Katrín þiggur boð Bernie Sanders Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2018 18:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun alþjóðasamtaka framfarasinna. Bernie Sanders er annar forsprakka samtakanna. Vísir/Vilhelm/Getty Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun samtakanna Progressive Internternational. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Katrínar sem birtist síðdegis í dag. Forsprakkar Progressive International eru Yanis Varfoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, og Bernie Sanders, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum. Miðað við þær upplýsingar sem fást á vefsíðu Progressive International, sem þýða mætti sem „Alþjóðasamtök Framfarasinna,“ eru samtökin hugsuð sem sameiginlegur alþjóðlegur vettvangur þeirra sem flokkast myndu sem vinstrisinnaðir á hinum pólitíska ás. Í kynningarmynbandi sem birtist þegar farið er á heimasíðu samtakanna er samtökunum lýst sem „grasrótarhreyfingu sem virkjar vinnandi fólk um allan heim í krafti sameiginlegrar sýnar um lýðræði, sjálfbærni og samstöðu.“Grundvöllur þáttökunnar tvíþætturÍ færslu Katrínar segir hún þátttöku sína í stofnun samtakanna grundvallast á tveimur þáttum. Annars vegar telji Katrín að mikilvægt sé að „bregðast í sameiningu við uppgangi valdboðshyggju í heiminum, sem er bein ógn við lýðræði og mannréttindi.“ Hins vegar sé það vilji forsætisráðherra að styðja við þá sýn sem Progressive International standi fyrir, sem Katrín segir vera „baráttuna fyrir almennri velferð, öryggi og reisn fyrir allt fólk.“ Katrín segir að hleypa þurfi lífi í alþjóðlega samvinnu vinstrifólks til þess að mögulegt sé að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði, breyta hinu alþjóðlega fjármálakerfi, stöðva vígvæðingu um heiminn og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Færslu Katrínar í heild sinni má sjá hér að neðan. Birtist stuttlega í myndbandi samtakannaÍ áður nefndu kynningarmyndbandi Progressive International eru týnd til þau mál sem samtökin hafa á sinni könnu, ýmist til að berjast gegn eða fylgja eftir. Meðal þess sem kemur fram í myndbandinu er að 1% jarðarbúa hafi yfirráð yfir um helmingi þess auðs sem til er í heiminum, meðan hundruð milljóna verkafólks búi við fjárhagslegt óöryggi og jafnvel fátækt. Eins er bent á að loftslag jarðarinnar „færist á meðan í átt til eyðileggingar.“ Þá vara samtökin við uppgangi valdboðssinna víðs vegar um heiminn. Á meðan alvörugefinn þulur talar ómyrkur í máli um þær hættur sem þeim fylgja má sjá svipmyndir af heimsþekktum stjórnmálaleiðtogum á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Boris Johnson, Brexit-sinna og fyrrum utanríkisráðherra Bretlands. Undir hvatningarorðum samtakanna um að nú sé tími framfarasinna heimsins til að sameinast má sjá myndbrot af heimsþekktu stjórnmálafólki. Til að mynda sjást stofnendur samtakanna, þeir Yanis Varfoufakis og Bernie Sanders. Þá má sjá leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, Alexandriu Ocasio-Cortez, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmann Bandaríkjanna og sjálfa Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands. Myndband samtakanna má sjá hér að neðan.Progressive International from MEANS OF PRODUCTION on Vimeo. Loftslagsmál Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun samtakanna Progressive Internternational. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Katrínar sem birtist síðdegis í dag. Forsprakkar Progressive International eru Yanis Varfoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, og Bernie Sanders, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum. Miðað við þær upplýsingar sem fást á vefsíðu Progressive International, sem þýða mætti sem „Alþjóðasamtök Framfarasinna,“ eru samtökin hugsuð sem sameiginlegur alþjóðlegur vettvangur þeirra sem flokkast myndu sem vinstrisinnaðir á hinum pólitíska ás. Í kynningarmynbandi sem birtist þegar farið er á heimasíðu samtakanna er samtökunum lýst sem „grasrótarhreyfingu sem virkjar vinnandi fólk um allan heim í krafti sameiginlegrar sýnar um lýðræði, sjálfbærni og samstöðu.“Grundvöllur þáttökunnar tvíþætturÍ færslu Katrínar segir hún þátttöku sína í stofnun samtakanna grundvallast á tveimur þáttum. Annars vegar telji Katrín að mikilvægt sé að „bregðast í sameiningu við uppgangi valdboðshyggju í heiminum, sem er bein ógn við lýðræði og mannréttindi.“ Hins vegar sé það vilji forsætisráðherra að styðja við þá sýn sem Progressive International standi fyrir, sem Katrín segir vera „baráttuna fyrir almennri velferð, öryggi og reisn fyrir allt fólk.“ Katrín segir að hleypa þurfi lífi í alþjóðlega samvinnu vinstrifólks til þess að mögulegt sé að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði, breyta hinu alþjóðlega fjármálakerfi, stöðva vígvæðingu um heiminn og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Færslu Katrínar í heild sinni má sjá hér að neðan. Birtist stuttlega í myndbandi samtakannaÍ áður nefndu kynningarmyndbandi Progressive International eru týnd til þau mál sem samtökin hafa á sinni könnu, ýmist til að berjast gegn eða fylgja eftir. Meðal þess sem kemur fram í myndbandinu er að 1% jarðarbúa hafi yfirráð yfir um helmingi þess auðs sem til er í heiminum, meðan hundruð milljóna verkafólks búi við fjárhagslegt óöryggi og jafnvel fátækt. Eins er bent á að loftslag jarðarinnar „færist á meðan í átt til eyðileggingar.“ Þá vara samtökin við uppgangi valdboðssinna víðs vegar um heiminn. Á meðan alvörugefinn þulur talar ómyrkur í máli um þær hættur sem þeim fylgja má sjá svipmyndir af heimsþekktum stjórnmálaleiðtogum á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Boris Johnson, Brexit-sinna og fyrrum utanríkisráðherra Bretlands. Undir hvatningarorðum samtakanna um að nú sé tími framfarasinna heimsins til að sameinast má sjá myndbrot af heimsþekktu stjórnmálafólki. Til að mynda sjást stofnendur samtakanna, þeir Yanis Varfoufakis og Bernie Sanders. Þá má sjá leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, Alexandriu Ocasio-Cortez, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmann Bandaríkjanna og sjálfa Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands. Myndband samtakanna má sjá hér að neðan.Progressive International from MEANS OF PRODUCTION on Vimeo.
Loftslagsmál Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira