Mikil aukning á slysum vegna lyfjaaksturs Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Frá slysstað við Sæbraut og Borgartún. Vísir/vilhelm „Það er mjög erfitt að eiga við þessa miklu aukningu í fíkniefnaakstri. Fyrir fólk sem er að brjóta af sér með því að nota fíkniefni yfir höfuð er það að aka undir áhrifum ekki endilega mikill þröskuldur. Notendur fíkniefna eru fyrst og fremst sjálfum sér verstir en ef þeir eru komnir út í umferðina undir áhrifum eru þeir líka orðnir hættulegir fyrir allt umhverfið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Samkvæmt tölum frá stofnuninni hafa á fyrstu átta mánuðum ársins 67 manns látist eða slasast vegna fíkniefnaaksturs. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 35 látist eða slasast en þeir voru 52 allt síðasta ár. Sé horft til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega vegna fíkniefnaaksturs voru það 10 einstaklingar fyrstu átta mánuði ársins og hafa þeir aldrei verið fleiri síðan mælingar hófust, hvorki á fyrstu átta mánuðum árs né yfir heilt ár. Á síðasta ári voru þetta níu einstaklingar og átta árið áður. Þórhildur Elín„Þetta er rosalega brött aukning. Þetta er eitt af stærstu áhyggjuefnum okkar og augljóslega mjög knýjandi verkefni fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Velferðarþjónustan okkar, skólar og fræðsluyfirvöld þurfa að koma að því að taka á þessum vanda,“ segir Þórhildur Elín. Þegar kemur að ölvunarakstri er staðan svipuð og síðastliðin tvö ár. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 47 vegna ölvunaraksturs en þeir sem létust eða slösuðust alvarlega voru sjö. „Við höfum auðvitað alltaf áhyggjur af ölvunarakstri og erum í sérstöku átaki núna. Nú liggur fyrir frumvarp til nýrra umferðarlaga sem gerir ráð fyrir enn strangari refsimörkum. Það styður hvað við annað. Við viljum auðvitað sjá enn meiri árangur og ef frumvarpið verður óbreytt að lögum getur fólk alveg hætt að reikna það út hvort það geti fengið sér einn drykk áður en það keyrir.“ Þórhildur Elín bendir á að því miður hafi orðið mikil aukning í slysum vegna framanákeyrslna. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 46 í slíkum slysum en á sama tíma í fyrra voru þeir 37. Aukningin er líka mikil ef litið er til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega en þeir voru 20 fyrstu átta mánuði ársins en átta á sama tíma í fyrra. „Þarna er oft um að ræða ökumenn sem eru að taka fram úr. Taka séns sem þeir ættu ekki að taka. Svo hefur umferðin aukist mjög mikið þannig það eru fleiri bílar á vegunum. Það er of stutt bil á milli bíla þannig að ef einhver lendir í vandræðum með framúrakstur kemst hann kannski ekki til baka. Fólk ofmetur getu sína og vanmetur aðstæður. Það er segin saga að þá verður slysahættan umtalsvert meiri.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
„Það er mjög erfitt að eiga við þessa miklu aukningu í fíkniefnaakstri. Fyrir fólk sem er að brjóta af sér með því að nota fíkniefni yfir höfuð er það að aka undir áhrifum ekki endilega mikill þröskuldur. Notendur fíkniefna eru fyrst og fremst sjálfum sér verstir en ef þeir eru komnir út í umferðina undir áhrifum eru þeir líka orðnir hættulegir fyrir allt umhverfið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Samkvæmt tölum frá stofnuninni hafa á fyrstu átta mánuðum ársins 67 manns látist eða slasast vegna fíkniefnaaksturs. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 35 látist eða slasast en þeir voru 52 allt síðasta ár. Sé horft til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega vegna fíkniefnaaksturs voru það 10 einstaklingar fyrstu átta mánuði ársins og hafa þeir aldrei verið fleiri síðan mælingar hófust, hvorki á fyrstu átta mánuðum árs né yfir heilt ár. Á síðasta ári voru þetta níu einstaklingar og átta árið áður. Þórhildur Elín„Þetta er rosalega brött aukning. Þetta er eitt af stærstu áhyggjuefnum okkar og augljóslega mjög knýjandi verkefni fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Velferðarþjónustan okkar, skólar og fræðsluyfirvöld þurfa að koma að því að taka á þessum vanda,“ segir Þórhildur Elín. Þegar kemur að ölvunarakstri er staðan svipuð og síðastliðin tvö ár. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 47 vegna ölvunaraksturs en þeir sem létust eða slösuðust alvarlega voru sjö. „Við höfum auðvitað alltaf áhyggjur af ölvunarakstri og erum í sérstöku átaki núna. Nú liggur fyrir frumvarp til nýrra umferðarlaga sem gerir ráð fyrir enn strangari refsimörkum. Það styður hvað við annað. Við viljum auðvitað sjá enn meiri árangur og ef frumvarpið verður óbreytt að lögum getur fólk alveg hætt að reikna það út hvort það geti fengið sér einn drykk áður en það keyrir.“ Þórhildur Elín bendir á að því miður hafi orðið mikil aukning í slysum vegna framanákeyrslna. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 46 í slíkum slysum en á sama tíma í fyrra voru þeir 37. Aukningin er líka mikil ef litið er til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega en þeir voru 20 fyrstu átta mánuði ársins en átta á sama tíma í fyrra. „Þarna er oft um að ræða ökumenn sem eru að taka fram úr. Taka séns sem þeir ættu ekki að taka. Svo hefur umferðin aukist mjög mikið þannig það eru fleiri bílar á vegunum. Það er of stutt bil á milli bíla þannig að ef einhver lendir í vandræðum með framúrakstur kemst hann kannski ekki til baka. Fólk ofmetur getu sína og vanmetur aðstæður. Það er segin saga að þá verður slysahættan umtalsvert meiri.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira