir því þegar þeir komu og þurfa því útivistarfatnað í einum grænum. Nú er ný kynslóð komin fram á sjónarsviðið, sem er 25 til 35 ára, með allt annað hugarfar en áður þekktist. Þau vilja nýta deilihagkerfið og þykir skynsamlegt að leigja stórar og miklar parkaúlpur í nokkra daga meðan á dvölinni stendur. Við buðum upp á þetta á Airwaves, þar sem mest hipp liðið er og þeim þótti þetta mjög kúl,“ segir hún. Share-A-Cintamani var hleypt af stokkunum í október.Kemur úr allt öðrum bransa „Ég kem úr allt öðrum bransa,“ segir Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani. „Ég var í sjö ár hjá Vodafone, lengst af sem forstöðumaður fyrirtækjasviðs og hef störf sem framkvæmdastjóri Cintamani árið 2010 og var til ársins 2013 þegar ég skellti mér út í ferðabransann. Sný aftur til Cintamani í september en hafði í nokkra mánuði áður starfað sem ráðgjafi fyrir félagið. Ætli það sé ekki tengingin við áhugamálin dregur mig að Cintamani. Ég er forfallinn hjólari, ákafur hundalabbari og svo hef ég verið efnileg í golfi allt of lengi.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira