Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 13:33 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kári gerir Sigrúnu slíkt tilboð. Vísir/Stefán/Eyþór Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar bauð Sigrúnu Helgu Lund fullt starf hjá fyrirtækinu í dag. Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. Sigrún segist í skýjunum með ráðahaginn en hún hefur verið í hálfu starfi hjá fyrirtækinu síðan í mars árið 2016.Fréttablaðið greindi fyrst frá tilboði Kára á vef sínum í dag. Innt eftir því hvernig þetta hafi komið til segir Sigrún í samtali við Vísi að Kári hafi staðið eins og klettur við bakið á sér frá byrjun. „Kári er alveg magnaður. Um leið og hann sá þetta þá heyrði hann strax í mér, kallaði mig inn, og sagði að það væri leiðinlegt að heyra þetta. Hann sagðist standa með mér hundrað prósent og bauð mér að koma í fullt starf hjá Decode. Og er bara búinn að standa alveg eins og klettur við bakið á mér.“ Að sögn Sigrúnar ræður Kári hana til starfa frá og með 1. desember, sem hún segist að vonum ánægð með. „Mig óraði ekki fyrir þessu.“Kári áður komið til bjargar Sigrún segir þetta jafnframt ekki í fyrsta skipti sem Kári hafi gert sér slíkt tilboð á erfiðum tímum. Þegar Sigrún tilkynnti fyrst um áreitni yfirmannsins í mars 2016 starfaði hún við rannsókn hjá HÍ sem fékk inni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. Hún varð að hverfa frá störfum sínum vegna návígis við yfirmanninn, sem fór ekki fram hjá vökulu auga Kára. „Þegar háskólinn ætlaði að reka mig út af vinnustaðnum, og af því að ég tilheyri einingu sem er að leigja húsnæði af Decode, þá fæ ég símtal frá Kára af því að hann tók eftir að ég væri ekki á staðnum. Og hann réði mig strax í hálft starf,“ segir Sigrún. „Og þar hef ég haft mína rannsóknaraðstöðu síðan, hjá Decode.“ Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp stöðu sinni sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í morgun. Hún sagði ástæðuna vera skeytingarleysi rektors og stjórnenda skólans eftir að hún tilkynnti um „erfið samskipti og kynferðislegt háttalag“ af hendi yfirmanns í sinn garð árið 2016. Hún segist enn ekkert heyrt frá stjórnendum HÍ eftir að hún tilkynnti um uppsögn sína í morgun. Hún hefur þó verið boðuð á fund með Kára og rektor HÍ, Jóni Atla Benediktssyni, klukkan 14 í dag og gerir ráð fyrir að málið verði rætt þar. MeToo Tengdar fréttir Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar bauð Sigrúnu Helgu Lund fullt starf hjá fyrirtækinu í dag. Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. Sigrún segist í skýjunum með ráðahaginn en hún hefur verið í hálfu starfi hjá fyrirtækinu síðan í mars árið 2016.Fréttablaðið greindi fyrst frá tilboði Kára á vef sínum í dag. Innt eftir því hvernig þetta hafi komið til segir Sigrún í samtali við Vísi að Kári hafi staðið eins og klettur við bakið á sér frá byrjun. „Kári er alveg magnaður. Um leið og hann sá þetta þá heyrði hann strax í mér, kallaði mig inn, og sagði að það væri leiðinlegt að heyra þetta. Hann sagðist standa með mér hundrað prósent og bauð mér að koma í fullt starf hjá Decode. Og er bara búinn að standa alveg eins og klettur við bakið á mér.“ Að sögn Sigrúnar ræður Kári hana til starfa frá og með 1. desember, sem hún segist að vonum ánægð með. „Mig óraði ekki fyrir þessu.“Kári áður komið til bjargar Sigrún segir þetta jafnframt ekki í fyrsta skipti sem Kári hafi gert sér slíkt tilboð á erfiðum tímum. Þegar Sigrún tilkynnti fyrst um áreitni yfirmannsins í mars 2016 starfaði hún við rannsókn hjá HÍ sem fékk inni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. Hún varð að hverfa frá störfum sínum vegna návígis við yfirmanninn, sem fór ekki fram hjá vökulu auga Kára. „Þegar háskólinn ætlaði að reka mig út af vinnustaðnum, og af því að ég tilheyri einingu sem er að leigja húsnæði af Decode, þá fæ ég símtal frá Kára af því að hann tók eftir að ég væri ekki á staðnum. Og hann réði mig strax í hálft starf,“ segir Sigrún. „Og þar hef ég haft mína rannsóknaraðstöðu síðan, hjá Decode.“ Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp stöðu sinni sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í morgun. Hún sagði ástæðuna vera skeytingarleysi rektors og stjórnenda skólans eftir að hún tilkynnti um „erfið samskipti og kynferðislegt háttalag“ af hendi yfirmanns í sinn garð árið 2016. Hún segist enn ekkert heyrt frá stjórnendum HÍ eftir að hún tilkynnti um uppsögn sína í morgun. Hún hefur þó verið boðuð á fund með Kára og rektor HÍ, Jóni Atla Benediktssyni, klukkan 14 í dag og gerir ráð fyrir að málið verði rætt þar.
MeToo Tengdar fréttir Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent