Heiðruðu fjölþjóðlegan hóp nýdoktora frá HÍ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. desember 2018 06:15 Háskóla Íslands heiðraði sextíu og þrjá nýdoktora á laugardaginn. Háskóli Íslands Sextíu og þrír doktorar sem brautskráðust frá Háskóla Íslands á síðasta ári voru heiðraðir við hátíðlega athöfn á laugardaginn. Doktorsnemar frá öllum fimm fræðasviðum tóku þar við gullmerki Háskóla Íslands að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Þetta er í áttunda sinn sem háskólinn heiðrar nýdoktora með þessum hætti, en í hópi brautskráðra að þessu sinni voru 24 karlar og 39 konur. Af heildarfjöldanum eru 44 prósent með erlent ríkisfang. Sá hópur kemur víða að, samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands, eða frá 19 löndum Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. „Við minnumst þess nú í ár að 100 ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki, 1918. Á þeim tímamótum er einnig vert að minnast þess að árið 1918 voru liðin sjö ár frá því Íslendingar stofnuðu háskóla, 1911. Stofnun Háskóla Íslands er eitt skýrasta dæmið um þá bjartsýni og menntunarhug sem ríkti meðal þjóðarinnar í upphafi nýrrar aldar,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í ávarpi sínu. Um þessar mundir stunda um 600 manns doktorsnám við Háskóla Íslands. Alls munu 60 nemar ljúka doktorsprófi á árinu 2018 og verður heildarfjöldi doktora sem brautskráðst hafa frá Háskóla Íslands frá upphafi á sjöunda hundrað í loks árs. „Fjöldi doktorsnema við Háskóla Íslands styrkir ótvírætt stöðu hans sem alþjóðlega viðurkennds rannsóknarháskóla. Um leið gerir það skólanum kleift að sinna hlutverki sínu sem æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Öflugur rannsóknarháskóli er frumskilyrði þess að Ísland verði samkeppnisfært í vísindum, nýsköpun og atvinnuþróun, en grunnrannsóknir og góð og fjölbreytt menntun eru jafnan talin ein helsta forsenda hagvaxtar og aukinnar velsældar,“ sagði Jón Atli. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Sextíu og þrír doktorar sem brautskráðust frá Háskóla Íslands á síðasta ári voru heiðraðir við hátíðlega athöfn á laugardaginn. Doktorsnemar frá öllum fimm fræðasviðum tóku þar við gullmerki Háskóla Íslands að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Þetta er í áttunda sinn sem háskólinn heiðrar nýdoktora með þessum hætti, en í hópi brautskráðra að þessu sinni voru 24 karlar og 39 konur. Af heildarfjöldanum eru 44 prósent með erlent ríkisfang. Sá hópur kemur víða að, samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands, eða frá 19 löndum Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. „Við minnumst þess nú í ár að 100 ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki, 1918. Á þeim tímamótum er einnig vert að minnast þess að árið 1918 voru liðin sjö ár frá því Íslendingar stofnuðu háskóla, 1911. Stofnun Háskóla Íslands er eitt skýrasta dæmið um þá bjartsýni og menntunarhug sem ríkti meðal þjóðarinnar í upphafi nýrrar aldar,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í ávarpi sínu. Um þessar mundir stunda um 600 manns doktorsnám við Háskóla Íslands. Alls munu 60 nemar ljúka doktorsprófi á árinu 2018 og verður heildarfjöldi doktora sem brautskráðst hafa frá Háskóla Íslands frá upphafi á sjöunda hundrað í loks árs. „Fjöldi doktorsnema við Háskóla Íslands styrkir ótvírætt stöðu hans sem alþjóðlega viðurkennds rannsóknarháskóla. Um leið gerir það skólanum kleift að sinna hlutverki sínu sem æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Öflugur rannsóknarháskóli er frumskilyrði þess að Ísland verði samkeppnisfært í vísindum, nýsköpun og atvinnuþróun, en grunnrannsóknir og góð og fjölbreytt menntun eru jafnan talin ein helsta forsenda hagvaxtar og aukinnar velsældar,“ sagði Jón Atli.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent