Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2018 09:03 Gracie Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. Maðurinn er grunaður um að hafa myrt hina 22 ára gömlu Grace Millane sem var á ferðalagi ein síns liðs um Nýja-Sjáland en hvarf í byrjun mánaðarins. Hún fannst svo látin skammt frá höfuðborg Nýja-Sjálands, Auckland. Þann 10. desember var hinn grunaði í málinu leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald. Dómarinn úrskurðaði einnig að nafn mannsins mætti ekki gefa upp að svo stöddu á grundvelli laga um nafnleynd. Google fór gegn þeim úrskurði þegar það sendi tölvupóst til þeirra sem voru á póstlista yfir vinsæl leitarorð tengd Nýja-Sjálandi. Nafn mannsins birtist í titli tölvupóstsins en Google segir að leitað hafi verið oftar en 100 þúsund sinnum að nafninu. Yfirvöld í Nýja-Sjálandi líta málið alvarlegum augum. Google segir að nafnið hafi verið birt fyrir mistök. Fyrirtækið hafi brugðist við um leið og það fékk vitneskju um dómsúrskurðinn en það var fjórum dögum eftir að hann var kveðinn upp. Andrew Little, dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, fundaði með yfirmönnum Google í Nýja-Sjálandi. „Þeir bentu á einhverja erfiðleika sem þeir eiga við að etja vegna þessa. Ég sagði að ég hefði einfaldlega ekki skilning á því. Ég verð að sjá til þess að dómsúrskurðum sé framfylgt um leið og þeir hafa verið kveðnir upp,“ er haft eftir Little á vef Guardian. Þá hefur ráðherrann einnig ávítt nokkra breska fjölmiðla sem einnig birtu nafn mannsins. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. Maðurinn er grunaður um að hafa myrt hina 22 ára gömlu Grace Millane sem var á ferðalagi ein síns liðs um Nýja-Sjáland en hvarf í byrjun mánaðarins. Hún fannst svo látin skammt frá höfuðborg Nýja-Sjálands, Auckland. Þann 10. desember var hinn grunaði í málinu leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald. Dómarinn úrskurðaði einnig að nafn mannsins mætti ekki gefa upp að svo stöddu á grundvelli laga um nafnleynd. Google fór gegn þeim úrskurði þegar það sendi tölvupóst til þeirra sem voru á póstlista yfir vinsæl leitarorð tengd Nýja-Sjálandi. Nafn mannsins birtist í titli tölvupóstsins en Google segir að leitað hafi verið oftar en 100 þúsund sinnum að nafninu. Yfirvöld í Nýja-Sjálandi líta málið alvarlegum augum. Google segir að nafnið hafi verið birt fyrir mistök. Fyrirtækið hafi brugðist við um leið og það fékk vitneskju um dómsúrskurðinn en það var fjórum dögum eftir að hann var kveðinn upp. Andrew Little, dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, fundaði með yfirmönnum Google í Nýja-Sjálandi. „Þeir bentu á einhverja erfiðleika sem þeir eiga við að etja vegna þessa. Ég sagði að ég hefði einfaldlega ekki skilning á því. Ég verð að sjá til þess að dómsúrskurðum sé framfylgt um leið og þeir hafa verið kveðnir upp,“ er haft eftir Little á vef Guardian. Þá hefur ráðherrann einnig ávítt nokkra breska fjölmiðla sem einnig birtu nafn mannsins.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15
„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31