Færsluhirðir WOW air heldur meiru eftir af fjárhæð fargjalda Kristinn Ingi Jónsson skrifar 19. desember 2018 07:15 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið skrifaði skuldabréfaeigendum sínum síðasta föstudag. Aukin varfærni færsluhirðisins er í bréfinu nefnd sem dæmi um þá vaxandi íhaldssemi sem hefur gætt á meðal kröfuhafa WOW air undanfarna mánuði. Afleiðingin sé sú að þau kjör sem flugfélaginu bjóðist hafi farið versnandi. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í sumar að færsluhirðar skilgreindu áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með afar mismunandi hætti. Í tilfelli Icelandair skilaði fjárhæð fargjalda sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins en í tilfelli WOW air héldu færsluhirðarnir eftir 80 til 90 prósentum af fjárhæðinni þar til flugferð hefði verið farin. Í bréfi WOW air til skuldabréfaeigendanna, þar sem greint er frá fyrirhugaðri fjárfestingu Indigo Partners í félaginu fyrir allt að 75 milljónir dala, um 9,2 milljarða króna, er tekið fram að fjárfestingin sé háð því að eigendur skuldabréfanna samþykki ákveðnar breytingar á skilmálum bréfanna. Ein breytingin felst í því að heimila flugfélaginu að greiða hluthöfum sínum – sem verða þeir Skúli Mogensen, forstjóri og núverandi eigandi, og Indigo ef kaup síðarnefnda félagsins ganga eftir – sérstaka þóknun (e. management fee) upp á allt að 1,5 milljónir dala, jafnvirði um 184 milljóna króna, á ári. Til viðbótar munu skuldabréfaeigendurnir kjósa um lengingu á lánstímanum úr þremur árum í fimm ár og niðurfellingu kaupréttar þeirra að hlutafé í flugfélaginu, svo dæmi séu nefnd. Atkvæðagreiðslunni lýkur 17. janúar. Eins og fram kemur í bréfi WOW air áformar Indigo Partners að kaupa „einhver“ hlutabréf í flugfélaginu sem og gefa út breytanleg skuldabréf til þess að styðja við uppbyggingu félagsins til framtíðar. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið skrifaði skuldabréfaeigendum sínum síðasta föstudag. Aukin varfærni færsluhirðisins er í bréfinu nefnd sem dæmi um þá vaxandi íhaldssemi sem hefur gætt á meðal kröfuhafa WOW air undanfarna mánuði. Afleiðingin sé sú að þau kjör sem flugfélaginu bjóðist hafi farið versnandi. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í sumar að færsluhirðar skilgreindu áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með afar mismunandi hætti. Í tilfelli Icelandair skilaði fjárhæð fargjalda sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins en í tilfelli WOW air héldu færsluhirðarnir eftir 80 til 90 prósentum af fjárhæðinni þar til flugferð hefði verið farin. Í bréfi WOW air til skuldabréfaeigendanna, þar sem greint er frá fyrirhugaðri fjárfestingu Indigo Partners í félaginu fyrir allt að 75 milljónir dala, um 9,2 milljarða króna, er tekið fram að fjárfestingin sé háð því að eigendur skuldabréfanna samþykki ákveðnar breytingar á skilmálum bréfanna. Ein breytingin felst í því að heimila flugfélaginu að greiða hluthöfum sínum – sem verða þeir Skúli Mogensen, forstjóri og núverandi eigandi, og Indigo ef kaup síðarnefnda félagsins ganga eftir – sérstaka þóknun (e. management fee) upp á allt að 1,5 milljónir dala, jafnvirði um 184 milljóna króna, á ári. Til viðbótar munu skuldabréfaeigendurnir kjósa um lengingu á lánstímanum úr þremur árum í fimm ár og niðurfellingu kaupréttar þeirra að hlutafé í flugfélaginu, svo dæmi séu nefnd. Atkvæðagreiðslunni lýkur 17. janúar. Eins og fram kemur í bréfi WOW air áformar Indigo Partners að kaupa „einhver“ hlutabréf í flugfélaginu sem og gefa út breytanleg skuldabréf til þess að styðja við uppbyggingu félagsins til framtíðar.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira