

Sök bítur sekan
Auðvitað er óheimilt að taka upp samtöl að fólki forspurðu. Um það er ekki deilt. Það breytir ekki því að það sem var sagt, var sagt. Umræðurnar sýna þá sem hæst höfðu í skelfilegu ljósi.
Ekkert virðist hafa verið heilagt eða undanskilið, og raunar sætir furðu að þingmönnunum hafi tekist að snerta á svo mörgum subbumálum á ekki lengri tíma. Óskandi væri að störf Alþingis með jákvæðari formerkjum væru jafn skilvirk.
Eins og oft áður er gagnlegt að reyna að setja sig í spor þeirra sem við borðið sátu. Fólk talar oft á hispurslausan hátt í góðra vina hópi. Flestir hafa vafalaust látið orð falla í hálfkæringi eða án þess að hugur fylgi máli við slíkar kringumstæður.
En þrátt fyrir samhengislaus gífuryrðin, hálfkæringinn og háðsglósurnar er rauður þráður í talsmátanum. Groddaleg viðhorf skína í gegn. Háðsglósum í garð fatlaðra og samkynhneigðra er fleygt eins og í framhjáhlaupi og bæta gráu ofan á svart.
Kvenfyrirlitning er meginstefið. Þingmennirnir skilgreina samstarfskonur sínar eftir útliti, gera þeim upp óeðlilegar hvatir og kalla þær öllum illum nöfnum. Oftast með kynferðislegri skírskotun.
Þessi talsmáti er algerlega á skjön við orðsporið sem þingmennirnir rembast við að skapa sér, allsgáðir, í viðurvist fjölmiðla. Af samtalinu að dæma sýna þeir þá hlið einungis þegar kveikt er á upptökuvélunum. Fyrir tvo reynslumestu þingmennina í hópnum er remban sérlega vandræðaleg, annar fékk verðlaun fyrir framlag til jafnréttismála þegar hann sat í forsætisráðuneytinu og hinn fór sem utanríkisráðherra mikinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í sama málaflokki.
Eftir að upptakan varð opinber hafa verið kallaðir til alls kyns sérfræðingar. Margir þeirra tala um virðingu Alþingis og álitshnekki sem þingið hefur beðið. En málið þarf enga stjórnmálafræðinga til að skýra frá. Þingmennirnir bera sjálfir ábyrgð á orðum sínum en kollegar þeirra ekki. Þá sjálfa setur niður og enga aðra. Að varpa þessu yfir á allt þingið drepur málinu á dreif. Sökin á að bíta þann seka.
Á almennum vinnumarkaði væri hátterni sexmenninganna sennilega brottrekstrarsök. Þingmönnum getur hins vegar enginn sagt upp nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Þótt tveir hafi verið reknir úr flokki sínum og aðrir tveir sendir í leyfi hefur enginn sagt af sér þingmennsku.
Þeir virðast ótrauðir ætla að mæta örlögum sínum í næstu kosningum. Það ætti að verða þungur róður. Orð eiga að hafa afleiðingar.
En við erum ýmsu vön.
Skoðun

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar