Bjóða í mat á aðfangadag: „Ekki vera ein/n um jólin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. desember 2018 19:54 Hjónin Sigurður Lárusson og Ásta Björk Ólafsdóttir eru búin að leigja húsnæði Kaffilífs á Selfossi og ætla að bjóða öllum þeim sem annars væru einir um jólin að koma og snæða með fjölskyldunni á aðfangadag. Aðsend Hjónin Sigurður Lárusson og Ásta Björk Ólafsdóttir fá afnot af húsnæði Kaffilífs á Selfossi og ætla að bjóða öllum þeim sem annars væru einir um jólin að koma og snæða með fjölskyldunni á aðfangadag. Í boði verður þriggja rétta máltíð. „Þetta verður sunnudagslæri að hætti mömmu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi en hann vill eindregið að þeir sem búa við þannig aðstæður að vera einir um jólin komi og njóti samveru og hátíðarstundar þann 24. desember. Aðspurður hvernig hugmyndin væri til komin svarar Sigurður því til að þau hjónin hafi upphaflega ætlað sér að bjóða einni manneskju í mat sem þau vissu að yrði ein um jólin. „Þetta varð síðan snjóbolti sem stækkaði og stækkaði,“ segir Sigurður því þau hafi í kjölfarið frétt af fleiri sem vantar félagsskap um jólin. Sigurður og Ásta Björk ákváðu að taka til sinna ráða og bjóða öllum í mat sem vilja félagsskap í sveitarfélaginu svo lengi sem húsrúm leyfir. Þeir sem vilja þiggja boð hjónanna er bent á að skrá sig í síma 856-5656. Aðspurður hvort auðveldara sé að einangra sig í höfuðborginni en á Selfossi segist Sigurður ekki vera viss en bendir þó á: „Hér þekkir maður nágranna sína betur en nokkurn tíma í Reykjavík,“ segir Sigurður sem hefur reynslu af báðum stöðum því hann bjó lengi vel í höfuðborginni. Síðustu ár hafi þó fjölgað allverulega í sveitarfélaginu frá því hann fyrst flutti til Selfoss. Nú þegar hafa um tólf einstaklingar haft samband við Sigurð og þegið boð þeirra hjóna. Hann segir að nokkuð hafi verið um að fólk hafi hringt með ákveðna einstaklinga í huga og spurst fyrir um fyrirkomulagið. Þá hafa aðrir hringt og boðið fram aðstoð sína. Eigendur Tryggvaskála ætla þannig að bjóða upp á humarsúpu í forrétt og þá hafa ýmsir íbúar Selfoss boðist til að keyra gestina til og frá. Þeir sem vilja leggja hjónunum lið með einhverjum hætti er bent á að hafa samband í síma 8565656. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Hjónin Sigurður Lárusson og Ásta Björk Ólafsdóttir fá afnot af húsnæði Kaffilífs á Selfossi og ætla að bjóða öllum þeim sem annars væru einir um jólin að koma og snæða með fjölskyldunni á aðfangadag. Í boði verður þriggja rétta máltíð. „Þetta verður sunnudagslæri að hætti mömmu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi en hann vill eindregið að þeir sem búa við þannig aðstæður að vera einir um jólin komi og njóti samveru og hátíðarstundar þann 24. desember. Aðspurður hvernig hugmyndin væri til komin svarar Sigurður því til að þau hjónin hafi upphaflega ætlað sér að bjóða einni manneskju í mat sem þau vissu að yrði ein um jólin. „Þetta varð síðan snjóbolti sem stækkaði og stækkaði,“ segir Sigurður því þau hafi í kjölfarið frétt af fleiri sem vantar félagsskap um jólin. Sigurður og Ásta Björk ákváðu að taka til sinna ráða og bjóða öllum í mat sem vilja félagsskap í sveitarfélaginu svo lengi sem húsrúm leyfir. Þeir sem vilja þiggja boð hjónanna er bent á að skrá sig í síma 856-5656. Aðspurður hvort auðveldara sé að einangra sig í höfuðborginni en á Selfossi segist Sigurður ekki vera viss en bendir þó á: „Hér þekkir maður nágranna sína betur en nokkurn tíma í Reykjavík,“ segir Sigurður sem hefur reynslu af báðum stöðum því hann bjó lengi vel í höfuðborginni. Síðustu ár hafi þó fjölgað allverulega í sveitarfélaginu frá því hann fyrst flutti til Selfoss. Nú þegar hafa um tólf einstaklingar haft samband við Sigurð og þegið boð þeirra hjóna. Hann segir að nokkuð hafi verið um að fólk hafi hringt með ákveðna einstaklinga í huga og spurst fyrir um fyrirkomulagið. Þá hafa aðrir hringt og boðið fram aðstoð sína. Eigendur Tryggvaskála ætla þannig að bjóða upp á humarsúpu í forrétt og þá hafa ýmsir íbúar Selfoss boðist til að keyra gestina til og frá. Þeir sem vilja leggja hjónunum lið með einhverjum hætti er bent á að hafa samband í síma 8565656.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira