Forviða á hugmyndum um niðurskurð til Rannsóknasjóðs Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Prófessor segir Ísland standa nágrannalöndum langt að baki í fjármögnun háskóla og vísindastarfs. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Þetta er svolítill skellur en meirihluti fjárlaganefndar hyggst skera framlög til Rannsóknasjóðs niður um tæpar 150 milljónir. Við fréttum þetta bara í síðustu viku. Rannsóknasjóður er grunnvísindasjóður og í raun stoðin undir öll grunnvísindi á Íslandi. Hann er samt mjög lítill og það er hörð samkeppni um úthlutanir,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslendinga. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið segir að draga eigi úr útgjaldavexti til vísinda og samkeppnissjóða í rannsóknum um tæpar 147 milljónir. „Þetta skýtur svo skökku við en þarna verður um 17 prósenta niðurskurður á nýveitingum styrkja. Það eru um tíu verkefnastyrkir. Ég held að þingmenn séu ekki meðvitaðir um það hvað þetta er stór breyting og hefur mikil áhrif.“ Hún segir Vísindafélagið og þá vísindamenn sem hún hafi rætt við forviða. „Við hefðum frekar búist við að það yrði bætt við í sjóðina.“ Hafin er undirskriftasöfnun meðal vísindamanna til að mótmæla þessum áformum og þá hyggjast þeir mæta á þingpalla á morgun. Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild Háskólans og yfirlæknir á augndeild Landspítala, tekur undir þetta og segir að verið sé að taka lítið skref til baka. „Þegar kemur að fjármögnun háskóla og rannsókna erum við langt frá þeim þjóðum sem við viljum miða okkur við.“ Hann bendir á að bandarísk stjórnvöld hafi gefið það út að 75 prósent hagvaxtar landsins frá lokum seinni heimsstyrjaldar komi í gegnum rannsóknir og þróun. „Bandaríkjamenn hafa verið fremstir en eiginlega allar aðrar þjóðir eru að reyna fara sömu leið og byggja sína framtíð á rannsóknum og nýsköpun.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
„Þetta er svolítill skellur en meirihluti fjárlaganefndar hyggst skera framlög til Rannsóknasjóðs niður um tæpar 150 milljónir. Við fréttum þetta bara í síðustu viku. Rannsóknasjóður er grunnvísindasjóður og í raun stoðin undir öll grunnvísindi á Íslandi. Hann er samt mjög lítill og það er hörð samkeppni um úthlutanir,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslendinga. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið segir að draga eigi úr útgjaldavexti til vísinda og samkeppnissjóða í rannsóknum um tæpar 147 milljónir. „Þetta skýtur svo skökku við en þarna verður um 17 prósenta niðurskurður á nýveitingum styrkja. Það eru um tíu verkefnastyrkir. Ég held að þingmenn séu ekki meðvitaðir um það hvað þetta er stór breyting og hefur mikil áhrif.“ Hún segir Vísindafélagið og þá vísindamenn sem hún hafi rætt við forviða. „Við hefðum frekar búist við að það yrði bætt við í sjóðina.“ Hafin er undirskriftasöfnun meðal vísindamanna til að mótmæla þessum áformum og þá hyggjast þeir mæta á þingpalla á morgun. Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild Háskólans og yfirlæknir á augndeild Landspítala, tekur undir þetta og segir að verið sé að taka lítið skref til baka. „Þegar kemur að fjármögnun háskóla og rannsókna erum við langt frá þeim þjóðum sem við viljum miða okkur við.“ Hann bendir á að bandarísk stjórnvöld hafi gefið það út að 75 prósent hagvaxtar landsins frá lokum seinni heimsstyrjaldar komi í gegnum rannsóknir og þróun. „Bandaríkjamenn hafa verið fremstir en eiginlega allar aðrar þjóðir eru að reyna fara sömu leið og byggja sína framtíð á rannsóknum og nýsköpun.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira