Magnaður Curry leiddi Warriors til sigurs Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. desember 2018 07:30 Það er eins og Curry hafi ekki misst neitt úr vísir/getty Stephen Curry er nýstiginn upp úr meiðslum en það kom ekki að sök þegar Golden State Warriors mætti Atlanta Hawks í NBA deildinni í nótt. Curry setti 30 stig á 29 mínútum í sigri Warriors. Leikurinn var aðeins annar leikur Curry eftir nokkurra vikna fjarveru en það var ekki að sjá á honum. Hann einn og sér skoraði fleiri stig í fyrsta leikhluta heldur en allt lið Atlanta. Curry var með 18 af 34 stigum Warriors gegn 17 stigum Hawks í leikhlutanum. Hann setti fjögur af fimm þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum niður. „Ég er bara að reyna að finna taktinn aftur. Það er gott að ná inn nokkrum skotum snemma. Við settum tóninn í leiknum snemma, við þurftum á útisigri að halda,“ sagði Curry eftir leikinn. Curry var samtals með 30 stig í leiknum og félagar hans tveir í gullna tríói liðsins, Kevin Durant og Klay Thompson, settu 28 og 27 stig hvor í 128-111 sigri.Steph Curry scores 30 PTS in Atlanta, including 18 in the opening quarter! #DubNationpic.twitter.com/uUGwdz6WGu — NBA (@NBA) December 4, 2018 Stórstjarnan í Denver, Nikola Jokic, átti enn einn frábæra leikinn þegar strákarnir í Denver Nuggets sóttu Toronto Raptors heim. Jokic var með þrefalda tvennu, skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og sendi félögum sínum 15 stoðsendingar í 106-103 sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Jokic nær þrefaldri tvennu. Jokic kom Nuggets yfir af vítalínunni þegar 7 sekúndur voru eftir og setti tvö vítaskot til viðbótar með 5,6 sekúndur á klukkunni. Kyle Lowry reyndi flautukörfu til þess að jafna leikinn fyrir Raptors en skotið fór af hringnum og Denver fagnaði sigri. Sigurinn tók Nuggets upp við hlið LA Clippers á toppi Vesturdeildarinnar með 16-7 sigurhlutfall. Sigurinn kostaði þó sitt, Gary Harris meiddist á nára í leiknum og fer í myndatöku í dag. Harris hafði sett þrjú stig á níu mínútum í fyrsta leikhluta en meiddist undir lok hans og gat ekkert tekið þátt í leiknum eftir það.Nikola Jokic tallies his 18th career triple-double in Toronto. 23 PTS - 15 ASTS - 11 REBS pic.twitter.com/r8MDFRzuq3 — NBA (@NBA) December 4, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Oklahoma City Thunder 83-110 Atlanta Hawks - Golden State Warriors 111-128 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 97-99 New York Knicks - Washington Wizards 107-110 Toronto Raptors - Denver Nuggets 103-106 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 103-91 New Orleans Pelicans - LA Clippers 126-129 NBA Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Stephen Curry er nýstiginn upp úr meiðslum en það kom ekki að sök þegar Golden State Warriors mætti Atlanta Hawks í NBA deildinni í nótt. Curry setti 30 stig á 29 mínútum í sigri Warriors. Leikurinn var aðeins annar leikur Curry eftir nokkurra vikna fjarveru en það var ekki að sjá á honum. Hann einn og sér skoraði fleiri stig í fyrsta leikhluta heldur en allt lið Atlanta. Curry var með 18 af 34 stigum Warriors gegn 17 stigum Hawks í leikhlutanum. Hann setti fjögur af fimm þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum niður. „Ég er bara að reyna að finna taktinn aftur. Það er gott að ná inn nokkrum skotum snemma. Við settum tóninn í leiknum snemma, við þurftum á útisigri að halda,“ sagði Curry eftir leikinn. Curry var samtals með 30 stig í leiknum og félagar hans tveir í gullna tríói liðsins, Kevin Durant og Klay Thompson, settu 28 og 27 stig hvor í 128-111 sigri.Steph Curry scores 30 PTS in Atlanta, including 18 in the opening quarter! #DubNationpic.twitter.com/uUGwdz6WGu — NBA (@NBA) December 4, 2018 Stórstjarnan í Denver, Nikola Jokic, átti enn einn frábæra leikinn þegar strákarnir í Denver Nuggets sóttu Toronto Raptors heim. Jokic var með þrefalda tvennu, skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og sendi félögum sínum 15 stoðsendingar í 106-103 sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Jokic nær þrefaldri tvennu. Jokic kom Nuggets yfir af vítalínunni þegar 7 sekúndur voru eftir og setti tvö vítaskot til viðbótar með 5,6 sekúndur á klukkunni. Kyle Lowry reyndi flautukörfu til þess að jafna leikinn fyrir Raptors en skotið fór af hringnum og Denver fagnaði sigri. Sigurinn tók Nuggets upp við hlið LA Clippers á toppi Vesturdeildarinnar með 16-7 sigurhlutfall. Sigurinn kostaði þó sitt, Gary Harris meiddist á nára í leiknum og fer í myndatöku í dag. Harris hafði sett þrjú stig á níu mínútum í fyrsta leikhluta en meiddist undir lok hans og gat ekkert tekið þátt í leiknum eftir það.Nikola Jokic tallies his 18th career triple-double in Toronto. 23 PTS - 15 ASTS - 11 REBS pic.twitter.com/r8MDFRzuq3 — NBA (@NBA) December 4, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Oklahoma City Thunder 83-110 Atlanta Hawks - Golden State Warriors 111-128 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 97-99 New York Knicks - Washington Wizards 107-110 Toronto Raptors - Denver Nuggets 103-106 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 103-91 New Orleans Pelicans - LA Clippers 126-129
NBA Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira