Erlent

Trump skipar nýjan starfsmannastjóra

Andri Eysteinsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, greinir frá því á Twitter síðu sinni í kvöld að nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins hafi verið skipaður. 

Fyrr í dag höfðu borist fregnir þess efnis að ríkisstjórinn fyrrverandi Chris Christie hafi beðið Trump um að stroka nafn hans af lista yfir menn sem til greina komu í starfið.

Mulvaney er lögfræðingur frá UNC-Chapel Hill, sama skóla og Michael Jordan gekk í.Getty/Cherris May
Nýskipaður starfsmannastjóri er Mick Mulvaney. Mulvaney er 51 árs gamall lögfræðingur frá Virginíuríki sem starfað hefur í opinbera geiranum frá árinu 2006. Þá var hann kjörinn til setu á ríkisþingi Suður-Karólínu.

Mulvaney sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Repúblikanaflokkinn á árunum 2011 til 2017, eftir þingsetuna var Mulvaney skipaður yfir ríkissjóðsskrifstofu Bandaríkjanna.

Áður en Mulvaney var skipaður hafði forsetinn samkvæmt heimildum Associated Press leitað til Nick Ayers og boðið honum starfið.

Ayers sem er starfsmannastjóri varaforsetans Pence, hafnaði hins vegar boðinu. Þá hafði fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan boðið fram krafta sína í opnu bréfi.

Ekki er víst hvort Trump hugsi Mulvaney sem langtímalausn í starfsmannastjórahlutverkinu en erlendir miðlar telja að ráðning Mulvaney sé eingöngu tímabundin þar til að betri kostur finnst.


Tengdar fréttir

Chris Christie dregur nafn sitt úr umræðunni

Chris Christie ætlar ekki að verða næsti starfsmannastjóri Hvíta Hússins. Talið er að Trump hafi fundað með ríkisstjóranum fyrrverandi í Hvíta húsinu vegna starfsins.

7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana




Fleiri fréttir

Sjá meira


×