Rekstrarfélag fataverslana Húrra Reykjavík hagnaðist um liðlega 20 milljónir króna í fyrra borið saman við 37 milljóna króna hagnað árið áður.
Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins, JS Reykjavík, fyrir síðasta ár. Verslanirnar seldu vörur fyrir samanlagt tæpar 375 milljónir króna á síðasta ári og jókst salan um 58 prósent frá fyrra ári þegar hún nam um 238 milljónum króna.
Rekstrarfélagið átti eignir upp á 135 milljónir króna í lok síðasta árs en á sama tíma var eigið fé þess 26 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið því um 19 prósent.
Sindri Snær Jensson og Jón Davíð Davíðsson opnuðu fyrstu verslun Húrra Reykjavík, herrafataverslun, á Hverfisgötu haustið 2014 en verslun með kvenfatnað var opnuð í sömu götu tveimur árum síðar.
Húrra Reykjavík hagnast um 20 milljónir

Tengdar fréttir

Fjölmargir freistuðu þess að næla sér í nýjustu Yeezy-skóna
Húrra Reykjavík hóf sölu á nýjustu útgáfu Yeezy Boost 350 V2 skónum í morgun.

Húrra Reykjavík bætir við sig eftirsóttum vörumerkjum: „Risastórt stökk fyrir íslenskan markað“
Fatabúðin Húrra Reykjavík hefur bætt við sig þremur nýjum vörumerkjum. Eigandi búðarinnar segir þetta stórt skref fyrir íslenskan tískumarkað.