Sök bítur sekan Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. desember 2018 09:00 Annálað samtal tíu prósenta þingheims á Klaustri fór um myrkan huga þeirra sem þar sátu, en fæst sem þessum kjörnu fulltrúum fór á milli þolir dagsljósið. Umræðurnar voru þess eðlis að varla hefur verið þægilegt fyrir þingmennina að mæta til vinnu daginn eftir að þær voru birtar, hvað þá í árlegan gleðskap Alþingis á Bessastöðum. Auðvitað er óheimilt að taka upp samtöl að fólki forspurðu. Um það er ekki deilt. Það breytir ekki því að það sem var sagt, var sagt. Umræðurnar sýna þá sem hæst höfðu í skelfilegu ljósi. Ekkert virðist hafa verið heilagt eða undanskilið, og raunar sætir furðu að þingmönnunum hafi tekist að snerta á svo mörgum subbumálum á ekki lengri tíma. Óskandi væri að störf Alþingis með jákvæðari formerkjum væru jafn skilvirk. Eins og oft áður er gagnlegt að reyna að setja sig í spor þeirra sem við borðið sátu. Fólk talar oft á hispurslausan hátt í góðra vina hópi. Flestir hafa vafalaust látið orð falla í hálfkæringi eða án þess að hugur fylgi máli við slíkar kringumstæður. En þrátt fyrir samhengislaus gífuryrðin, hálfkæringinn og háðsglósurnar er rauður þráður í talsmátanum. Groddaleg viðhorf skína í gegn. Háðsglósum í garð fatlaðra og samkynhneigðra er fleygt eins og í framhjáhlaupi og bæta gráu ofan á svart. Kvenfyrirlitning er meginstefið. Þingmennirnir skilgreina samstarfskonur sínar eftir útliti, gera þeim upp óeðlilegar hvatir og kalla þær öllum illum nöfnum. Oftast með kynferðislegri skírskotun. Þessi talsmáti er algerlega á skjön við orðsporið sem þingmennirnir rembast við að skapa sér, allsgáðir, í viðurvist fjölmiðla. Af samtalinu að dæma sýna þeir þá hlið einungis þegar kveikt er á upptökuvélunum. Fyrir tvo reynslumestu þingmennina í hópnum er remban sérlega vandræðaleg, annar fékk verðlaun fyrir framlag til jafnréttismála þegar hann sat í forsætisráðuneytinu og hinn fór sem utanríkisráðherra mikinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í sama málaflokki. Eftir að upptakan varð opinber hafa verið kallaðir til alls kyns sérfræðingar. Margir þeirra tala um virðingu Alþingis og álitshnekki sem þingið hefur beðið. En málið þarf enga stjórnmálafræðinga til að skýra frá. Þingmennirnir bera sjálfir ábyrgð á orðum sínum en kollegar þeirra ekki. Þá sjálfa setur niður og enga aðra. Að varpa þessu yfir á allt þingið drepur málinu á dreif. Sökin á að bíta þann seka. Á almennum vinnumarkaði væri hátterni sexmenninganna sennilega brottrekstrarsök. Þingmönnum getur hins vegar enginn sagt upp nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Þótt tveir hafi verið reknir úr flokki sínum og aðrir tveir sendir í leyfi hefur enginn sagt af sér þingmennsku. Þeir virðast ótrauðir ætla að mæta örlögum sínum í næstu kosningum. Það ætti að verða þungur róður. Orð eiga að hafa afleiðingar. En við erum ýmsu vön. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Annálað samtal tíu prósenta þingheims á Klaustri fór um myrkan huga þeirra sem þar sátu, en fæst sem þessum kjörnu fulltrúum fór á milli þolir dagsljósið. Umræðurnar voru þess eðlis að varla hefur verið þægilegt fyrir þingmennina að mæta til vinnu daginn eftir að þær voru birtar, hvað þá í árlegan gleðskap Alþingis á Bessastöðum. Auðvitað er óheimilt að taka upp samtöl að fólki forspurðu. Um það er ekki deilt. Það breytir ekki því að það sem var sagt, var sagt. Umræðurnar sýna þá sem hæst höfðu í skelfilegu ljósi. Ekkert virðist hafa verið heilagt eða undanskilið, og raunar sætir furðu að þingmönnunum hafi tekist að snerta á svo mörgum subbumálum á ekki lengri tíma. Óskandi væri að störf Alþingis með jákvæðari formerkjum væru jafn skilvirk. Eins og oft áður er gagnlegt að reyna að setja sig í spor þeirra sem við borðið sátu. Fólk talar oft á hispurslausan hátt í góðra vina hópi. Flestir hafa vafalaust látið orð falla í hálfkæringi eða án þess að hugur fylgi máli við slíkar kringumstæður. En þrátt fyrir samhengislaus gífuryrðin, hálfkæringinn og háðsglósurnar er rauður þráður í talsmátanum. Groddaleg viðhorf skína í gegn. Háðsglósum í garð fatlaðra og samkynhneigðra er fleygt eins og í framhjáhlaupi og bæta gráu ofan á svart. Kvenfyrirlitning er meginstefið. Þingmennirnir skilgreina samstarfskonur sínar eftir útliti, gera þeim upp óeðlilegar hvatir og kalla þær öllum illum nöfnum. Oftast með kynferðislegri skírskotun. Þessi talsmáti er algerlega á skjön við orðsporið sem þingmennirnir rembast við að skapa sér, allsgáðir, í viðurvist fjölmiðla. Af samtalinu að dæma sýna þeir þá hlið einungis þegar kveikt er á upptökuvélunum. Fyrir tvo reynslumestu þingmennina í hópnum er remban sérlega vandræðaleg, annar fékk verðlaun fyrir framlag til jafnréttismála þegar hann sat í forsætisráðuneytinu og hinn fór sem utanríkisráðherra mikinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í sama málaflokki. Eftir að upptakan varð opinber hafa verið kallaðir til alls kyns sérfræðingar. Margir þeirra tala um virðingu Alþingis og álitshnekki sem þingið hefur beðið. En málið þarf enga stjórnmálafræðinga til að skýra frá. Þingmennirnir bera sjálfir ábyrgð á orðum sínum en kollegar þeirra ekki. Þá sjálfa setur niður og enga aðra. Að varpa þessu yfir á allt þingið drepur málinu á dreif. Sökin á að bíta þann seka. Á almennum vinnumarkaði væri hátterni sexmenninganna sennilega brottrekstrarsök. Þingmönnum getur hins vegar enginn sagt upp nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Þótt tveir hafi verið reknir úr flokki sínum og aðrir tveir sendir í leyfi hefur enginn sagt af sér þingmennsku. Þeir virðast ótrauðir ætla að mæta örlögum sínum í næstu kosningum. Það ætti að verða þungur róður. Orð eiga að hafa afleiðingar. En við erum ýmsu vön.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun