Börðust skipulega, ötullega og faglega Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2018 07:00 "Það var ekkert hlustað á konurnar,“ segir Sigríður um aðdraganda Alþingishátíðarinnar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við áttum okkur kannski ekki á því í dag hversu kvenréttindabaráttan var hörð, skipulögð og markviss á þriðja áratug síðustu aldar,“ segir Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur þegar ég bið hana að lýsa í fáum orðum því sem hún ber fram á málþingi Vísindafélagsins sem haldið er á Kjarvalsstöðum í dag og hefst klukkan 13. „Kvennahreyfingin var sterkt afl á þessum tíma,“ lýsir hún. „Áberandi þar voru meðal annarra Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta íslenska alþingiskonan, og Inga Lára Lárusdóttir sem gaf út tímaritið 19. júní. Á fyrsta útgáfuárinu 1917 fagnar Inga Lára því að kosningaréttur kvenna sé fenginn og telur að konur muni brátt starfa á öllum sviðum þjóðfélagsins. En 1929 hættir hún að gefa út blaðið og þá er bjartsýnin horfin, þar skrifar hún að í síbreytilegum heimi virðist konan vera það eina sem eigi að standa grafkyrrt.“ Sigríður segir stöðu kvenna á fyrstu áratugum síðustu aldar kristallast í baráttu þeirra um að komast í Alþingshátíðarnefnd. „Sú barátta skilaði engu. Þó börðust þær skipulega, ötullega og faglega,“ segir hún. „Landsfundur kvenna á Akureyri 1926 skoraði á þing og stjórn að skipa konur, jafnt körlum, í nefndina. Almennur kvennafundur í Reykjavík var með svipaða áskorun og Ingibjörg H. Bjarnason bar þetta upp á Alþingi, ásamt öðru og segir það ekki sanngjarnt að einungis karlar setji svip sinn á hátíðahöldin. Það var bókstaflega ekkert hlustað á konurnar. Þetta tengist, að mínu mati, sterkum þráðum milli þjóðernishugmynda og karlmennsku.“ Alþingishátíðin var stór viðburður, bendir Sigríður á. „Hátíðin átti að bera vitni um að við værum menningarþjóð og skipti að því leyti miklu máli í sjálfstæðisbaráttunni. Hún var mikið umræðuefni í íslensku þjóðlífi árin á undan. Henni er stillt upp sem hátíð fyrir alla en karlarnir einokuðu pallana. Þetta er dæmigert fyrir hvernig kvennahreyfingin þróaðist á þessum tíma. Konum var markvisst haldið utan hins opinbera sviðs. Allt var stílað á móðureðli, umönnun, heimilishald og húsmæðrafræðslu. Þar var ríkisstjórnin í fararbroddi og ákveðinn hópur kvenna. Konur fóru að beita sér í líknarmálum en stjórnmálabaráttan rann svolítið út í sandinn. Hógvær skoðun Ingibjargar H. og hennar skoðanasystra var þó sú að konur gætu bæði verið mæður og líka verið á hinu opinbera sviði. Þær „þrífist ekki bara undir askloki því sem kallað er að gæta bús og barna“, eins og hún orðaði það á Alþingi þegar hún lenti í deilum við Jónas frá Hriflu og fleiri herra.“ Aðrir málshefjendur: Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), rannsóknarprófessor við LHÍ, Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
„Við áttum okkur kannski ekki á því í dag hversu kvenréttindabaráttan var hörð, skipulögð og markviss á þriðja áratug síðustu aldar,“ segir Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur þegar ég bið hana að lýsa í fáum orðum því sem hún ber fram á málþingi Vísindafélagsins sem haldið er á Kjarvalsstöðum í dag og hefst klukkan 13. „Kvennahreyfingin var sterkt afl á þessum tíma,“ lýsir hún. „Áberandi þar voru meðal annarra Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta íslenska alþingiskonan, og Inga Lára Lárusdóttir sem gaf út tímaritið 19. júní. Á fyrsta útgáfuárinu 1917 fagnar Inga Lára því að kosningaréttur kvenna sé fenginn og telur að konur muni brátt starfa á öllum sviðum þjóðfélagsins. En 1929 hættir hún að gefa út blaðið og þá er bjartsýnin horfin, þar skrifar hún að í síbreytilegum heimi virðist konan vera það eina sem eigi að standa grafkyrrt.“ Sigríður segir stöðu kvenna á fyrstu áratugum síðustu aldar kristallast í baráttu þeirra um að komast í Alþingshátíðarnefnd. „Sú barátta skilaði engu. Þó börðust þær skipulega, ötullega og faglega,“ segir hún. „Landsfundur kvenna á Akureyri 1926 skoraði á þing og stjórn að skipa konur, jafnt körlum, í nefndina. Almennur kvennafundur í Reykjavík var með svipaða áskorun og Ingibjörg H. Bjarnason bar þetta upp á Alþingi, ásamt öðru og segir það ekki sanngjarnt að einungis karlar setji svip sinn á hátíðahöldin. Það var bókstaflega ekkert hlustað á konurnar. Þetta tengist, að mínu mati, sterkum þráðum milli þjóðernishugmynda og karlmennsku.“ Alþingishátíðin var stór viðburður, bendir Sigríður á. „Hátíðin átti að bera vitni um að við værum menningarþjóð og skipti að því leyti miklu máli í sjálfstæðisbaráttunni. Hún var mikið umræðuefni í íslensku þjóðlífi árin á undan. Henni er stillt upp sem hátíð fyrir alla en karlarnir einokuðu pallana. Þetta er dæmigert fyrir hvernig kvennahreyfingin þróaðist á þessum tíma. Konum var markvisst haldið utan hins opinbera sviðs. Allt var stílað á móðureðli, umönnun, heimilishald og húsmæðrafræðslu. Þar var ríkisstjórnin í fararbroddi og ákveðinn hópur kvenna. Konur fóru að beita sér í líknarmálum en stjórnmálabaráttan rann svolítið út í sandinn. Hógvær skoðun Ingibjargar H. og hennar skoðanasystra var þó sú að konur gætu bæði verið mæður og líka verið á hinu opinbera sviði. Þær „þrífist ekki bara undir askloki því sem kallað er að gæta bús og barna“, eins og hún orðaði það á Alþingi þegar hún lenti í deilum við Jónas frá Hriflu og fleiri herra.“ Aðrir málshefjendur: Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), rannsóknarprófessor við LHÍ, Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira