„Ég er afgönsk í hjartanu mínu og ég er líka íslensk“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. desember 2018 19:45 Zahra Mesbah Sayed Ali, 26 ára afgönsk kona sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í gær, segir það vera skrítna en góða tilfinningu að vera í fyrsta sinn á ævinni með ríkisfang. Hún hefur búið á Íslandi í sex ár og segist afar sjaldan hafa mætt fordómum hér á landi. Zahra á afganska foreldra en er fædd í Íran þaðan sem kom til Íslands sem kvótaflóttamaður ásamt móður sinni og yngri systur í október árið 2012. Aðstæður mæðgnanna sem kvenna af afgönskum uppruna voru afar erfiðar í Íran. „Ég get ekki ímyndað mér núna hver var tilfinningin mín á þeim tíma. Af því að við gátum ekki farið í háskóla, eða við þurftum að borga mjög mikið. Og við gátum ekki keyrt mótorhjól né bíl,“ útskýrir Zahra sem segir mikla mismunun hafa ríkt í garð Afgana í Íran. „Þetta var erfitt fyrir barn.“ Þótt henni hafi ekki litist á blikuna til að byrja með þegar hún kom til Íslands í myrkri og kulda haustið 2012 var hún nokkuð fljót að aðlagast og kveðst afar ánægð með lífið á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn í fyrra en dóttir þeirra er nú ellefu mánaða. Zahra og dóttir hennar sem verður eins árs á næsta ári.Vísir/Friðrik Þór„Ég byrjaði að læra íslensku á íslenskunámsskeiði í fjóra mánuði. Svo fórum við í menntaskóla og eftir svona eitt og hálft ár kláraði ég menntaskóla, útskrifaðist af náttúrufræðibraut og ég fór í háskólann. Ég lærði rosalega mikla íslensku á leiðinni,“ segir Zahra. Hún stundar nú nám í tanntækni, starfar sem túlkur og hefur stofnað eigin túlkaþjónustu og persneskunámskeið. Allt sitt líf hefur hún verið án ríkisfangs, allt þar til alþingi veitti henni íslenskan ríkisborgararétt í gær. „Ég er mjög ánægð og þetta er mjög skrítið. Vegna þess að ég er 26 ára gömul núna en þetta er fyrsti ríkisborgarétturinn sem ég er með,“ segir Zahra. Hún hafði í tvígang sótt um ríkisborgararétt og fékk synjun í fyrra en hún segir ferlið við umsókn um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafa verið afar flókið. Hún kveðst afar þakklát öllu því fólki sem hefur reynst henni vel á Íslandi, vinum, kennurum og fjölskyldu og ekki síst eignmanni sínum sem hafi ávalt staðið þétt við bak sér. „Ég er afgönsk inni í hjartanu mínu og ég er líka íslensk. Af því að Ísland er landið þar sem ég fann karakterinn minn. Ég fann hér hver ég er og hvaða möguleika og hæfileika ég er með,“ segir Zahra.Systurnar komu til Íslands ásamt móður sinni sem kvótaflóttamenn haustið 2012.Vísir/Friðrik Þór Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Zahra Mesbah Sayed Ali, 26 ára afgönsk kona sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í gær, segir það vera skrítna en góða tilfinningu að vera í fyrsta sinn á ævinni með ríkisfang. Hún hefur búið á Íslandi í sex ár og segist afar sjaldan hafa mætt fordómum hér á landi. Zahra á afganska foreldra en er fædd í Íran þaðan sem kom til Íslands sem kvótaflóttamaður ásamt móður sinni og yngri systur í október árið 2012. Aðstæður mæðgnanna sem kvenna af afgönskum uppruna voru afar erfiðar í Íran. „Ég get ekki ímyndað mér núna hver var tilfinningin mín á þeim tíma. Af því að við gátum ekki farið í háskóla, eða við þurftum að borga mjög mikið. Og við gátum ekki keyrt mótorhjól né bíl,“ útskýrir Zahra sem segir mikla mismunun hafa ríkt í garð Afgana í Íran. „Þetta var erfitt fyrir barn.“ Þótt henni hafi ekki litist á blikuna til að byrja með þegar hún kom til Íslands í myrkri og kulda haustið 2012 var hún nokkuð fljót að aðlagast og kveðst afar ánægð með lífið á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn í fyrra en dóttir þeirra er nú ellefu mánaða. Zahra og dóttir hennar sem verður eins árs á næsta ári.Vísir/Friðrik Þór„Ég byrjaði að læra íslensku á íslenskunámsskeiði í fjóra mánuði. Svo fórum við í menntaskóla og eftir svona eitt og hálft ár kláraði ég menntaskóla, útskrifaðist af náttúrufræðibraut og ég fór í háskólann. Ég lærði rosalega mikla íslensku á leiðinni,“ segir Zahra. Hún stundar nú nám í tanntækni, starfar sem túlkur og hefur stofnað eigin túlkaþjónustu og persneskunámskeið. Allt sitt líf hefur hún verið án ríkisfangs, allt þar til alþingi veitti henni íslenskan ríkisborgararétt í gær. „Ég er mjög ánægð og þetta er mjög skrítið. Vegna þess að ég er 26 ára gömul núna en þetta er fyrsti ríkisborgarétturinn sem ég er með,“ segir Zahra. Hún hafði í tvígang sótt um ríkisborgararétt og fékk synjun í fyrra en hún segir ferlið við umsókn um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafa verið afar flókið. Hún kveðst afar þakklát öllu því fólki sem hefur reynst henni vel á Íslandi, vinum, kennurum og fjölskyldu og ekki síst eignmanni sínum sem hafi ávalt staðið þétt við bak sér. „Ég er afgönsk inni í hjartanu mínu og ég er líka íslensk. Af því að Ísland er landið þar sem ég fann karakterinn minn. Ég fann hér hver ég er og hvaða möguleika og hæfileika ég er með,“ segir Zahra.Systurnar komu til Íslands ásamt móður sinni sem kvótaflóttamenn haustið 2012.Vísir/Friðrik Þór
Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53