Katar segir sig úr samtökum olíuframleiðsluríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Saad Sherida al-Kaabi. Stjórnvöld í Katar tilkynntu í gær um að þau hygðust segja sig úr OPEC, samtökum olíuframleiðsluríkja, í janúar næstkomandi. Katar verður þannig fyrsta miðausturlenska ríkið til þess að hætta í OPEC frá því samtökin voru stofnuð árið 1960. Saad Sherida al-Kaabi, orkumálaráðherra Katars, sagði í yfirlýsingu í gær að ríkið ætlaði að auka útflutning á jarðgasi úr 77 milljónum tonna á ári í 110 milljón tonn og að þrátt fyrir úrsögnina myndi ríkið sömuleiðis auka útflutning á olíu. „Í ljósi þessara áforma og vegna vilja okkar til að tryggja stöðu Katars sem áreiðanlegs og traustverðs útflytjanda orku höfum við þurft að stíga ákveðin skref og endurskoða hlutverk okkar á vettvangi alþjóðlegra orkuviðskipta,“ sagði í yfirlýsingunni aukinheldur. Samkvæmt AP-fréttaveitunni hefur Katar verið ellefti stærsti framleiðandi OPEC og nemur samdrátturinn í heildarframleiðslu vegna brotthvarfs ríkisins ekki nema um tveimur prósentum. Í viðtali við sama miðil sagði orkumálagreinandinn Anas Alhajji að ákvörðunin hefði lítil áhrif á markaðinn. Kostnaður OPEC-aðildar fyrir Katar hafi verið meiri en ágóðinn og því væri ákvörðunin skiljanleg. Sömuleiðis má setja ákvörðunina í samhengi við illdeilurnar við önnur ríki á svæðinu. Síðasta sumar ákváðu stjórnvöld í Egyptalandi, Barein, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum að skera á stjórnmálasamband við Katar vegna meints stuðnings við hryðjuverkasamtök og nálægðarinnar við Íran. Barein Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Íran Katar Mið-Austurlönd Orkumál Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnvöld í Katar tilkynntu í gær um að þau hygðust segja sig úr OPEC, samtökum olíuframleiðsluríkja, í janúar næstkomandi. Katar verður þannig fyrsta miðausturlenska ríkið til þess að hætta í OPEC frá því samtökin voru stofnuð árið 1960. Saad Sherida al-Kaabi, orkumálaráðherra Katars, sagði í yfirlýsingu í gær að ríkið ætlaði að auka útflutning á jarðgasi úr 77 milljónum tonna á ári í 110 milljón tonn og að þrátt fyrir úrsögnina myndi ríkið sömuleiðis auka útflutning á olíu. „Í ljósi þessara áforma og vegna vilja okkar til að tryggja stöðu Katars sem áreiðanlegs og traustverðs útflytjanda orku höfum við þurft að stíga ákveðin skref og endurskoða hlutverk okkar á vettvangi alþjóðlegra orkuviðskipta,“ sagði í yfirlýsingunni aukinheldur. Samkvæmt AP-fréttaveitunni hefur Katar verið ellefti stærsti framleiðandi OPEC og nemur samdrátturinn í heildarframleiðslu vegna brotthvarfs ríkisins ekki nema um tveimur prósentum. Í viðtali við sama miðil sagði orkumálagreinandinn Anas Alhajji að ákvörðunin hefði lítil áhrif á markaðinn. Kostnaður OPEC-aðildar fyrir Katar hafi verið meiri en ágóðinn og því væri ákvörðunin skiljanleg. Sömuleiðis má setja ákvörðunina í samhengi við illdeilurnar við önnur ríki á svæðinu. Síðasta sumar ákváðu stjórnvöld í Egyptalandi, Barein, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum að skera á stjórnmálasamband við Katar vegna meints stuðnings við hryðjuverkasamtök og nálægðarinnar við Íran.
Barein Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Íran Katar Mið-Austurlönd Orkumál Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira