Magnaður Curry leiddi Warriors til sigurs Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. desember 2018 07:30 Það er eins og Curry hafi ekki misst neitt úr vísir/getty Stephen Curry er nýstiginn upp úr meiðslum en það kom ekki að sök þegar Golden State Warriors mætti Atlanta Hawks í NBA deildinni í nótt. Curry setti 30 stig á 29 mínútum í sigri Warriors. Leikurinn var aðeins annar leikur Curry eftir nokkurra vikna fjarveru en það var ekki að sjá á honum. Hann einn og sér skoraði fleiri stig í fyrsta leikhluta heldur en allt lið Atlanta. Curry var með 18 af 34 stigum Warriors gegn 17 stigum Hawks í leikhlutanum. Hann setti fjögur af fimm þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum niður. „Ég er bara að reyna að finna taktinn aftur. Það er gott að ná inn nokkrum skotum snemma. Við settum tóninn í leiknum snemma, við þurftum á útisigri að halda,“ sagði Curry eftir leikinn. Curry var samtals með 30 stig í leiknum og félagar hans tveir í gullna tríói liðsins, Kevin Durant og Klay Thompson, settu 28 og 27 stig hvor í 128-111 sigri.Steph Curry scores 30 PTS in Atlanta, including 18 in the opening quarter! #DubNationpic.twitter.com/uUGwdz6WGu — NBA (@NBA) December 4, 2018 Stórstjarnan í Denver, Nikola Jokic, átti enn einn frábæra leikinn þegar strákarnir í Denver Nuggets sóttu Toronto Raptors heim. Jokic var með þrefalda tvennu, skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og sendi félögum sínum 15 stoðsendingar í 106-103 sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Jokic nær þrefaldri tvennu. Jokic kom Nuggets yfir af vítalínunni þegar 7 sekúndur voru eftir og setti tvö vítaskot til viðbótar með 5,6 sekúndur á klukkunni. Kyle Lowry reyndi flautukörfu til þess að jafna leikinn fyrir Raptors en skotið fór af hringnum og Denver fagnaði sigri. Sigurinn tók Nuggets upp við hlið LA Clippers á toppi Vesturdeildarinnar með 16-7 sigurhlutfall. Sigurinn kostaði þó sitt, Gary Harris meiddist á nára í leiknum og fer í myndatöku í dag. Harris hafði sett þrjú stig á níu mínútum í fyrsta leikhluta en meiddist undir lok hans og gat ekkert tekið þátt í leiknum eftir það.Nikola Jokic tallies his 18th career triple-double in Toronto. 23 PTS - 15 ASTS - 11 REBS pic.twitter.com/r8MDFRzuq3 — NBA (@NBA) December 4, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Oklahoma City Thunder 83-110 Atlanta Hawks - Golden State Warriors 111-128 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 97-99 New York Knicks - Washington Wizards 107-110 Toronto Raptors - Denver Nuggets 103-106 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 103-91 New Orleans Pelicans - LA Clippers 126-129 NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Stephen Curry er nýstiginn upp úr meiðslum en það kom ekki að sök þegar Golden State Warriors mætti Atlanta Hawks í NBA deildinni í nótt. Curry setti 30 stig á 29 mínútum í sigri Warriors. Leikurinn var aðeins annar leikur Curry eftir nokkurra vikna fjarveru en það var ekki að sjá á honum. Hann einn og sér skoraði fleiri stig í fyrsta leikhluta heldur en allt lið Atlanta. Curry var með 18 af 34 stigum Warriors gegn 17 stigum Hawks í leikhlutanum. Hann setti fjögur af fimm þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum niður. „Ég er bara að reyna að finna taktinn aftur. Það er gott að ná inn nokkrum skotum snemma. Við settum tóninn í leiknum snemma, við þurftum á útisigri að halda,“ sagði Curry eftir leikinn. Curry var samtals með 30 stig í leiknum og félagar hans tveir í gullna tríói liðsins, Kevin Durant og Klay Thompson, settu 28 og 27 stig hvor í 128-111 sigri.Steph Curry scores 30 PTS in Atlanta, including 18 in the opening quarter! #DubNationpic.twitter.com/uUGwdz6WGu — NBA (@NBA) December 4, 2018 Stórstjarnan í Denver, Nikola Jokic, átti enn einn frábæra leikinn þegar strákarnir í Denver Nuggets sóttu Toronto Raptors heim. Jokic var með þrefalda tvennu, skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og sendi félögum sínum 15 stoðsendingar í 106-103 sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Jokic nær þrefaldri tvennu. Jokic kom Nuggets yfir af vítalínunni þegar 7 sekúndur voru eftir og setti tvö vítaskot til viðbótar með 5,6 sekúndur á klukkunni. Kyle Lowry reyndi flautukörfu til þess að jafna leikinn fyrir Raptors en skotið fór af hringnum og Denver fagnaði sigri. Sigurinn tók Nuggets upp við hlið LA Clippers á toppi Vesturdeildarinnar með 16-7 sigurhlutfall. Sigurinn kostaði þó sitt, Gary Harris meiddist á nára í leiknum og fer í myndatöku í dag. Harris hafði sett þrjú stig á níu mínútum í fyrsta leikhluta en meiddist undir lok hans og gat ekkert tekið þátt í leiknum eftir það.Nikola Jokic tallies his 18th career triple-double in Toronto. 23 PTS - 15 ASTS - 11 REBS pic.twitter.com/r8MDFRzuq3 — NBA (@NBA) December 4, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Oklahoma City Thunder 83-110 Atlanta Hawks - Golden State Warriors 111-128 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 97-99 New York Knicks - Washington Wizards 107-110 Toronto Raptors - Denver Nuggets 103-106 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 103-91 New Orleans Pelicans - LA Clippers 126-129
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira