Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2018 10:46 Guðni Th. Jóhannesson forseti tekur við bókinni úr hendi Margrétar Þórhildar Danadrottningar í Hörpu. Danska konungshöllin/Henning Bagger Margrét Þórhildur Danadrottning færði á laugardaginn forseta Íslands útgáfu af áður óséðum skrifum, dagbókarfærslum og minnispunktum Kristjáns tíunda Danakonungs frá árunum 1912 og 1932 þar sem hann fjallar um málefni Íslands. Danadrotting afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta útgáfuna í Hörpu á laugardagskvöldið þar sem haldið var upp á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands. Hún sagði upprunaleg skjöl hafi í heildina talið 444 og hafi þau ekki áður komið fyrir almennings sjónir. „Herra forseti! Það er mér mikil ánægja að geta afhent yður útgáfu af þessu verki, sem varpar að mörgu leyti nýju ljósi af örlagatímabili í okkar löngu sameiginlegu sögu,“ sagði drottningin. Að neðan má sjá ræðu drottningar og svipmyndir frá heimsókn hennar til Íslands. Drottning kom til Íslands að morgni fullveldisdagsins og skoðaði fyrir hádegi sýningu í Hörpu á tillögum að fána Íslands sem fram komu fyrir rétt rúmum hundrað árum. Hún var sömuleiðis viðstödd hátíðarhöld fyrir framan Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu. Þá heimsótti hún sýninguna Lífsblómið í Listasafni Íslands og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Um kvöldið sótti hún svo hátíðarkvöldverð í boði forsetahjóna á Bessastöðum og og flutti svo ávarp í Hörpu um kvöldið þar sem sérstök dagskrá fór fram. Að neðan má sjá ljósmyndir af fyrri heimsóknum þjóðarhöfðingja Danmerkur til Íslands, sem danska konungshöllin birti á Facebook-sínu sinni á laugardag. Forseti Íslands Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Íslandsvinir Danmörk Tengdar fréttir Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. 30. nóvember 2018 19:00 Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning færði á laugardaginn forseta Íslands útgáfu af áður óséðum skrifum, dagbókarfærslum og minnispunktum Kristjáns tíunda Danakonungs frá árunum 1912 og 1932 þar sem hann fjallar um málefni Íslands. Danadrotting afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta útgáfuna í Hörpu á laugardagskvöldið þar sem haldið var upp á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands. Hún sagði upprunaleg skjöl hafi í heildina talið 444 og hafi þau ekki áður komið fyrir almennings sjónir. „Herra forseti! Það er mér mikil ánægja að geta afhent yður útgáfu af þessu verki, sem varpar að mörgu leyti nýju ljósi af örlagatímabili í okkar löngu sameiginlegu sögu,“ sagði drottningin. Að neðan má sjá ræðu drottningar og svipmyndir frá heimsókn hennar til Íslands. Drottning kom til Íslands að morgni fullveldisdagsins og skoðaði fyrir hádegi sýningu í Hörpu á tillögum að fána Íslands sem fram komu fyrir rétt rúmum hundrað árum. Hún var sömuleiðis viðstödd hátíðarhöld fyrir framan Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu. Þá heimsótti hún sýninguna Lífsblómið í Listasafni Íslands og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Um kvöldið sótti hún svo hátíðarkvöldverð í boði forsetahjóna á Bessastöðum og og flutti svo ávarp í Hörpu um kvöldið þar sem sérstök dagskrá fór fram. Að neðan má sjá ljósmyndir af fyrri heimsóknum þjóðarhöfðingja Danmerkur til Íslands, sem danska konungshöllin birti á Facebook-sínu sinni á laugardag.
Forseti Íslands Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Íslandsvinir Danmörk Tengdar fréttir Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. 30. nóvember 2018 19:00 Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. 30. nóvember 2018 19:00
Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13